Fótbolti

Ógnar­sterk fram­lína Frakk­lands á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kylian Mbappé er að sjálfsögðu í landsliðshópi Frakklands fyrir HM í Katar.
Kylian Mbappé er að sjálfsögðu í landsliðshópi Frakklands fyrir HM í Katar. Simon Stacpoole/Getty Images

Landsliðshópur Frakklands fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Katar hefur verið tilkynntur. Sóknarlína liðsins er vægast sagt ógnvænleg.

Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar eftir að hafa komið, séð og sigrað í Rússlandi sumarið 2018. Fjórum og hálfu ári síðar fá þeir tækifæri til að verja titilinn en þónokkur skörð hafa verið höggvin í leikmannahóp liðsins.

N´Golo Kante og Paul Pogba spiluðu báðir stóran þátt í sigri liðsins í Rússlandi en miðjumennirnir tveir eru báðir fjarverandi vegna meiðsla. Didier Deschamps velur miðvörðinn Raphaël Varane þrátt fyrir að leikmaðurinn sé að glíma við meiðsli um þessar mundir.

Hér að neðan má sjá 25 manna hópinn sem Deschamps valdi en þar eru alls sex leikmenn sem flokkaðir eru sem framherjar. Það eru:

  • Kylian Mbappé [París Saint-Germain]
  • Karim Benzema [Real Madríd]
  • Oliver Giroud [AC Milan]
  • Ousmane Dembélé [Barcelona]
  • Christopher Nkunku [RB Leipzig]
  • Kingsley Coman [Bayern München]



Fleiri fréttir

Sjá meira


×