Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Það er merkilegt að þegar að notendur þjónustunnar vilja breytingar og þegar íslenska ríkið hefur fengið áminningu frá ESA um að íslenska löggjöfin um leigubílamarkaðinni brjóti í bága við EES samninginn, að enn séu stjórnvöld hér ekki tilbúin til þess að hlusta. Hvar er þetta fólk að fela sig sem hélt þriggja daga landsfund undir kjörorðinu „Frelsi“? Það virðist að minnsta kosti ekki kveikja á því að það sé í ríkisstjórn og geti hér breytt í átt að frelsi. Ekki bara frelsismál heldur öryggismál Staðreyndin er sú að þessi mál snúast ekki lengur bara um frelsi. Þetta er orðið spurning um öryggi. Of oft er enga leigubíla að fá. Drukkið fólk gefst upp á biðinni og keyrir jafnvel heim á bílnum sínum sem stóð til að skilja eftir. Ég heyri sérstaklega frá konum að þær upplifi sig óöruggari því þær geta ekki treyst á að finna leigubíl t.d. úr miðbænum um helgar. Nú er veturinn fram undan og biðin eftir leigubíl verður kaldari og kaldari. Um leið hugsa ég að þolinmæði fólks minnki. Oft finnst manni að einu rök þeirra sem standa í vegi fyrir frelsi á leigubílamarkaði séu að það sé svo hættulegt að hver sem er geti sinnt þessari þjónustu. En staðreyndin er að fólk er núna að leita inn á svartan markað, eins og félagar upp á tugþúsundir í skutlarahópum á samfélagsmiðlum sýnir. Þangað fer fólk því leigubílaþjónustan sem er í boði núna mætir ekki eftirspurninni. Þar getur hver sem er tekið að sér að skutla fólki. Alvöru val Ef við hleypum svokölluðum farveitum inn á markaðinn þá væru ferðir skráðar, þú hefðir val um mismundi bíla, tegund bílstjóra og gætir kannað hversu góður bílstjórinn sem þú pantar er. Þú vissir líka fyrir fram hvert verðið væri fyrir ferðina. Hvað er svona slæmt við það? Farveiturnar þurfa ekki að útiloka það að hér geti núverandi fyrirtæki starfrækt sína þjónustu áfram. Samkeppni á alltaf að vera af hinu góða. Viðskiptavinir fá einfaldlega valfrelsi og munu velja þá þjónustu sem þeim hentar best hverju sinni. Viðreisn vill frelsi á leigubílamarkaði Frelsi á leigubílamarkaði gæti líka hjálpað til við að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir á markaðnum. Við vitum að bílarnir standa oft tómir á virkum dögum en anna svo engan veginn eftirspurninni á álagstímum. Núverandi kerfi er því í raun óhagstætt leigubílstjórunum sjálfum. Við þurfum að nútímavæða þennan markað. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram breytingar á lögum um leigubifreiðar sem aldrei hafa náð fram að ganga. Og hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því? Jú lukkuriddarar frelsisins standa í vegi fyrir þessu einfalda frelsismáli. Hagsmuna hverra eru þeir að gæta? Ekki almennings. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Stjórnsýsla Leigubílar Alþingi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Það er merkilegt að þegar að notendur þjónustunnar vilja breytingar og þegar íslenska ríkið hefur fengið áminningu frá ESA um að íslenska löggjöfin um leigubílamarkaðinni brjóti í bága við EES samninginn, að enn séu stjórnvöld hér ekki tilbúin til þess að hlusta. Hvar er þetta fólk að fela sig sem hélt þriggja daga landsfund undir kjörorðinu „Frelsi“? Það virðist að minnsta kosti ekki kveikja á því að það sé í ríkisstjórn og geti hér breytt í átt að frelsi. Ekki bara frelsismál heldur öryggismál Staðreyndin er sú að þessi mál snúast ekki lengur bara um frelsi. Þetta er orðið spurning um öryggi. Of oft er enga leigubíla að fá. Drukkið fólk gefst upp á biðinni og keyrir jafnvel heim á bílnum sínum sem stóð til að skilja eftir. Ég heyri sérstaklega frá konum að þær upplifi sig óöruggari því þær geta ekki treyst á að finna leigubíl t.d. úr miðbænum um helgar. Nú er veturinn fram undan og biðin eftir leigubíl verður kaldari og kaldari. Um leið hugsa ég að þolinmæði fólks minnki. Oft finnst manni að einu rök þeirra sem standa í vegi fyrir frelsi á leigubílamarkaði séu að það sé svo hættulegt að hver sem er geti sinnt þessari þjónustu. En staðreyndin er að fólk er núna að leita inn á svartan markað, eins og félagar upp á tugþúsundir í skutlarahópum á samfélagsmiðlum sýnir. Þangað fer fólk því leigubílaþjónustan sem er í boði núna mætir ekki eftirspurninni. Þar getur hver sem er tekið að sér að skutla fólki. Alvöru val Ef við hleypum svokölluðum farveitum inn á markaðinn þá væru ferðir skráðar, þú hefðir val um mismundi bíla, tegund bílstjóra og gætir kannað hversu góður bílstjórinn sem þú pantar er. Þú vissir líka fyrir fram hvert verðið væri fyrir ferðina. Hvað er svona slæmt við það? Farveiturnar þurfa ekki að útiloka það að hér geti núverandi fyrirtæki starfrækt sína þjónustu áfram. Samkeppni á alltaf að vera af hinu góða. Viðskiptavinir fá einfaldlega valfrelsi og munu velja þá þjónustu sem þeim hentar best hverju sinni. Viðreisn vill frelsi á leigubílamarkaði Frelsi á leigubílamarkaði gæti líka hjálpað til við að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir á markaðnum. Við vitum að bílarnir standa oft tómir á virkum dögum en anna svo engan veginn eftirspurninni á álagstímum. Núverandi kerfi er því í raun óhagstætt leigubílstjórunum sjálfum. Við þurfum að nútímavæða þennan markað. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram breytingar á lögum um leigubifreiðar sem aldrei hafa náð fram að ganga. Og hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því? Jú lukkuriddarar frelsisins standa í vegi fyrir þessu einfalda frelsismáli. Hagsmuna hverra eru þeir að gæta? Ekki almennings. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar