„Hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 20:00 Þingmaður Pírata segir lögreglu forgangsraða tíma sínum rangt með því að eltast við fólk vegna neysluskammta. Húsleit sé íþyngjandi aðgerð sem lögregla beiti langt fram úr meðalhófi í slíkum málum. Aðgerðir lögreglu, sem gagnrýndar voru í vikunni, sýni brýna þörf á afglæpavæðingu. Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent