Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti Skúli Bragi Geirdal skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar