Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti Skúli Bragi Geirdal skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun