Afruglun á umræðu um brottvísanir Halldór Auðar Svansson skrifar 17. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Hælisleitendur Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun