U19 ára landslið Íslands í fótbolta tapaði 0-2 gegn Frakklandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2023.
Frakkland leiddi 1-0 í hálfleik og bætti svo við öðru marki sínu þegar um 20 mínútur voru eftir.
Byrjunarlið U19 karla sem mætir Frakklandi í undankeppni EM 2023.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 19, 2022
Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í beinni textalýsingu á vef UEFA.https://t.co/PfsQIGweEf
Our U19 men's side starting lineup against France.#fyririsland pic.twitter.com/9P9apDEuWv
Franska liðið firnasterkt en á meðal leikmanna liðsins er ungstirnið Mathys Tel sem hefur gert sig gildandi með þýska stórveldinu Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í vetur.
Íslenska liðið mætir Kasakstan í lokaleik sínum á þriðjudag en Kasakar töpuðu 7-0 gegn Frökkum og 5-2 gegn Skotum. Íslenska liðið hefur þrjú stig eftir 1-0 sigur á Skotum í fyrstu umferð.