Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2022 17:42 Óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um sektir vegna nagladekkja. Andrés Ingi óskaði eftir upplýsingum um hversu oft lögregla hefði sektað ökumenn vegna nagladekkjanotkunar hvert undanfarinna fimma ára, sundurliðað eftir lögregluembættum. Þá óskaði hann sérstaklega eftir upplýsingum um hversu oft sektir hafi verið gefnar út á fyrstu tveimur vikum eftir og síðustu tveimur vikum fyrir það tímabil sem notkun nagladekkja er bönnuð. „Samkvæmt reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Á tímabilinu var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út,“ segir í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurninni. Með svarinu fylgdi taflan sem sjá má hér að neðan, þar sem sektir vegna nagladekkjanotkunar eru sundurliðaðar eftir árum og lögregluembættum. Þar má sjá að langflestar sektir vegna nagladekkjanotkunar síðustu fimm ár hafa verið gefnar út af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og hafa þær aldrei verið fleiri hjá embættinu en í ár. Taflan miðar við stöðuna eins og hún var 6. nóvember síðastliðinn. Skjáskot/Alþingi Hér má lesa svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga í heild sinni. Nagladekk Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um sektir vegna nagladekkja. Andrés Ingi óskaði eftir upplýsingum um hversu oft lögregla hefði sektað ökumenn vegna nagladekkjanotkunar hvert undanfarinna fimma ára, sundurliðað eftir lögregluembættum. Þá óskaði hann sérstaklega eftir upplýsingum um hversu oft sektir hafi verið gefnar út á fyrstu tveimur vikum eftir og síðustu tveimur vikum fyrir það tímabil sem notkun nagladekkja er bönnuð. „Samkvæmt reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Á tímabilinu var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út,“ segir í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurninni. Með svarinu fylgdi taflan sem sjá má hér að neðan, þar sem sektir vegna nagladekkjanotkunar eru sundurliðaðar eftir árum og lögregluembættum. Þar má sjá að langflestar sektir vegna nagladekkjanotkunar síðustu fimm ár hafa verið gefnar út af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og hafa þær aldrei verið fleiri hjá embættinu en í ár. Taflan miðar við stöðuna eins og hún var 6. nóvember síðastliðinn. Skjáskot/Alþingi Hér má lesa svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga í heild sinni.
Nagladekk Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira