Kona fannst látin og tíu enn saknað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 22:47 Mynd úr bænum Casamicciola í dag. Fjöldi bíla fóru með skriðunni í morgun. vísir/ap/Salvatore Laporta Yfirvöld á Ítalíu hafa staðfest að kona hafi fundist látin eftir stóra aurskriðu sem féll yfir hluta bæjarins Casamicciola á eyjunni Ischia í morgun. Tíu er enn saknað. Rignt hafði gríðarlega á eyjunni, sem stendur við Napólíflóa, í alla nótt. Aðstæður við björgunaraðgerðir hafa verið afar erfiðar í dag þar sem haldið hefur áfram að rigna talsvert. Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að átta hefðu látist í aurskriðunni. Það var síðar dregið til baka og nú hafa yfirvöld aðeins staðfest að ein kona hafi fundist látin en tíu sé enn saknað. Íbúar rölta um óþekkjanlegan bæ sinn í dag.vísir/ap Rafmagnslaust er á svæðinu hafa í kring um 30 fjölskyldur setið fastar á heimilum sínum í smábænum Lacco Ameno, við hlið Casamicciola, þar sem nokkrar byggingar hafa hrunið. Um 20 þúsund manns búa á eyjunni en hún er afar vinsæll túristastaður. „Staðan er afar flókin. Mörg húsanna voru rifin upp með rótum í aurskriðunni,“ er haft eftir lögreglustjóranum Tiziano Lagana í erlendum miðlum. Stór hnullungur endaði fyrir utan þessa búð í Casamicciola í skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Hluti þeirra sem var saknað fyrr í dag fundust heilir á húfi við leitaraðgerðir, þar á meðal fjölskylda með nýfætt barn. Einn maður á sjötugsaldri liggur á spítala alvarlega slasaður. Rignt hefur mikið á Ítalíu síðustu vikuna. Sveitarstjóri Ischia segir að flætt hafi talsvert inn í mörg hús en hvergi sé ástandið eins alvarlegt og í Casamicciola þar sem aurskriðan féll. Þrettán létust í flóðum á Marche-svæðinu á meginlandi Ítalíu í síðasta septembermánuði. Mörg húsanna á svæðinu eru á kafi í aur.vísir/ap/Salvatore Laporta Björgunarliðar reyna að hreinsa göturnar af mold.vísir/ap/Salvatore Laporta Bílar skoluðust margir alveg niður að strönd með skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Rignt hafði gríðarlega á eyjunni, sem stendur við Napólíflóa, í alla nótt. Aðstæður við björgunaraðgerðir hafa verið afar erfiðar í dag þar sem haldið hefur áfram að rigna talsvert. Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að átta hefðu látist í aurskriðunni. Það var síðar dregið til baka og nú hafa yfirvöld aðeins staðfest að ein kona hafi fundist látin en tíu sé enn saknað. Íbúar rölta um óþekkjanlegan bæ sinn í dag.vísir/ap Rafmagnslaust er á svæðinu hafa í kring um 30 fjölskyldur setið fastar á heimilum sínum í smábænum Lacco Ameno, við hlið Casamicciola, þar sem nokkrar byggingar hafa hrunið. Um 20 þúsund manns búa á eyjunni en hún er afar vinsæll túristastaður. „Staðan er afar flókin. Mörg húsanna voru rifin upp með rótum í aurskriðunni,“ er haft eftir lögreglustjóranum Tiziano Lagana í erlendum miðlum. Stór hnullungur endaði fyrir utan þessa búð í Casamicciola í skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta Hluti þeirra sem var saknað fyrr í dag fundust heilir á húfi við leitaraðgerðir, þar á meðal fjölskylda með nýfætt barn. Einn maður á sjötugsaldri liggur á spítala alvarlega slasaður. Rignt hefur mikið á Ítalíu síðustu vikuna. Sveitarstjóri Ischia segir að flætt hafi talsvert inn í mörg hús en hvergi sé ástandið eins alvarlegt og í Casamicciola þar sem aurskriðan féll. Þrettán létust í flóðum á Marche-svæðinu á meginlandi Ítalíu í síðasta septembermánuði. Mörg húsanna á svæðinu eru á kafi í aur.vísir/ap/Salvatore Laporta Björgunarliðar reyna að hreinsa göturnar af mold.vísir/ap/Salvatore Laporta Bílar skoluðust margir alveg niður að strönd með skriðunni.vísir/ap/Salvatore Laporta
Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira