Leikskólamálin á Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:31 Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun