Íslensk erfðagreining gæti hlaupið undir bagga í lífsýnarannsóknum í sakamálum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 23:38 Kári bendir á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Vísir/Vilhelm „Ef að það er þörf á okkar getu og kunnáttu og leitað eftir henni þá erum við hér til staðar og reiðubúin að skoða allt milli himins og jarðar,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann telur Íslenska erfðagreiningu fyllilega í stakk búna til að sinna lífsýnarannsóknum í sakamálum hér á landi. Lífsýni í íslenskum sakamálum hafa hingað til verið send til rannsóknar í Svíþjóð á vottuðum rannsóknarstofum. Hrina alvarlega sakamála í Svíþjóð undanfarið hefur hins vegar valdið því að biðtími eftir sýnum hefur lengst og hefur það tafið rannsókn sakamála hérlendis. Sænska rannsóknarstofan annar einfaldlega ekki eftirspurn. Kári ræddi við Reykjavík síðdegis um málið og sagði það vera tiltölulega auðvelt fyrir Íslenska erfðagreiningu að sjá um þessar lífsýnarannsóknir. „Þetta er sú tegund af vinnu sem við erum að vinna öllum stundum, sem er að taka erfðaefni úr fólki og raðgreina það, aðgerðagreina og finna samsvörun á milli sýna. Þannig að þetta væri ekki flókið fyrir okkur.“ Kári bendir á að áður en slíkt gæti átt sér stað þyrfti að ganga frá formlegum atriðum. Til að mynda þyrfti Íslensk erfðagreining að fá viðurkenningu sem formleg rannsóknarstofa á þessu sviði. Það væri lítill vandi. „Það þarf fyrst og fremst vilja til að nýta þá aðstöðu sem hér er. Þegar Svíar vilja fara út í flóknar rannsóknir á erfðaefni þá leita þeir til okkar. Þannig að það hvergi í Norður Evrópu eru menn með sömu getu og við. Þannig að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt.“ Kári segir að um einföld vísindi sé að ræða. Hægt væri að skila niðurstöðum úr rannsóknum innan nokkurra daga. Hann segir það þó ekki vera markmið hjá Íslenskri erfðagreiningu að sinna rannsóknum af þessu tagi. „Það mætti líta á þetta að einhverju leyti sem þegnskyldu, ef menn lenda í vandræðum með þetta í Svíþjóð, en þá þarf að vera vilji fyrir hendi hjá lögreglunni til að nýta þá getu sem við höfum. Einhvern veginn hefur enginn séð ástæðu til að ganga frá málum þannig að það yrði þannig.“ Auðvelt að finna einstaklinga á grundvelli erfðaefnis Hann hefur þó ekki áhuga á að gera Íslenska erfðagreiningu að rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. „Við myndum alls ekki vilja gera það. En okkur þykir vænt um íslenskt samfélag og eins og kom í ljós í Covid þegar þörf er á okkar þjónustu, þegar það sem við getum og kunnum er ekki til staðar annars staðar, þá hlaupum við í skarðið. En það þýðir hins vegar alls ekki að okkur langi að verða einhvers konar sóttvarnarstofnun, og það þýðir heldur ekki að okkur langi til að verða einhvers konar réttarlæknisfræðileg rannsóknarstofa.ׅ“ Kári bendir jafnframt á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Hins vegar þurfi að vera vilji í samfélaginu til að notfæra sér slíkt. „En eins og stendur þá erum við hérna í Vatnsmýrinni að reyna að gera uppgvötanir og lögreglan er í stöðugum viðskiptum við stórkostlega rannsóknarstofu í Svíþjóð sem hreyfir sig tiltölulega hægt.“ Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Lífsýni í íslenskum sakamálum hafa hingað til verið send til rannsóknar í Svíþjóð á vottuðum rannsóknarstofum. Hrina alvarlega sakamála í Svíþjóð undanfarið hefur hins vegar valdið því að biðtími eftir sýnum hefur lengst og hefur það tafið rannsókn sakamála hérlendis. Sænska rannsóknarstofan annar einfaldlega ekki eftirspurn. Kári ræddi við Reykjavík síðdegis um málið og sagði það vera tiltölulega auðvelt fyrir Íslenska erfðagreiningu að sjá um þessar lífsýnarannsóknir. „Þetta er sú tegund af vinnu sem við erum að vinna öllum stundum, sem er að taka erfðaefni úr fólki og raðgreina það, aðgerðagreina og finna samsvörun á milli sýna. Þannig að þetta væri ekki flókið fyrir okkur.“ Kári bendir á að áður en slíkt gæti átt sér stað þyrfti að ganga frá formlegum atriðum. Til að mynda þyrfti Íslensk erfðagreining að fá viðurkenningu sem formleg rannsóknarstofa á þessu sviði. Það væri lítill vandi. „Það þarf fyrst og fremst vilja til að nýta þá aðstöðu sem hér er. Þegar Svíar vilja fara út í flóknar rannsóknir á erfðaefni þá leita þeir til okkar. Þannig að það hvergi í Norður Evrópu eru menn með sömu getu og við. Þannig að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt.“ Kári segir að um einföld vísindi sé að ræða. Hægt væri að skila niðurstöðum úr rannsóknum innan nokkurra daga. Hann segir það þó ekki vera markmið hjá Íslenskri erfðagreiningu að sinna rannsóknum af þessu tagi. „Það mætti líta á þetta að einhverju leyti sem þegnskyldu, ef menn lenda í vandræðum með þetta í Svíþjóð, en þá þarf að vera vilji fyrir hendi hjá lögreglunni til að nýta þá getu sem við höfum. Einhvern veginn hefur enginn séð ástæðu til að ganga frá málum þannig að það yrði þannig.“ Auðvelt að finna einstaklinga á grundvelli erfðaefnis Hann hefur þó ekki áhuga á að gera Íslenska erfðagreiningu að rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. „Við myndum alls ekki vilja gera það. En okkur þykir vænt um íslenskt samfélag og eins og kom í ljós í Covid þegar þörf er á okkar þjónustu, þegar það sem við getum og kunnum er ekki til staðar annars staðar, þá hlaupum við í skarðið. En það þýðir hins vegar alls ekki að okkur langi að verða einhvers konar sóttvarnarstofnun, og það þýðir heldur ekki að okkur langi til að verða einhvers konar réttarlæknisfræðileg rannsóknarstofa.ׅ“ Kári bendir jafnframt á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Hins vegar þurfi að vera vilji í samfélaginu til að notfæra sér slíkt. „En eins og stendur þá erum við hérna í Vatnsmýrinni að reyna að gera uppgvötanir og lögreglan er í stöðugum viðskiptum við stórkostlega rannsóknarstofu í Svíþjóð sem hreyfir sig tiltölulega hægt.“
Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira