Tvöfalda þarf framlag Íslands til þróunarsamvinnu Hópur forsvarsmanna í Frjálsum félagasamtökum í þróunarsamvinnu skrifar 7. desember 2022 14:00 Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Félagasamtök Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar