Söknuður, sorg og sjálfsmildi Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 7. desember 2022 16:01 Á aðfangadag í ár eru 23 ár liðin frá því að faðir minn tók eigið líf. Hann var þá 46 ára og ég 22 ára. Fyrir síðastliðin jól uppgötvaði ég að ég væri búin að lifa jafn lengi með pabba og án pabba. Í sumar voru átta ár síðan mamma dó úr krabbameini og við systkinin vorum orðin foreldralaus. Fyrstu árin eftir sjálfsvíg pabba þá fékk ég alltaf mikinn þunga í sálina þegar leið að jólum. Sérstaklega fannst mér nóvember oft erfiður. En ég ákvað strax eftir að pabbi lést að reyna eins og ég gæti að njóta jólanna enda ólst ég upp við mikla ást til jólanna; mamma hlustandi á jólalögin í útvarpinu allan daginn, amma bakandi 100 sortir og afi að missa sig í jólaseríunum. Nú eru þau öll látin og ég á engin ömmu eða afa á lífi. En það sem ég geri er að reyna eins og ég get að skapa ljúfa jólastemmningu með minni fjölskyldu, taka upp fallegu jólahlutina sem amma og mamma föndruðu, segja sögur af fjölskyldumeðlimum sem eru farnir og minnast þeirra. Það þyrmir yfir marga þegar styttist í jólin og einnig þegar fæðingar- og dánardagar fallinna ástvina nálgast. Síðan getur létt aðeins á fólki þegar dagsetningarnar eru liðnar. Stundum finnst okkur eins og aðrir eigi að skilja eða muna hvers vegna þyrmir yfir okkur á ákveðnum tímum ársins. En annað fólk les ekki hugsanir okkar og því getur stundum verið betra að segja beint út við okkar nánustu eitthvað á þessa leið: “Æ, veistu, núna þyrmdi bara yfir mig saknaðartilfinning, það er svo stutt í dánardaginn/afmælisdaginn/jólin.” Persónulega finnst mér stundum hjálpa aðeins að kveikja á kerti fyrir þá sem ég er að minnast, setja uppáhaldstónlistina þeirra á fóninn og hugsa fallega til þeirra. Á síðastliðnum fimm árum hafa verkefnin sem ég hef unnið að nátengst föður- og móðurmissinum. Ég hef fundið mikla þörf fyrir að sinna sjálfboðastörfum í tengslum við arfgeng krabbamein. Sú vinna tengist minni reynslu að vera BRCA arfberi og lifa með aukinni áhættu á krabbameini og að hafa misst marga aðstandendur úr krabbameini. Minn drifkraftur í þessari vinnu hefur því verið mjög persónulegur og tengist sterkt krabbameini mömmu og því að við vissum ekki um BRCA meinvaldandi breytingu í fjölskyldunni fyrr en það var of seint fyrir nokkra nána fjölskyldumeðlimi. Á fimm mánuðum árið 2014 létust mamma, amma og frændi, öll úr krabbameini. Einnig hafa fleiri fjölskyldumeðlimir greinst með krabbamein. En það er annað verkefni sem ég hef unnið að síðastliðin ár og það er ekki síður persónulegt. Bókin mín Tómið eftir sjálfsvíg – Bjargráð til að lifa með sorginni kom út í apríl á þessu ári. Í bókinni er að finna 12 frásagnir einstaklinga sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi og ég deili minni eigin reynslu af föðurmissinum og að hafa misst vin sem tók eigið líf þegar við vorum unglingar. Með útgáfu bókarinnnar heiðra ég minningu þeirra beggja. Vonandi reynist þessi bók gagnleg þeim sem ganga í gegnum missi eftir sjálfsvíg eða skyndilegan missi og ég vænti þess að lesandinn finni styrk í að sjá hvernig aðrir hafa tekist á við sorgina og tómið sem eftir situr. Í bókinni er einnig að finna kafla með lýsingum sálfræðings á hvernig sé að takast á við að missa ástvin á þennan hátt. Í lokakafla bókarinnar fjöllum við Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir um lífið með sorginni og tökum saman ýmis bjargráð fyrir syrgjendur. Lítið hefur verið til af svona efni á íslensku og með útgáfu þessarar bókar er þeirri miklu þörf vonandi mætt. Eitt besta ráðið sem ég fékk frá einum viðmælenda minna hljómar einfalt en getur oft verið flókið þegar um er að ræða þungt umræðuefni eins og sorg eftir sjálfsvíg en það er að tala, tala og tala. Gefa öðrum hlutdeild í sorg okkar og tilfinningum. Sumir viðmælenda bókarinnar hafa leitað til fagaðila eftir missinn en aðrir ekki. Margir þeirra síðarnefndu hafa þó íhugað það á einhverjum tímapunkti eða séð eftir að hafa ekki gert það. Það er aldrei of seint. Jafnvel mörgum árum eftir andlát getur aðstoð fagaðila eða jafningja reynst þörf og gagnleg. Við getum haft ríka þörf fyrir að ræða þessi mál þegar önnur áföll dynja yfir síðar á lífsleiðinni. Slík áföll kunna að ýfa upp gömul og djúp sár. Það skiptir máli að reyna að láta sorgina ekki verða að stórum steini inni í okkur. Reyna frekar að hugsa þetta eins og stein sem minnkar og mýkist með tímanum, hann getur orðið að demanti eða litríkum steini þegar frá líður. Sjálf fór ég til sálfræðings og hitti hana reglulega á meðan ég var að skrifa bókina. Þessi sjálfsvinna var löngu orðin tímabær og án hennar hefði ég líklega ekki verið í stöðu til að klára bókina, sinna formennsku Brakkasamtakanna og fjölskyldunni minni. Í hreinskilni sagt fór ég langt niður andlega á síðasta ári og var búin að missa trúna á því að ég gæti klárað bókina og sinnt áfram þessum þungu málefnum sem tengjast sjálfsvígum, BRCA og arfgengum krabbameinum. En með því að mæta mér af meira mildi, taka eitt skref í einu og byggja mig upp andlega þá komst ég á annan og betri stað. Munum að sýna sjálfum okkur mildi og hugsa fallega til okkar sjálfra. Komum fram við okkur sjálf eins og við myndum gera við okkar allra besta vin. Ég lít tilbaka yfir árið og fyllist auðmýkt og þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig í skrifunum og á vegferðinni í tengslum við bókina og brakkann. Mitt markmið er að njóta samveru með mínum nánustu á aðventunni og um jólin. Einnig að heyra í fjölskyldu og vinum nær og fjær með hjálp tækninnar. Höfundur sinnir sjálfboða- og ritstörfum frá heimili sínu í Maryland, Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á aðfangadag í ár eru 23 ár liðin frá því að faðir minn tók eigið líf. Hann var þá 46 ára og ég 22 ára. Fyrir síðastliðin jól uppgötvaði ég að ég væri búin að lifa jafn lengi með pabba og án pabba. Í sumar voru átta ár síðan mamma dó úr krabbameini og við systkinin vorum orðin foreldralaus. Fyrstu árin eftir sjálfsvíg pabba þá fékk ég alltaf mikinn þunga í sálina þegar leið að jólum. Sérstaklega fannst mér nóvember oft erfiður. En ég ákvað strax eftir að pabbi lést að reyna eins og ég gæti að njóta jólanna enda ólst ég upp við mikla ást til jólanna; mamma hlustandi á jólalögin í útvarpinu allan daginn, amma bakandi 100 sortir og afi að missa sig í jólaseríunum. Nú eru þau öll látin og ég á engin ömmu eða afa á lífi. En það sem ég geri er að reyna eins og ég get að skapa ljúfa jólastemmningu með minni fjölskyldu, taka upp fallegu jólahlutina sem amma og mamma föndruðu, segja sögur af fjölskyldumeðlimum sem eru farnir og minnast þeirra. Það þyrmir yfir marga þegar styttist í jólin og einnig þegar fæðingar- og dánardagar fallinna ástvina nálgast. Síðan getur létt aðeins á fólki þegar dagsetningarnar eru liðnar. Stundum finnst okkur eins og aðrir eigi að skilja eða muna hvers vegna þyrmir yfir okkur á ákveðnum tímum ársins. En annað fólk les ekki hugsanir okkar og því getur stundum verið betra að segja beint út við okkar nánustu eitthvað á þessa leið: “Æ, veistu, núna þyrmdi bara yfir mig saknaðartilfinning, það er svo stutt í dánardaginn/afmælisdaginn/jólin.” Persónulega finnst mér stundum hjálpa aðeins að kveikja á kerti fyrir þá sem ég er að minnast, setja uppáhaldstónlistina þeirra á fóninn og hugsa fallega til þeirra. Á síðastliðnum fimm árum hafa verkefnin sem ég hef unnið að nátengst föður- og móðurmissinum. Ég hef fundið mikla þörf fyrir að sinna sjálfboðastörfum í tengslum við arfgeng krabbamein. Sú vinna tengist minni reynslu að vera BRCA arfberi og lifa með aukinni áhættu á krabbameini og að hafa misst marga aðstandendur úr krabbameini. Minn drifkraftur í þessari vinnu hefur því verið mjög persónulegur og tengist sterkt krabbameini mömmu og því að við vissum ekki um BRCA meinvaldandi breytingu í fjölskyldunni fyrr en það var of seint fyrir nokkra nána fjölskyldumeðlimi. Á fimm mánuðum árið 2014 létust mamma, amma og frændi, öll úr krabbameini. Einnig hafa fleiri fjölskyldumeðlimir greinst með krabbamein. En það er annað verkefni sem ég hef unnið að síðastliðin ár og það er ekki síður persónulegt. Bókin mín Tómið eftir sjálfsvíg – Bjargráð til að lifa með sorginni kom út í apríl á þessu ári. Í bókinni er að finna 12 frásagnir einstaklinga sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi og ég deili minni eigin reynslu af föðurmissinum og að hafa misst vin sem tók eigið líf þegar við vorum unglingar. Með útgáfu bókarinnnar heiðra ég minningu þeirra beggja. Vonandi reynist þessi bók gagnleg þeim sem ganga í gegnum missi eftir sjálfsvíg eða skyndilegan missi og ég vænti þess að lesandinn finni styrk í að sjá hvernig aðrir hafa tekist á við sorgina og tómið sem eftir situr. Í bókinni er einnig að finna kafla með lýsingum sálfræðings á hvernig sé að takast á við að missa ástvin á þennan hátt. Í lokakafla bókarinnar fjöllum við Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir um lífið með sorginni og tökum saman ýmis bjargráð fyrir syrgjendur. Lítið hefur verið til af svona efni á íslensku og með útgáfu þessarar bókar er þeirri miklu þörf vonandi mætt. Eitt besta ráðið sem ég fékk frá einum viðmælenda minna hljómar einfalt en getur oft verið flókið þegar um er að ræða þungt umræðuefni eins og sorg eftir sjálfsvíg en það er að tala, tala og tala. Gefa öðrum hlutdeild í sorg okkar og tilfinningum. Sumir viðmælenda bókarinnar hafa leitað til fagaðila eftir missinn en aðrir ekki. Margir þeirra síðarnefndu hafa þó íhugað það á einhverjum tímapunkti eða séð eftir að hafa ekki gert það. Það er aldrei of seint. Jafnvel mörgum árum eftir andlát getur aðstoð fagaðila eða jafningja reynst þörf og gagnleg. Við getum haft ríka þörf fyrir að ræða þessi mál þegar önnur áföll dynja yfir síðar á lífsleiðinni. Slík áföll kunna að ýfa upp gömul og djúp sár. Það skiptir máli að reyna að láta sorgina ekki verða að stórum steini inni í okkur. Reyna frekar að hugsa þetta eins og stein sem minnkar og mýkist með tímanum, hann getur orðið að demanti eða litríkum steini þegar frá líður. Sjálf fór ég til sálfræðings og hitti hana reglulega á meðan ég var að skrifa bókina. Þessi sjálfsvinna var löngu orðin tímabær og án hennar hefði ég líklega ekki verið í stöðu til að klára bókina, sinna formennsku Brakkasamtakanna og fjölskyldunni minni. Í hreinskilni sagt fór ég langt niður andlega á síðasta ári og var búin að missa trúna á því að ég gæti klárað bókina og sinnt áfram þessum þungu málefnum sem tengjast sjálfsvígum, BRCA og arfgengum krabbameinum. En með því að mæta mér af meira mildi, taka eitt skref í einu og byggja mig upp andlega þá komst ég á annan og betri stað. Munum að sýna sjálfum okkur mildi og hugsa fallega til okkar sjálfra. Komum fram við okkur sjálf eins og við myndum gera við okkar allra besta vin. Ég lít tilbaka yfir árið og fyllist auðmýkt og þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig í skrifunum og á vegferðinni í tengslum við bókina og brakkann. Mitt markmið er að njóta samveru með mínum nánustu á aðventunni og um jólin. Einnig að heyra í fjölskyldu og vinum nær og fjær með hjálp tækninnar. Höfundur sinnir sjálfboða- og ritstörfum frá heimili sínu í Maryland, Bandaríkjunum.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun