Mette Frederiksen sögð hafa tekið kröftuga hægri beygju Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2022 19:59 Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen kynnir nýja ríkisstjórn sína við Amalienborg ásamt oddvitum samstarfsflokkanna, varnarmálaráðherranum Jakob Ellemann-Jensen og utanríkisráðherranum Lars Løkke Rasmussen. Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Ný þriggja flokka ríkisstjórn Mette Frederiksen, leiðtoga jafnaðarmanna, tók við völdum í Danmörku í dag. Stjórnarskiptin þykja söguleg þar sem þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem Danir fá ríkisstjórn yfir miðjuna í samstarfi vinstri, miðju og hægri flokka. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Mette Frederiksen birtist í dyrum Amalienborgar í Kaupmannahöfn með ráðherrahópinn eftir að hafa kynnt Margréti Danadrottningu ríkisstjórn sína í morgun. Við hlið hennar stóðu leiðtogar nýju samstarfsflokkanna, þeir Jakob Ellemann-Jensen, sem verður varnarmálaráðherra, og Lars Løkke Rasmussen, sem verður utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn Danmerkur framan við Amalienborg að loknum ríkisráðsfundi með Margréti Danadrottningu. 23 ráðherrar skipa stjórnina, ellefu frá Sósíaldemókrötum, sjö frá Venstre og fimm frá Moderaterne. Fjármálaráðuneytið kom í hlut Sósíaldemókrata.Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Venjan í Danmörku, eins og í Noregi og Svíþjóð, hefur verið sú að þar væri annaðhvort vinstri eða hægri stjórn. Með því að velja núna samstarf yfir miðjuna með miðju og hægri flokkum hefur Mette Frederiksen brotið upp þetta hefðbundna mynstur og sagði Mai Villadsen, talsmaður Enhedslisten, eins vinstri flokkanna, að Mette hefði núna tekið kröftuga hægri beygju. „Við stöndum frammi fyrir þeirri sérstöku stöðu að nú er komin við völd ríkisstjórn með meirihluta,“ sagði Mette Frederiksen á fundi með fréttamönnum í forsætisráðherrabústaðnum Marienborg. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmálann í gær.AP Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre en þrátt fyrir nafnið telst flokkurinn vera til hægri. „Danmörk fær nú nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem fæstir trúðu að yrði til fyrir kosningarnar. Ég hafði heldur ekki trú á því,“ sagði Jakob Ellemann-Jensen. Endurkoma Lars Løkke í ríkisstjórn þykir athyglisverð en í kosningunum stýrði hann flokknum Moderaterne, klofningsframboði úr Venstre, og hafði áður tvívegis leitt hægri stjórnir sem forsætisráðherra. „Að vera með í að skapa nýja stjórn fyrir Danmörku er þrátt fyrir allt frelsandi augnablik,“ sagði Lars Løkke Rasmussen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Mette Frederiksen birtist í dyrum Amalienborgar í Kaupmannahöfn með ráðherrahópinn eftir að hafa kynnt Margréti Danadrottningu ríkisstjórn sína í morgun. Við hlið hennar stóðu leiðtogar nýju samstarfsflokkanna, þeir Jakob Ellemann-Jensen, sem verður varnarmálaráðherra, og Lars Løkke Rasmussen, sem verður utanríkisráðherra. Ný ríkisstjórn Danmerkur framan við Amalienborg að loknum ríkisráðsfundi með Margréti Danadrottningu. 23 ráðherrar skipa stjórnina, ellefu frá Sósíaldemókrötum, sjö frá Venstre og fimm frá Moderaterne. Fjármálaráðuneytið kom í hlut Sósíaldemókrata.Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix, AP Venjan í Danmörku, eins og í Noregi og Svíþjóð, hefur verið sú að þar væri annaðhvort vinstri eða hægri stjórn. Með því að velja núna samstarf yfir miðjuna með miðju og hægri flokkum hefur Mette Frederiksen brotið upp þetta hefðbundna mynstur og sagði Mai Villadsen, talsmaður Enhedslisten, eins vinstri flokkanna, að Mette hefði núna tekið kröftuga hægri beygju. „Við stöndum frammi fyrir þeirri sérstöku stöðu að nú er komin við völd ríkisstjórn með meirihluta,“ sagði Mette Frederiksen á fundi með fréttamönnum í forsætisráðherrabústaðnum Marienborg. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmálann í gær.AP Jakob Ellemann-Jensen er formaður Venstre en þrátt fyrir nafnið telst flokkurinn vera til hægri. „Danmörk fær nú nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem fæstir trúðu að yrði til fyrir kosningarnar. Ég hafði heldur ekki trú á því,“ sagði Jakob Ellemann-Jensen. Endurkoma Lars Løkke í ríkisstjórn þykir athyglisverð en í kosningunum stýrði hann flokknum Moderaterne, klofningsframboði úr Venstre, og hafði áður tvívegis leitt hægri stjórnir sem forsætisráðherra. „Að vera með í að skapa nýja stjórn fyrir Danmörku er þrátt fyrir allt frelsandi augnablik,“ sagði Lars Løkke Rasmussen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03 Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53 Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Løkke verður utanríkisráðherra Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, hægriflokksins Venstre og miðjuflokksins Moderaterne í morgun. 15. desember 2022 09:03
Afnema einn frídag og setja kolefnisskatt á landbúnaðinn Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn. 14. desember 2022 11:53
Mette myndar ríkisstjórn með Venstre og Moderaterne Jafnaðarmannaflokkurinn, hægriflokkurinn Venstre og miðjuflokkurinn Moderaterne hafa myndað ríkisstjórn með Mette Frederiksen í forystu. Frederiksen fundaði með drottningunni fyrr í kvöld. 13. desember 2022 19:32