Áhugamálið varð að atvinnu: Frá Egilsstöðum um alla Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2022 07:00 Stefán Númi Stefánsson er eini íslenski atvinnumaðurinn í amerískum fótbolta. Vísir/Sigurjón Stefán Númi Stefánsson er eini atvinnumaður Íslands í amerískum fótbolta og leikur með stórliði Potsdam Royals í Þýskalandi. Sem ungur drengur á Egilsstöðum óraði hann ekki fyrir því að komast á þann stað sem hann er á í dag. Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Stefán Númi er uppalinn á Egilsstöðum þar sem fátt er um tækifæri til að spila amerískan fótbolta. Hann hefur fylgst vel með NFL-deildinni vestanhafs frá æsku en það var ekki fyrr en hann fór til Danmerkur sem hann gat æft íþróttina. „Ég fór í lýðháskóla í Danmörku og kynntist því þar að það er keppt í amerískum fótbolta í Evrópu. Út frá því kviknaði áhuginn, ég fékk svo samning úti og hér er ég í dag,“ „Ég er búinn að fylgjast með háskólaboltanum og NFL í fleiri ár, alveg frá því að ég var pínulítill. Eftir að hafa séð þetta í fréttum hjá Stöð 2 eða hvernig sem þetta var og hef síðan alveg verið fangaður af þessu,“ segir Stefán. „Þetta var svo líkamlegt og átökin í þessu hrifu mig alveg frá fyrstu stundu,“ Klippa: Upplifir ólíklegan draum Það var honum því kærkomið að finna stað þar sem hann gat stundað íþróttina sem hann elskaði. „Algjörlega. Það er ekki mikið sem þú getur gert hérna á Íslandi annað en að spila handbolta eða körfubolta. Það eru, jú, ákveðin átök þar, en það er ekki það sama,“ segir Stefán. Hefur spilað út um alla Evrópu Eftir þau fyrstu skref í Danmörku var ferillinn fljótur að vinda upp á sig. „Eins og ég segi, byrjaði í Danmörku, fæ þaðan samning á Spáni, hjá Mallorca, en það var í miðju COVID þannig að við vorum sendir heim. Tímabilið var bara stoppað. Eftir það fór ég aftur til Danmerkur en fékk svo samning hjá einu af bestu liðunum í Evrópu, hjá Swarco Raiders í Austurríki,“ „Við urðum Austurríkismeistarar þar og út frá því fékk ég samning við að spila í Þýskalandi hjá liði sem heitir Potsdam Royals. Við fórum taplausir í gegnum þetta tímabil, allt þar til komið var í úrslitaleikinn,“ segir Stefán. „Því miður töpuðum við honum. Fengum alveg góða flengingu þar,“ Allt hægt þegar maður gerir það sem maður elskar En óraði Stefán fyrir því að hann kæmist á þennan stað sem hann er á í dag? „Nei, alls ekki. Maður bjóst ekki við því. En þetta sannar það bara að um leið og maður hoppar út í eitthvað sem maður elskar að gera, þá getur allt gerst,“ Aðspurður um hvort hann sé að upplifa drauminn segir Stefán: „Það fer að koma að því. Ég held það. Við skulum sjá hvað gerist, kannski kemst maður einn daginn í NFL, maður veit aldrei,“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Múlaþing Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira