Hvernig líður fólki í orkugeiranum? Hildur Harðardóttir skrifar 22. desember 2022 07:31 Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar