Eins og að hoppa út í djúpu laugina Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2022 10:04 Vigdís Finnbogadóttir situr nú á friðarstóli tuttugu og sex árum eftir að hún lét af embætti forseta Íslands. Hún er bjartsýn fyrir hönd ungu kynslóðarinnar og þakklát fyrir viðburðaríkt líf. Vísir/Vilhelm Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld. Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður átti ítarlegt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem nú situr 92 ára gömul á friðarstóli. Tuttugu og sex ár eru frá því Vigdís lét af embætti og í viðtalinu er farið yfir námsár hennar í Frakklandi, leikhúsferilinn í leikfélaginu Grímu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og aðdraganda þess að hún var fyrst kvenna í heiminum kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. „Ég fékk bréf frá sjómönnum og það er það merkilega við það. Sjómenn á togara úti á rúmsjó. Það átti að fara að kjósa forseta og ég fékk skeyti frá sjómönnum á Guðbjarti, langt skeyti sem þeir undirrituðu allir nöfnin sín. Hérna er stigi upp á dekk hjá mér sem við köllum og ég man alltaf þegar ég samþykkti þetta þá hoppaði ég niður stigann. Eins og ég væri að hoppa út í djúpu laugina,“ rifjar Vigdís upp með augljósri hlýju. Vigdís Finnbogadóttir fer yfir feril sinn allt frá því hún hélt 19 ára til háskólanáms í Frakklandi til dagsins í dag í ítarlegu og skemmtilegu viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/Vilhelm, Kjör Vigdísar vakti heimsathygli og á sextán árum á forsetastóli hitti hún marga helstu leiðtoga heims. Þeirra og meðal voru Mikhail Gorbatsjof síðasti leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna þegar þeir komu til leiðtogafundar í Reykjavík 1986. Hún hitti Reagan síðar með fulltrúum hinna Norðurlandanna í Hvíta húsinu þar sem Bandaríkjaforseti ávarpaði hana. „Ég veit um ást þína frú forseti á bókmenntum og leikhúsi. Sem maður sem deilir svipuðum bakgrunni; ég ætla ekki að segja þér frá Bedtime for Bonzo, var ég líka kjörinn forseti," sagði Reagan og sló á létta strengi en vitnaði svo til Eddukvæða um orðstír sem sem aldrei deyr. Vigdís segir 26. grein stjórnarskrárinnar sem heimilar forseta að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu ekki dauðan bókstaf. Forseti hverju sinni ætti hins vegar að virða vilja meirihluta Alþingis. „Frá mínu sjónarhorni á forsetinn ekki að setja sig upp á móti því sem þingið gerir. Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,“ segir Vigdís meðal annars um eðli og takmörk forsetaembættisins. Ekki missa af einstöku viðtali Heimis Más við Vigdísi Finnbogadóttur á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld.
Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira