Fara stefnur fyrirtækja sömu leið og áramótaheitin? Hildur Magnúsdóttir og Sigvaldi Egill Lárusson skrifa 28. desember 2022 07:01 Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að þeim tíma þar sem margir setja sér áramótaheit sem endurspegla háleit markmið fyrir komandi ár. Hugsanlega eru í leiðinni rifjuð upp markmið síðasta árs ef þau eru ekki alveg gleymd og þá gjarnan endurnýjuð. Það má segja að áramótaheitum svipi að mörgu leiti til stefnu fyrirtækja. Flest ef ekki öll fyrirtæki setja sér stefnu og tjalda gjarnan talsverðu til með stefnumótunardegi og þátttöku stjórnenda ef ekki allra starfsmanna. Rannsóknir benda þó til þess að stefnur endi oft eins og ármótaheitin; fyrnist fljótt í hita og þunga dagsins. Hvort sem um er að ræða áramótaheit eða stefnur fyrirtækja, þá er ásetningurinn góður. Allir sem setja sér áramótaheit vilja bæta eitthvað hjá sér, fleiri stundir með fjölskyldu og vinum, meiri hreyfing eða breytt mataræði eru vinsæl heit. Á sama hátt er tilgangurinn með stefnum fyrirtækja, , hvort sem um er að ræða heildarstefnu fyrirtækis, sjálfbærnistefnu eða mannauðsstefnu, að bæta núverandi stöðu. Það getur sannarlega verið svekkjandi að horfa til baka á uppsöfnuð óefnd áramótaheit. Að sama skapi getur það verið svekkjandi fyrir starfsmenn fyrirtækja að taka eingöngu þátt í stefnumótuninni og fá svo ekki tækifæri til að koma að innleiðingu stefnunnar og upplifa að athafnir og efndir fylgi ekki orðum. Hvort sem það er áramótaheit eða stefnur fyrirtækja er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd. Áramótaheit um aukna hreyfingu er jú bara áramótaheit og til lítils gagns ef við komum því ekki í framkvæmd og fylgjum eftir með því að auka hreyfingu í verki. Það sama á við um stefnurnar. Við vitum öll, að það að setja sér loftlagsstefnu minnkar ekki útblástur gróðurhúsalofttegunda eitt og sér, það þarf að framkvæma og fylgja stefnunni eftir með aðgerðum sem draga úr útblæstri og stuðla þannig að því að við náum markmiðum stefnunnar. Á tímum óvissu og þar sem breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú, er markviss innleiðing stefnu jafnvel mikilvægari en stefnumótunin sjálf. Vel heppnuð innleiðing stefnu hefur jákvæð áhrif á menningu fyrirtækja þar sem starfmenn vinna saman að sameiginlegu markmiði með mælanlegan og sýnilegan árangur. Við getum ákveðið að á árinu 2023 ætlum við að fylgja stefnunni betur eftir, vinna með markvissum hætti að því að innleiða hana með aðgerðum sem styðja við ferlið og setja niður mælikvarða sem æskilegt er að fylgjast með. En af hverju ekki að byrja strax? Tólf mánuðir eru fljótir að líða og í stað þess að bíða til seinni hluta ársins 2023 með að innleiða stefnuna, afhverju ekki að nýta fyrstu mánuði ársins til að koma okkur af stað og reyna að tryggja að okkar fyrirtæki verði ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem stinga stefnunni ofan í skúffu án þess að koma henni í framkvæmd. Flest öll erum við með dagskipulag og skráningu yfir fundi í dagatalinu í tölvupóstinum í stað þess að skrifa þau niður á pappír, margir eru með app til að halda utan um hreyfingu, jafnvel mataræði og við notum margvíslegan hugbúnað til að hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar. En hvað þá með stefnuna? Hvað notum við til að halda okkur við efnið, fylgja eftir og innleiða þá stefnu sem við höfum sett okkur? Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að fylgja eftir stefnunni á nýju ári? Höfundar eru starfsmenn DecideAct Solutions.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar