Mbl.is greinir frá því að lögreglan sé róleg yfir málinu og búið sé að rýma svæðið sem taskan fannst á.
Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa hjá Isavia, segir í samtali við fréttastofu Vísis að búið sé að aflétta aðgerðunum. Lögregla hafi lokið störfum á vettvangi og hlutir komnir í eðlilegt horf að nýju.