Þægileg innivinna Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri. Ágreiningmál og stefnumunur milli flokkana, sem mátti svo augljóslega merkja fyrir kosningarnar 2017, var allur lagður til hliðar til að geta myndað ríkisstjórn án ágreinings, hvernig sem það svo hefur tekist. En þó að þetta sé staðan eru alþingismenn og ráðherrar einstaka sinnum að tjá sig um það sem þeim býr raunverulega í brjósti, stundum gera þeir það í ræðustól Alþingis og stundum í fjölmiðlimum. En það er ekkert að marka það sem þeir segja, því það er fyrir löngu búið að kippa allri pólitík úr sambandi til að þessir flokkar geti setið saman í stjórn þar sem þeir mynda ríkisstjórn umbúða en með engu innihaldi. Frekjuköst eða fýlugangur stjórnaliða eru oftast látinn afskiptalaus en þeir fyrirferðamestu sendir í skammakrókinn þangað til gullfiskaminni fjölmiðla fjarar út. Á meðan mallar kerfið og báknið þenst út sem aldrei fyrr í umboði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem Sigurð Ingi fær að fljóta með. Allir eru rosa happý þó halli ríkissjóðs sé í sögulegu, já sögulegu hámarki og ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti úr kútnum fyrr árið 2027. Ég endurtek, 2027! Hver trúir því? Getur verið að pólitísk stefnumál ríkistjórnarflokkana séu komin í glatkistuna eða 110 ára kistu Jóhönnu og Steingríms? Er það lýðræðislega réttlátt að þegar hinn almenni kjósandi velur sér flokk í kjörklefanum, af því að honum líst sæmilega á áherslur flokksins, en kemst svo að því að þessar áherslur eru að engu hafðar er flokkurinn, sem hann kaus, rífur þessar sömu áherslur þegar hann myndar ríkisstjórn með flokkum sem eru með allt aðrar áherslur gagnvart sínum kjósendum? Er það lýðræðislegt? Þegar svo útþynntur stjórnasáttmálinn er undirritaður af formönnum hinnar nýju ríkistjórnar, skipta menn á milli sín ráðherrastólum og deila svo út ráðherraheitum sjálfum sér til vegsauka og skrauts. Oft koma mér í hug orð Nelson Mandela er hann var spurður, þá nýkominn úr margra ára fangelsi vegna andstöðu sinnar við kynþáttaskilnaðarstefnu: Hefur þú trú á manninum? Já það kemur ekkert annað til greina, svaraði Mandela. Undirritaður þarf stundum að minna sig á þetta til að fá vind í seglin. Almenningur verður að standa vörð um lýðræðið og veita valdhöfum aðhald. Til þess að grundvallaratriði lýðræðisins geti notið sín verða einstaklingarnir að hafa athafnafrelsi og skoðanafrelsi. Að vera stjórnmálamaður á ekki að vera þægileg innivinna þar sem ríkisstjórn með útþynntan stjórnarsáttmála hallar sér aftur í ráðherrastólunum og lætur kerfið stjórna. Það er misnotkun á lýðræðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun