Gleði og sorg á tímum vantrúar Skúli Ólafsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun