Ár uppbyggingar og mikilla áskorana Skúli Helgason skrifar 30. desember 2022 08:42 Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu. Nýjar umsóknir um leikskólapláss voru mun fleiri en árið áður, nýtanlegum plássum í sjálfstætt starfandi leikskólum fækkaði verulega vegna myglumála og mikil aukning varð í fjölda barna á leikskólaaldri með umsóknir um alþjóðlega vernd ekki síst vegna innrásarinnar í Úkraínu. Uppskera ársins varð því mun rýrari en efni stóðu til varðandi það að geta boðið yngri börnum í leikskóla. Það má því segja að sterkir kraftar hafi togað í gagnstæðar áttir á árinu – annars vegar meiri uppbygging en áður hefur þekkst með fjölgun nýrra leikskólaplássa en hins vegar ótrúlega krefjandi áskoranir sem ekki eiga sér fordæmi á einu og sama árinu. Eftir sem áður er stefnan óbreytt – að bjóða börnum í leikskóla að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi en það mun taka lengri tíma en áætlað var að ná settu marki. Mesta uppbyggingin í 90 ár Þrátt fyrir að dráttur verði á hátíðahöldum af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar er hægt að fagna góðum áfangasigrum en alls opnuðu 6 nýir leikskólar í Reykjavik á árinu með pláss fyrir um 600 börn. Þetta mun vera mesta uppbygging á einu ári í 90 ára sögu leikskólastarfs í höfuðborginni. Nýju leikskólarnir eru Ævintýraborgir við Eggertsgötu, Nauthólsveg og Vogabyggð, ungbarnaleikskóli við Bríetartún, nýr leikskóli undir merkjum Múlaborgar við Ármúla og síðast en ekki síst nýr glæsilegur leikskóli við Kleppsveg undir merkjum Brákaborgar. Þessu til viðbótar tókum við í notkun viðbótarhúsnæði við leikskólana Funaborg í Grafarvogi, þar sem sett var upp skemmtilegt skógarhús á einu fallegustu leikskólalóð í borginni og nýjar leikskóladeildir við leikskólana Gullborg og Hagaborg í Vesturbænum. Hluti nýju plássanna í sumum þessara leikskóla er í dag nýttur undir börn á leikskólum í húsnæðisvanda en það er tímabundið ástand sem mun losna um á komandi mánuðum og misserum eftir því sem viðhaldsframkvæmdum og endurbótum miðar áfram til verkloka. Nýir leikskólar á árinu 2023 Á næstu tveimur mánuðum verða teknar ákvarðanir um ný uppbyggingarverkefni leikskóla en þar eru ýmsir möguleikar til skoðunar m.a. í Breiðholti, Fossvogi, Laugardal, Vesturbæ, á miðborgarsvæðinu og víðar. Nýr ungbarnaleikskóli mun opna á Hallgerðargötu við Kirkjusand um miðbik næsta árs fyrir 60 börn. Um svipað leyti er áætlað að leikskóli af sömu stærð opni á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg. Stækkun leikskólans Laugasólar í Laugardal er á áætlun á síðari helmingi ársins en þar er stefnt að fjölgun plássa um nærri 50. Til stendur að taka í notkun Ævintýraborgir í Fossvogi og víðar á árinu sem geti þjónað á þriðja hundrað börnum hið minnsta til viðbótar við það sem að ofan var nefnt. Alls er stefnt að því að fjölga plássum um 450-500 á komandi ári. Atgervisflótti hamlar vexti Ýmsar ytri aðstæður hafa reynst leikskólastarfinu þungar í skauti síðustu árin til viðbótar við húsnæðismálin og mikla fjölgun umsókna. Mannekla er stærsta áskorunin sem steðjar að leikskólastarfi í landinu og ný gögn frá Félagi leikskólakennara staðfesta að í tengslum við lagabreytingu Alþingis um eitt leyfisbréf kennara hafa hvorki fleiri né færri en 300 leikskólakennarar á landsvísu skipt um starfsvettvang og flutt sig yfir í grunnskólakennslu. Það er mikil blóðtaka fyrir þessa mikilvægu fagstétt og bætist við þá miklu fækkun sem varð í hópi kennaranema í kjölfar lengingar námsins 2008. Uppbygging nýtist líka starfsfólki Leikskólastarf í Reykjavík er í senn ein mikilvægasta grunnþjónusta borgarinnar en jafnframt viðkvæm starfsemi sem kallar á stöðugt endurmat og umbætur varðandi vinnuumhverfi og aðbúnað. Með húsnæðisuppbyggingunni skapast tækifæri til að taka úr notkun húsnæði sem komið er til ára sinna og skipta því út fyrir nýtt sem svarar betur kröfum um fjölbreytt leikskólastarf og góðan aðbúnað á 21. öldinni. Bættur húsnæðiskostur leikskóla í borginni gagnast því ekki aðeins nýjum leikskólabörnum og foreldrum þeirra heldur líka starfsfólki leikskólanna enda er eitt af markmiðum leikskólauppbyggingarinnar að auka gæði leikskólahúsnæðis og þar með starfsumhverfis fyrir starfsfólk og börn. Það er til mikillar fyrirmyndar hve vel leikskólastjórar og starfsfólk mæta þörfum barnanna fyrir menntun og atlæti og var sannarlega aðdáunarvert hve starfsfólkið leysti vel úr flóknum aðstæðum sem heimsfaraldurinn skapaði. Meirihlutinn í borginni mun áfram leggja áherslu á bætt vinnuumhverfi leikskólanna á komandi misserum rétt eins og gert hefur verið undanfarin ár einkum frá árinu 2018. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki leikskólanna í borginni fyrir gríðarlegan dugnað og elju, sveigjanleika og fagmennsku á árinu sem er að líða við lausn þeirra afar krefjandi viðfangsefna sem mætt hafa þeim í starfinu. Börnin í borginni eiga sannarlega góða að og stefnan er sett á að bæta enn frekar aðbúnað og umgjörð leikskólastarfsins í borginni. Gleðilega hátíð og megi nýja árið verða landsmönnum farsælt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Skúli Helgason Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 2022 hefur verið ár mikillar uppbyggingar í borginni en líka fordæmalausra skakkafalla sem hafa seinkað fyrirætlunum um bætta þjónustu. Hvergi hefur þetta birst með eins skýrum hætti og í leikskólamálunum þar sem fleiri nýir leikskólar opnuðu en nokkru sinni fyrr en að sama skapi fækkaði til muna nýtanlegum plássum í leikskólum vegna viðhaldsframkvæmda og vinnu við að fjarlægja rakaskemmdir og myglu. Nýjar umsóknir um leikskólapláss voru mun fleiri en árið áður, nýtanlegum plássum í sjálfstætt starfandi leikskólum fækkaði verulega vegna myglumála og mikil aukning varð í fjölda barna á leikskólaaldri með umsóknir um alþjóðlega vernd ekki síst vegna innrásarinnar í Úkraínu. Uppskera ársins varð því mun rýrari en efni stóðu til varðandi það að geta boðið yngri börnum í leikskóla. Það má því segja að sterkir kraftar hafi togað í gagnstæðar áttir á árinu – annars vegar meiri uppbygging en áður hefur þekkst með fjölgun nýrra leikskólaplássa en hins vegar ótrúlega krefjandi áskoranir sem ekki eiga sér fordæmi á einu og sama árinu. Eftir sem áður er stefnan óbreytt – að bjóða börnum í leikskóla að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi en það mun taka lengri tíma en áætlað var að ná settu marki. Mesta uppbyggingin í 90 ár Þrátt fyrir að dráttur verði á hátíðahöldum af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar er hægt að fagna góðum áfangasigrum en alls opnuðu 6 nýir leikskólar í Reykjavik á árinu með pláss fyrir um 600 börn. Þetta mun vera mesta uppbygging á einu ári í 90 ára sögu leikskólastarfs í höfuðborginni. Nýju leikskólarnir eru Ævintýraborgir við Eggertsgötu, Nauthólsveg og Vogabyggð, ungbarnaleikskóli við Bríetartún, nýr leikskóli undir merkjum Múlaborgar við Ármúla og síðast en ekki síst nýr glæsilegur leikskóli við Kleppsveg undir merkjum Brákaborgar. Þessu til viðbótar tókum við í notkun viðbótarhúsnæði við leikskólana Funaborg í Grafarvogi, þar sem sett var upp skemmtilegt skógarhús á einu fallegustu leikskólalóð í borginni og nýjar leikskóladeildir við leikskólana Gullborg og Hagaborg í Vesturbænum. Hluti nýju plássanna í sumum þessara leikskóla er í dag nýttur undir börn á leikskólum í húsnæðisvanda en það er tímabundið ástand sem mun losna um á komandi mánuðum og misserum eftir því sem viðhaldsframkvæmdum og endurbótum miðar áfram til verkloka. Nýir leikskólar á árinu 2023 Á næstu tveimur mánuðum verða teknar ákvarðanir um ný uppbyggingarverkefni leikskóla en þar eru ýmsir möguleikar til skoðunar m.a. í Breiðholti, Fossvogi, Laugardal, Vesturbæ, á miðborgarsvæðinu og víðar. Nýr ungbarnaleikskóli mun opna á Hallgerðargötu við Kirkjusand um miðbik næsta árs fyrir 60 börn. Um svipað leyti er áætlað að leikskóli af sömu stærð opni á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg. Stækkun leikskólans Laugasólar í Laugardal er á áætlun á síðari helmingi ársins en þar er stefnt að fjölgun plássa um nærri 50. Til stendur að taka í notkun Ævintýraborgir í Fossvogi og víðar á árinu sem geti þjónað á þriðja hundrað börnum hið minnsta til viðbótar við það sem að ofan var nefnt. Alls er stefnt að því að fjölga plássum um 450-500 á komandi ári. Atgervisflótti hamlar vexti Ýmsar ytri aðstæður hafa reynst leikskólastarfinu þungar í skauti síðustu árin til viðbótar við húsnæðismálin og mikla fjölgun umsókna. Mannekla er stærsta áskorunin sem steðjar að leikskólastarfi í landinu og ný gögn frá Félagi leikskólakennara staðfesta að í tengslum við lagabreytingu Alþingis um eitt leyfisbréf kennara hafa hvorki fleiri né færri en 300 leikskólakennarar á landsvísu skipt um starfsvettvang og flutt sig yfir í grunnskólakennslu. Það er mikil blóðtaka fyrir þessa mikilvægu fagstétt og bætist við þá miklu fækkun sem varð í hópi kennaranema í kjölfar lengingar námsins 2008. Uppbygging nýtist líka starfsfólki Leikskólastarf í Reykjavík er í senn ein mikilvægasta grunnþjónusta borgarinnar en jafnframt viðkvæm starfsemi sem kallar á stöðugt endurmat og umbætur varðandi vinnuumhverfi og aðbúnað. Með húsnæðisuppbyggingunni skapast tækifæri til að taka úr notkun húsnæði sem komið er til ára sinna og skipta því út fyrir nýtt sem svarar betur kröfum um fjölbreytt leikskólastarf og góðan aðbúnað á 21. öldinni. Bættur húsnæðiskostur leikskóla í borginni gagnast því ekki aðeins nýjum leikskólabörnum og foreldrum þeirra heldur líka starfsfólki leikskólanna enda er eitt af markmiðum leikskólauppbyggingarinnar að auka gæði leikskólahúsnæðis og þar með starfsumhverfis fyrir starfsfólk og börn. Það er til mikillar fyrirmyndar hve vel leikskólastjórar og starfsfólk mæta þörfum barnanna fyrir menntun og atlæti og var sannarlega aðdáunarvert hve starfsfólkið leysti vel úr flóknum aðstæðum sem heimsfaraldurinn skapaði. Meirihlutinn í borginni mun áfram leggja áherslu á bætt vinnuumhverfi leikskólanna á komandi misserum rétt eins og gert hefur verið undanfarin ár einkum frá árinu 2018. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki leikskólanna í borginni fyrir gríðarlegan dugnað og elju, sveigjanleika og fagmennsku á árinu sem er að líða við lausn þeirra afar krefjandi viðfangsefna sem mætt hafa þeim í starfinu. Börnin í borginni eiga sannarlega góða að og stefnan er sett á að bæta enn frekar aðbúnað og umgjörð leikskólastarfsins í borginni. Gleðilega hátíð og megi nýja árið verða landsmönnum farsælt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun