Eldur á Landspítala Steinunn Þórðardóttir skrifar 30. desember 2022 17:01 Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga. Ég skil að fyrir þá sem eru svo heppnir að þurfa ekki á þjónustu Landspítalans að halda geti verið erfitt að skilja muninn á ástandinu núna og ástandinu sem margsinnis hefur verið tíundað í fjölmiðlum á undanförnum árum. Fyrirsagnirnar eru margar, neyðarástand á neyðarástand ofan, fjöldauppsagnir, starfsfólk sem reiðist, grætur, öskrar, þegir og gefst upp. Það er örugglega líka erfitt að skilja hvers vegna þessi gífuryrði og hamfarafréttir taka engan enda, enda hlýtur eitthvað að hafa breyst á öllum þeim árum sem þessi ósköp hafa dunið yfir? Einhver hlýtur að hafa hlustað, ekki satt? Er ekki komið gott af þessum endalausa bölmóð? Svarið er ekki einfalt, ýmsir hafa hlustað, margt gott og hæft fólk hefur reynt að slökkva eldana, en staðan er samt áfram akkúrat sú – við erum föst í að slökkva elda og náum ekki að komast í uppbygginguna sem er nauðsynleg til að eldarnir kvikni ekki aftur. Stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um ástandið árum saman, en þau hafa þrátt fyrir það ekki ráðist í neinar af þeim aðgerðum sem hefðu getað afstýrt stöðunni eins og hún blasir við í dag. Eldurinn er óvenjulega skæður núna. Margar erfiðar veirusýkingar herja samtímis á landsmenn. Á það hefur verið bent sem ástæðu þess að staðan er núna eins og hún er. En veirupestir koma á hverjum vetri. Þær eru mjög fyrirsjáanlegar. Af hverju setja þær á hliðina aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið? Sjúkrahús, sem hefur enga möguleika á að dreifa álaginu eins og hægt er í stærri samfélögum? Sjúkrahús, sem verður að vera vel í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegum álagstoppum, enda verður það undantekningalaust að geta brugðist við ófyrirséðum hamförum sem geta dunið yfir fyrirvaralaust. Undanfarna daga hefur Landspítalinn verið stappfullur upp í rjáfur. Sjúklingar, sem ættu að vera á gjörgæslu liggja á yfirfullri bráðamóttöku. Sjúklingar, sem ættu að vera í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkinga liggja á göngum og á fjölbýlum, jafnvel innan um háaldrað fólk með heilabilun. Verið er að opna fleiri legurými í snarhasti til að slökkva eldinn. Til þess þarf starfsfólkið að bæta enn fleiri verkefnum á sig. Því fjölgar ekki í takt við sjúklingana. Í kvöldfréttum RÚV miðvikudaginn 28. desember sagðist heilbrigðisráðherra ekki skilja um hvað neyðarkall mitt sem formanns Læknafélags Íslands vegna manneklu og ofurálags snúist. Það var erfitt að heyra. Ég velti fyrir mér hvernig hægt sé að lýsa stöðunni á Landspítalnum svo ráðamenn skilji. Svo dregið verði úr rúmanýtingu Landspítalans þannig að hún sé ekki um og yfir 100% á hverjum einasta degi ársins, hlutfall sem er langt yfir öryggismörkum. Svo farið verði að taka af alvöru myndugleik á útskriftavanda spítalans með kröftugri uppbyggingu utanspítalaþjónustu sem tekur mið af raunveruleikanum sem blasir við þjóð sem eldist hratt. Svo farið verði í alvöru átak til að vinna á biðlistum eftir aðgerðum og annarri bráðnauðsynlegri þjónustu. Svo heilsugæslan verði efld til að sinna grunnhlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður veikra í heilbrigðiskerfinu. Svo styrkum stoðum verði aftur rennt undir þá mikilvægu þjónustu sem sjálfstætt starfandi læknar veita og sem léttir tvímælalaust álagi af sjúkrahúsum og heilsugæslu. Neyðarkallið snýst um þetta. Ekki um bráðabirgðalausnir til að slökkva elda. Vissulega er nauðsynlegt að slökkva eldinn sem brennur þessa dagana áður en allt brennur til kaldra kola. Ég treysti framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu vel til þess verks, með fulltingi stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðisstofnana. En hvað gerist í sumar þegar þetta sama framlínustarfsfólk þarf verðskuldað sumarfrí? Verður heilbrigðisstarfsfólkið þá þriðja árið í röð kallað til vinnu úr sumarfríum sínum vegna manneklu? Hvað gerist næsta vetur þegar veirurnar fara aftur á stjá? Fer þá aftur allt á hliðina eða verður búið að grípa til aðgerða sem duga? Steinunn Þórðardóttir Formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga. Ég skil að fyrir þá sem eru svo heppnir að þurfa ekki á þjónustu Landspítalans að halda geti verið erfitt að skilja muninn á ástandinu núna og ástandinu sem margsinnis hefur verið tíundað í fjölmiðlum á undanförnum árum. Fyrirsagnirnar eru margar, neyðarástand á neyðarástand ofan, fjöldauppsagnir, starfsfólk sem reiðist, grætur, öskrar, þegir og gefst upp. Það er örugglega líka erfitt að skilja hvers vegna þessi gífuryrði og hamfarafréttir taka engan enda, enda hlýtur eitthvað að hafa breyst á öllum þeim árum sem þessi ósköp hafa dunið yfir? Einhver hlýtur að hafa hlustað, ekki satt? Er ekki komið gott af þessum endalausa bölmóð? Svarið er ekki einfalt, ýmsir hafa hlustað, margt gott og hæft fólk hefur reynt að slökkva eldana, en staðan er samt áfram akkúrat sú – við erum föst í að slökkva elda og náum ekki að komast í uppbygginguna sem er nauðsynleg til að eldarnir kvikni ekki aftur. Stjórnvöldum hefur verið fullkunnugt um ástandið árum saman, en þau hafa þrátt fyrir það ekki ráðist í neinar af þeim aðgerðum sem hefðu getað afstýrt stöðunni eins og hún blasir við í dag. Eldurinn er óvenjulega skæður núna. Margar erfiðar veirusýkingar herja samtímis á landsmenn. Á það hefur verið bent sem ástæðu þess að staðan er núna eins og hún er. En veirupestir koma á hverjum vetri. Þær eru mjög fyrirsjáanlegar. Af hverju setja þær á hliðina aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið? Sjúkrahús, sem hefur enga möguleika á að dreifa álaginu eins og hægt er í stærri samfélögum? Sjúkrahús, sem verður að vera vel í stakk búið til að mæta fyrirsjáanlegum álagstoppum, enda verður það undantekningalaust að geta brugðist við ófyrirséðum hamförum sem geta dunið yfir fyrirvaralaust. Undanfarna daga hefur Landspítalinn verið stappfullur upp í rjáfur. Sjúklingar, sem ættu að vera á gjörgæslu liggja á yfirfullri bráðamóttöku. Sjúklingar, sem ættu að vera í einangrun vegna bráðsmitandi veirusýkinga liggja á göngum og á fjölbýlum, jafnvel innan um háaldrað fólk með heilabilun. Verið er að opna fleiri legurými í snarhasti til að slökkva eldinn. Til þess þarf starfsfólkið að bæta enn fleiri verkefnum á sig. Því fjölgar ekki í takt við sjúklingana. Í kvöldfréttum RÚV miðvikudaginn 28. desember sagðist heilbrigðisráðherra ekki skilja um hvað neyðarkall mitt sem formanns Læknafélags Íslands vegna manneklu og ofurálags snúist. Það var erfitt að heyra. Ég velti fyrir mér hvernig hægt sé að lýsa stöðunni á Landspítalnum svo ráðamenn skilji. Svo dregið verði úr rúmanýtingu Landspítalans þannig að hún sé ekki um og yfir 100% á hverjum einasta degi ársins, hlutfall sem er langt yfir öryggismörkum. Svo farið verði að taka af alvöru myndugleik á útskriftavanda spítalans með kröftugri uppbyggingu utanspítalaþjónustu sem tekur mið af raunveruleikanum sem blasir við þjóð sem eldist hratt. Svo farið verði í alvöru átak til að vinna á biðlistum eftir aðgerðum og annarri bráðnauðsynlegri þjónustu. Svo heilsugæslan verði efld til að sinna grunnhlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður veikra í heilbrigðiskerfinu. Svo styrkum stoðum verði aftur rennt undir þá mikilvægu þjónustu sem sjálfstætt starfandi læknar veita og sem léttir tvímælalaust álagi af sjúkrahúsum og heilsugæslu. Neyðarkallið snýst um þetta. Ekki um bráðabirgðalausnir til að slökkva elda. Vissulega er nauðsynlegt að slökkva eldinn sem brennur þessa dagana áður en allt brennur til kaldra kola. Ég treysti framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu vel til þess verks, með fulltingi stjórnvalda og stjórnenda heilbrigðisstofnana. En hvað gerist í sumar þegar þetta sama framlínustarfsfólk þarf verðskuldað sumarfrí? Verður heilbrigðisstarfsfólkið þá þriðja árið í röð kallað til vinnu úr sumarfríum sínum vegna manneklu? Hvað gerist næsta vetur þegar veirurnar fara aftur á stjá? Fer þá aftur allt á hliðina eða verður búið að grípa til aðgerða sem duga? Steinunn Þórðardóttir Formaður Læknafélags Íslands
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun