Þyngri refsing í kynferðisbrotamáli til kasta Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2023 12:00 Hæstiréttur Íslands mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46