Körfubolti

Körfuboltakvöld: Bræðurnir frá Þorlákshöfn unnu vel saman

Hjörvar Ólafsson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína. 
Styrmir Snær Þrastarson fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína.  Vísir/Diego

Frammistaða bræðranna Styrmis Snæs og Tómasar Vals Þrastarsonar var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru heillaðir af spilamennsku þeirra. 

Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir skoruðu hvor um sig 21 stig þegar lið þeirra og uppeldisfélag, Þór Þorlákshöfn, náði í mikilvægan sigur gegn Breiðabliki í baráttu sinni um að forðast fall úr Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Tómas Valur Þrastarson í baráttu í leiknum gegn Blikum. Vísir/Diego

Afar gaman var að fylgjast með samvinnu þeirra inni á vellinum í þessum leik en þeir bræður hentu til að mynda í glæsilegt alley-oop.

Auk þess að skora 21 stig í leiknum náði Styrmir Snær þrefaldri tvennu með því að gefa 14 stoðsendingar og taka 13 fráköst. 

Hér að neðan má sjá Kjartan Atla Kjartanssn, Teit Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson ræða flottan leik bræðra í Körfuboltakvöldi. 

Klippa: Körfuboltakvöld: Bræðurnir frá Þorlákshöfn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×