Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. janúar 2023 16:52 Maðurinn var við kennslu á valdbeitingarnámskeiði fyrir lögreglumenn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra. Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent