Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2023 13:13 Carrick hefur starfað innan lífvarðasveitar lögreglunnar í Lundúnum, sem vörður og lífvörður. EPA/AP Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Carrick hefur starfað innan lífvarðarsveitar lögreglunnar, sem vörður og lífvörður. Saksóknarar sökuðu hann um að nýta stöðu sína sem lögregluþjónn gegn konum sem hann kynntist á internetinu og þvinga þær til samræðis og til þess að þaga um nauðganirnar. Wayne Couzens, sem játaði árið 2021 að hafa nauðgað og myrt Söruh Everard, starfaði í sömu deild lögreglunnar. Í frétt Sky News segir að vegna þess hvernig ákærurnar gegn Carrick eru skrifaðar hafi hann í raun gengist við því að hafa brotið af sér rúmlega áttatíu sinnum og að hafa nauðgað konunum tólf minnst 48 sinnum. Hann játaði ekki að hafa nauðgað þrettándu konunni en það voru ásakanir hennar sem leiddu til rannsóknar á Carrick. Ekki stendur til að ákæra í því máli að svo stöddu. Carrick mun hafa læst konur inn í skáp undir stiga á heimili hans í margar klukkustundir og þvingað þær til að þrífa heimili hans naktar. Hann barði eina konu með belti, pissaði þá nokkur af fórnarlömbum sínum og réð því hvenær þær fengu að borða og sofa. Konurnar kallaði hann einnig feitar og latar og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann einangraði þær frá fjölskyldu þeirra og vinum og bannaði þeim að tala við aðra menn eða jafnvel börn þeirra. Yfirmenn lögreglunnar biðjast afsökunar Í frétt Guardian segir að Carrick sé einn af skæðustu kynferðisbrotamönnum nútímasögu Bretlands. Þar segir að yfirmönnum hans í lögreglunnar hafi verið sagt frá níu meintum brotum á árunum 2000 til 2021. Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða gegn honum og þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign árið 2009. Í yfirlýsingu forsvarsmanna lögreglunnar í Lundúnum segir að það hafi verið mistök að reka hann ekki úr lögreglunni í gegnum árin og að brot hans hefðu átt að líta dagsins ljós fyrr. Beðist er afsökunar á því. Þar segir einnig að mál Carricks sé fordæmalaust en verið sé að vinna í því að sópa öllum spilltum lögregluþjónum á brot. Mikið púður hafi verið lagt í þá vinnu á undanförnum árum og eru lögregluþjónar beðnir um að hlífa samstarfsmönnum ekki. Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Carrick hefur starfað innan lífvarðarsveitar lögreglunnar, sem vörður og lífvörður. Saksóknarar sökuðu hann um að nýta stöðu sína sem lögregluþjónn gegn konum sem hann kynntist á internetinu og þvinga þær til samræðis og til þess að þaga um nauðganirnar. Wayne Couzens, sem játaði árið 2021 að hafa nauðgað og myrt Söruh Everard, starfaði í sömu deild lögreglunnar. Í frétt Sky News segir að vegna þess hvernig ákærurnar gegn Carrick eru skrifaðar hafi hann í raun gengist við því að hafa brotið af sér rúmlega áttatíu sinnum og að hafa nauðgað konunum tólf minnst 48 sinnum. Hann játaði ekki að hafa nauðgað þrettándu konunni en það voru ásakanir hennar sem leiddu til rannsóknar á Carrick. Ekki stendur til að ákæra í því máli að svo stöddu. Carrick mun hafa læst konur inn í skáp undir stiga á heimili hans í margar klukkustundir og þvingað þær til að þrífa heimili hans naktar. Hann barði eina konu með belti, pissaði þá nokkur af fórnarlömbum sínum og réð því hvenær þær fengu að borða og sofa. Konurnar kallaði hann einnig feitar og latar og stjórnaði þeim með harðri hendi. Hann einangraði þær frá fjölskyldu þeirra og vinum og bannaði þeim að tala við aðra menn eða jafnvel börn þeirra. Yfirmenn lögreglunnar biðjast afsökunar Í frétt Guardian segir að Carrick sé einn af skæðustu kynferðisbrotamönnum nútímasögu Bretlands. Þar segir að yfirmönnum hans í lögreglunnar hafi verið sagt frá níu meintum brotum á árunum 2000 til 2021. Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða gegn honum og þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign árið 2009. Í yfirlýsingu forsvarsmanna lögreglunnar í Lundúnum segir að það hafi verið mistök að reka hann ekki úr lögreglunni í gegnum árin og að brot hans hefðu átt að líta dagsins ljós fyrr. Beðist er afsökunar á því. Þar segir einnig að mál Carricks sé fordæmalaust en verið sé að vinna í því að sópa öllum spilltum lögregluþjónum á brot. Mikið púður hafi verið lagt í þá vinnu á undanförnum árum og eru lögregluþjónar beðnir um að hlífa samstarfsmönnum ekki.
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira