„Skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2023 19:03 Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor. „Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn. „Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“ Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor. „Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“ „Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Subway-deild karla Tindastóll ÍR Tengdar fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Það er bara gott held ég,“ sagði Pavel aðspurður um spennustigið fyrir leikinn. „Það er kannski bara svolítið skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik. Hins vegar er ég náttúrulega ekki að fara að spila sem gerir þetta aðeins auðveldara. Nú þarf ég bara að treysta á aðra þannig að spennustigið mitt er bara þægilegt eins og er.“ Pavel segir að þjálfaraverkefnið leggist vel í sig og að þessi stutti tími sem hann hafi fengið með Tindastólsliðinu hafi verið góður tími. Hann segir það þó hafa verið skrýtna tilfinningu að ganga inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta síðasta vor. „Ég passaði mig á að gera smá grín að þessu. Það þarf að viðurkenna þetta því þetta gerðist og þetta er auðvitað smá skrýtið auðvitað. En ég held að það sé bara til marks um hversu góðir og samviskusamir piltar þetta eru og ástæðan fyrir því að ég vildi gera þetta.“ „Tilfinningin sem ég hafði fyrir Tindastól og Sauðárkróki var að einhverjir svona hlutir eru ekki vandamál þarna. Þetta eru bara þannig karakterar og þannig persónur að það var enginn að spá í svona smáatriðum. Þetta eru strákar sem eru viljugir og duglegir þannig að þeir eru ekkert að pæla í svona hlutum,“ sagði Pavel, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pavel fyrir leik Tindastóls og ÍR Leikur ÍR og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Subway-deild karla Tindastóll ÍR Tengdar fréttir Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Í beinni: ÍR - Tindastóll | Fyrsti leikur Pavels Pavel Ermolinskij stýrir Tindastóli í fyrsta sinn gegn ÍR í Skógarselinu. Breiðhyltingar eru í harðri fallbaráttu en Stólarnir um miðja deild. 19. janúar 2023 18:30
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum