Síðustu vikur hafa Svíar séð mikla aukningu í skotárásum, þá sérstaklega í Stokkhólmi. Þá hafa nokkrar sprengjur verið sprengdar þar, þar á meðal í skrifstofubyggingu í Kista og á eyjunni Södermalm.
Í samtali við sænska ríkisútvarpið segir Ola Österling, talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi, að þeir sem hafa verið handteknir hafi allir tengingar í glæpaklíkur sem starfa í borginni.
„Með handtökunum höfum við leyst önnur mál, svo sem fíkniefnaglæpi, sem hafa leitt til ítarlegra rannsókna. Þær munu leiða til fleiri handtakna á næstunni,“ segir Ola.