Kolefnisbókhald íslenskra fyrirtækja í ólestri Jean-Rémi Chareyre skrifar 20. janúar 2023 12:31 Greining á sjálfbærnisskýrslum stærstu fyrirtækja og stofnanna á Íslandi sýnir að kolefnisbókhald margra þeirra er í ólestri og grænþvottur allsráðandi. Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR framkvæmdi óformlega úttekt á sjálfbærnisskýrslum 79 einkafyrirtækja og 9 opinberra fyrirtækja. Úttektin fólst í því að athuga hvort fyrirtækin væru að telja fram alla losun úr virðiskeðjunni eða aðeins hluta af henni. Eftir mikla vinnu við að rýna í skýrslurnar tók Sigurpáll niðurstöðurnar saman í Excel-skjali og sagði frá helstu niðurstöðum í erindi sem hann hélt á loftslagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurborgar. Sigurpáll á loftlagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurrborgar.Sigurjón Ragnar Samkvæmt alþjóðlega viðurkenndri aðferð við kolefnisbókhald fyrirtækja (Greenhouse Gas Protocol) þurfa fyrirtæki að mæla losun á þremur mismunandi sviðum sem kallast á sérfræðingamáli umfang 1, 2 og 3. Umfang 1 er sú losun sem verður til vegna eigin starfsemi fyrirtækisins, til dæmis losun frá bílum í eigu fyrirtækisins eða frá framleiðslunni sjálfri. Umfang 2 er óbein losun vegna rafmagnsnotkunar og húshitunar (losun sem verður til við að framleiða orkuna sem fyrirtækið kaupir) og umfang 3 er losun sem á sér stað utan fyrirtækisins sjálfs en innan virðiskeðju þess, til dæmis losun vegna vöruflutninga til og frá fyrirtækinu og losun vegna framleiðslu vöru og þjónustu sem fyrirtækið kaupir eða selur. Umfang 1, 2 og 3 (mynd tekin af vefsíðu Orku Náttúrunnar) Enginn hlekkur laus nema öll keðjan sé laus Hugmyndin með þessari bókhaldsaðferð er að gefa bæði fyrirtækjum og almenningi góða mynd af því að hve miklu leyti starfsemi fyrirtækisins er háð jarðefnaeldsneyti eða öðrum losunarvöldum. Þar sem öll fyrirtæki eru hluti að stærri virðiskeðju er ekki nóg að horfa á beina losun fyrirtækisins: ef keðjan í heild sinni gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eru allir hlekkir í henni hluti af vandamálinu þótt sumir líti út fyrir að vera hreinni en aðrir. Kolefnishlutleysi er hópíþrótt. Annað hvort tapa allir eða allir vinna. Það getur enginn einn úr liðinu unnið leikinn á meðan hinir tapa, og ef einstakir leikmenn eru of uppteknir af eigin frammistöðu dregur það úr styrk liðsins. Hlutverk kolefnisbókhaldsins er einmitt að skapa slíkan liðsanda, að skapa hvata fyrir fyrirtæki til að þrýsta á hvort annað og finna allar lausnir sem leiða til samdráttar í losun hvar sem er í virðiskeðjunni. Hver skorar mörkin er síðan aukaatriði. Gott dæmi um slíkt er starfsemi ÁTVR þar sem Sigurpáll starfar: kolefnisbókhaldið leiddi í ljós að 99% af kolefnisspori fyrirtækissins er í umfangi 3, en ein áhrifaríkasta aðgerð til að draga úr losun reyndist vera sú að draga úr notkun á glerumbúðum, þar sem glerframleiðsla er orkufrekur iðnaður og veldur mikla losun koltvísýrings, auk þess sem glerumbúðir eru þungar og leiða þannig til hærra kolefnisspors í flutningi. Hefði ÁTVR ekki talið fram losun í umfangi 3 hefði slík aðgerð ekki skilað neinu í bókhaldi fyrirtækisins (þar sem glerframleiðslan og millilandaflutningur eru ekki á vegum ÁTVR) og hvatinn til að skipta út gler fyrir aðrar umbúðir eða draga úr notkun glers með öðrum hætti hefði ekki verið til staðar. Fyrirtækið hefði talið sig vera „stikkfrít“ þar sem bein losun vegna starfsemi þess er lítil sem engin. Kolefnishlutlaus bensínstöð? Til að átta sig á þessu er ágæt að skoða dæmi bensínstöðvarinnar: ef bensínstöð telur aðeins fram beina losun vegna eigin eldsneytisnotkunar (umfang 1) verður kolefnisspor hennar frekar lítið. Með minniháttar aðgerðum getur hún meira að segja lýst yfir „kolefnishlutleysi,‟ til dæmis með því að útvista olíuflutning með vörubílum til þriðja aðila (ef olíubíllinn er ekki lengur í eigu fyrirtækisins þá skrifast losun hans á nýja eiganda bílsins). Losunin sem verður til við brennslu eldsneytissins sem bensínstöðin selur fellur hins vegar undir „óbeina losun‟ í umfangi 3 þar sem það er annar hlekkur í virðiskeðjunni (í þessu tilfelli viðskiptavinurinn) sem brennur eldsneytið. Ef bensínstöðin sleppur því að telja fram losun í umfangi 3 lítur kolefnisbókhald hennar ágætlega út jafnvel þótt starfsemi hennar sé algjörlega háð brennslu jarðefnaeldsneytis. Ef losun í umfangi 3 er hins vegar talin með eins og Greenhouse Gas Protocol gerir ráð fyrir þarf bensínstöðin að telja fram alla losun sem verður til við brennslu eldsneytisins sem hún selur. Það segir sig sjálft að bókhaldið mun þá líta allt öðruvísi út. Samkvæmt athugun Sigurpáls er algengast að íslensk fyrirtæki telji fram losun frá umfangi 1 og 2 en handvelji svo einhverja þætti úr umfangi 3, helst þá minnstu (GHG protocol telur upp 15 mismunandi losunarþætti í umfangi 3 í leiðbeiningum sínum). Það veldur því að kolefnisspor þeirra er stórlega vanmetið. Brot úr úttekt Sigurpáls á kolefnisbókhaldi íslenskra fyrirtækja. Rauðar tölur tákna að hlutfall losunar í umfangi 3 sé langt undir eðlilegum viðmiðum. Losun í umfangi 3 langt undir viðmiðum Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum er algengt að losun í umfangi 3 samsvari um það bil 88% af heildarkolefnisspori fyrirtækja (oftast á bilinu 65% til í 95%). Athugun Sigurpáls leiðir hins vegar í ljós að flest íslensk fyrirtæki skrá losun í umfangi 3 sem er vel undir þessum viðmiðum. Sum þeirra sleppa því jafnvel alfarið að telja fram losun í umfangi 3, meðal annars álfyrirtækin Alcoa, Isal og Norðurál, ásamt flugfélaginu Icelandair og skipafélaginu Eimskip. Önnur fyrirtæki telja fram einhverja losun í umfangi 3 en vanmeta hana stórlega, svo sem Hagar, Krónan, Elko, Húsasmiðjan, Sýn og fleiri. Vert er þó að nefna að sum önnur fyrirtæki standa sig nokkuð vel í kolefnisbókhaldi og eru búin að kortleggja stærstan hluta af kolefnisspori sínu, svo sem Ölgerðin, Marel, Isavia, og ÁTVR. Sigurpáll tekur líka fram að grænþvotturinn er ekki alltaf meðvitaður hjá fyrirtækjunum: oft vantar betri þekking og aðgangur að leiðbeiningum og ráðgjöfum skortir. Þrátt fyrir það að vera með hvað mesta losun af öllum fyrirtækjum á Íslandi eru álframleiðendur sérstaklega treg til að telja fram losun í umfangi 3. Það er vitað að töluverð losun verður til í virðiskeðju álframleiðslunnar, til dæmis við vinnslu báxíts (hráefnið sem ál er unnið úr) og við flutning hráefnis og lokaafurða heimshorna á milli. Álfyrirtækin gera enga grein fyrir þeirri losun en hika þó ekki við að auglýsa sína vöru sem „hreint ál‟ og stæra sig að því að hafa unnið til „umhverfisverðlauna“: Auglýsing Norðuráls í íslensku dagblaði. Desember 2022. Losaralegt lagaumhverfi gefur grænþvottinn lausan tauminn Vanmat á eigin kolefnisspori er ein algengasta tegund grænþvotts, og fjölmörg íslensk fyrirtæki nota hana óspart. Það segir sig sjálft að bókhaldsaðferð sem gerir bensínstöð kleift að auglýsa sig sem „kolefnishlutlausa‟ er stórgölluð. Þess vegna er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að fyrirtæki séu að telja rétt fram. Þegar kemur að skattkerfinu búa fyrirtæki við nokkuð strangar reglur um hvernig skuli reikna skattstofna. Fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra sem víkja frá þessum reglum geta átt von á hörðum refsingum. Þegar kemur að kolefnisbókhaldi ríkir hins vegar algjör frumskógur vegna þess að refsiákvæðin eru engin. Fyrirtæki ráða því sjálf hvernig þau telja fram eigið kolefnisspor. Slíkt lagaumhverfi býður upp á þann grænþvott sem grasserar í atvinnulífinu. Ef fyrirtæki fengju að ráða því sjálf hvernig þau teldu fram til skatts yrði ríkissjóður því miður alltaf tómur þrátt fyrir fögur orð um samfélagslega ábyrgð. Það hefur því miður ekki verið vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að grípa í taumana, en tregða til að setja fyrirtækjum skorður er einmitt ein algengasta tegund afneitunar hjá valdhöfum (sjá kafla 7 í grein minni umafneitunarboðorðin 12). Þetta gæti þó breyst því Evrópusambandið hefur samþykkt nýja tilskipun sem er einmitt ætluð til að koma í veg fyrir ofangreindum bókhaldsbrellum, en samkvæmtCSRD-tilskipuninni (Corporate Sustainability Reporting Directive) munu öll fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn þurfa að gera grein fyrir losun á öllum þremur sviðum (umfang 1,2 og 3) og refsiákvæði munu fylgja þessum nýjum reglum. Það má hins vegar spyrja sig hvers vegna stjórnvöld sem stæra sig alltaf af „miklum metnaði‟ í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum eru ekki löngu búin að fara í slíkar lagabreytingar… Höfundur er nemi í frétta- og blaðamennsku við HI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Greining á sjálfbærnisskýrslum stærstu fyrirtækja og stofnanna á Íslandi sýnir að kolefnisbókhald margra þeirra er í ólestri og grænþvottur allsráðandi. Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR framkvæmdi óformlega úttekt á sjálfbærnisskýrslum 79 einkafyrirtækja og 9 opinberra fyrirtækja. Úttektin fólst í því að athuga hvort fyrirtækin væru að telja fram alla losun úr virðiskeðjunni eða aðeins hluta af henni. Eftir mikla vinnu við að rýna í skýrslurnar tók Sigurpáll niðurstöðurnar saman í Excel-skjali og sagði frá helstu niðurstöðum í erindi sem hann hélt á loftslagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurborgar. Sigurpáll á loftlagsráðstefnu Festu og Reykjavíkurrborgar.Sigurjón Ragnar Samkvæmt alþjóðlega viðurkenndri aðferð við kolefnisbókhald fyrirtækja (Greenhouse Gas Protocol) þurfa fyrirtæki að mæla losun á þremur mismunandi sviðum sem kallast á sérfræðingamáli umfang 1, 2 og 3. Umfang 1 er sú losun sem verður til vegna eigin starfsemi fyrirtækisins, til dæmis losun frá bílum í eigu fyrirtækisins eða frá framleiðslunni sjálfri. Umfang 2 er óbein losun vegna rafmagnsnotkunar og húshitunar (losun sem verður til við að framleiða orkuna sem fyrirtækið kaupir) og umfang 3 er losun sem á sér stað utan fyrirtækisins sjálfs en innan virðiskeðju þess, til dæmis losun vegna vöruflutninga til og frá fyrirtækinu og losun vegna framleiðslu vöru og þjónustu sem fyrirtækið kaupir eða selur. Umfang 1, 2 og 3 (mynd tekin af vefsíðu Orku Náttúrunnar) Enginn hlekkur laus nema öll keðjan sé laus Hugmyndin með þessari bókhaldsaðferð er að gefa bæði fyrirtækjum og almenningi góða mynd af því að hve miklu leyti starfsemi fyrirtækisins er háð jarðefnaeldsneyti eða öðrum losunarvöldum. Þar sem öll fyrirtæki eru hluti að stærri virðiskeðju er ekki nóg að horfa á beina losun fyrirtækisins: ef keðjan í heild sinni gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eru allir hlekkir í henni hluti af vandamálinu þótt sumir líti út fyrir að vera hreinni en aðrir. Kolefnishlutleysi er hópíþrótt. Annað hvort tapa allir eða allir vinna. Það getur enginn einn úr liðinu unnið leikinn á meðan hinir tapa, og ef einstakir leikmenn eru of uppteknir af eigin frammistöðu dregur það úr styrk liðsins. Hlutverk kolefnisbókhaldsins er einmitt að skapa slíkan liðsanda, að skapa hvata fyrir fyrirtæki til að þrýsta á hvort annað og finna allar lausnir sem leiða til samdráttar í losun hvar sem er í virðiskeðjunni. Hver skorar mörkin er síðan aukaatriði. Gott dæmi um slíkt er starfsemi ÁTVR þar sem Sigurpáll starfar: kolefnisbókhaldið leiddi í ljós að 99% af kolefnisspori fyrirtækissins er í umfangi 3, en ein áhrifaríkasta aðgerð til að draga úr losun reyndist vera sú að draga úr notkun á glerumbúðum, þar sem glerframleiðsla er orkufrekur iðnaður og veldur mikla losun koltvísýrings, auk þess sem glerumbúðir eru þungar og leiða þannig til hærra kolefnisspors í flutningi. Hefði ÁTVR ekki talið fram losun í umfangi 3 hefði slík aðgerð ekki skilað neinu í bókhaldi fyrirtækisins (þar sem glerframleiðslan og millilandaflutningur eru ekki á vegum ÁTVR) og hvatinn til að skipta út gler fyrir aðrar umbúðir eða draga úr notkun glers með öðrum hætti hefði ekki verið til staðar. Fyrirtækið hefði talið sig vera „stikkfrít“ þar sem bein losun vegna starfsemi þess er lítil sem engin. Kolefnishlutlaus bensínstöð? Til að átta sig á þessu er ágæt að skoða dæmi bensínstöðvarinnar: ef bensínstöð telur aðeins fram beina losun vegna eigin eldsneytisnotkunar (umfang 1) verður kolefnisspor hennar frekar lítið. Með minniháttar aðgerðum getur hún meira að segja lýst yfir „kolefnishlutleysi,‟ til dæmis með því að útvista olíuflutning með vörubílum til þriðja aðila (ef olíubíllinn er ekki lengur í eigu fyrirtækisins þá skrifast losun hans á nýja eiganda bílsins). Losunin sem verður til við brennslu eldsneytissins sem bensínstöðin selur fellur hins vegar undir „óbeina losun‟ í umfangi 3 þar sem það er annar hlekkur í virðiskeðjunni (í þessu tilfelli viðskiptavinurinn) sem brennur eldsneytið. Ef bensínstöðin sleppur því að telja fram losun í umfangi 3 lítur kolefnisbókhald hennar ágætlega út jafnvel þótt starfsemi hennar sé algjörlega háð brennslu jarðefnaeldsneytis. Ef losun í umfangi 3 er hins vegar talin með eins og Greenhouse Gas Protocol gerir ráð fyrir þarf bensínstöðin að telja fram alla losun sem verður til við brennslu eldsneytisins sem hún selur. Það segir sig sjálft að bókhaldið mun þá líta allt öðruvísi út. Samkvæmt athugun Sigurpáls er algengast að íslensk fyrirtæki telji fram losun frá umfangi 1 og 2 en handvelji svo einhverja þætti úr umfangi 3, helst þá minnstu (GHG protocol telur upp 15 mismunandi losunarþætti í umfangi 3 í leiðbeiningum sínum). Það veldur því að kolefnisspor þeirra er stórlega vanmetið. Brot úr úttekt Sigurpáls á kolefnisbókhaldi íslenskra fyrirtækja. Rauðar tölur tákna að hlutfall losunar í umfangi 3 sé langt undir eðlilegum viðmiðum. Losun í umfangi 3 langt undir viðmiðum Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum er algengt að losun í umfangi 3 samsvari um það bil 88% af heildarkolefnisspori fyrirtækja (oftast á bilinu 65% til í 95%). Athugun Sigurpáls leiðir hins vegar í ljós að flest íslensk fyrirtæki skrá losun í umfangi 3 sem er vel undir þessum viðmiðum. Sum þeirra sleppa því jafnvel alfarið að telja fram losun í umfangi 3, meðal annars álfyrirtækin Alcoa, Isal og Norðurál, ásamt flugfélaginu Icelandair og skipafélaginu Eimskip. Önnur fyrirtæki telja fram einhverja losun í umfangi 3 en vanmeta hana stórlega, svo sem Hagar, Krónan, Elko, Húsasmiðjan, Sýn og fleiri. Vert er þó að nefna að sum önnur fyrirtæki standa sig nokkuð vel í kolefnisbókhaldi og eru búin að kortleggja stærstan hluta af kolefnisspori sínu, svo sem Ölgerðin, Marel, Isavia, og ÁTVR. Sigurpáll tekur líka fram að grænþvotturinn er ekki alltaf meðvitaður hjá fyrirtækjunum: oft vantar betri þekking og aðgangur að leiðbeiningum og ráðgjöfum skortir. Þrátt fyrir það að vera með hvað mesta losun af öllum fyrirtækjum á Íslandi eru álframleiðendur sérstaklega treg til að telja fram losun í umfangi 3. Það er vitað að töluverð losun verður til í virðiskeðju álframleiðslunnar, til dæmis við vinnslu báxíts (hráefnið sem ál er unnið úr) og við flutning hráefnis og lokaafurða heimshorna á milli. Álfyrirtækin gera enga grein fyrir þeirri losun en hika þó ekki við að auglýsa sína vöru sem „hreint ál‟ og stæra sig að því að hafa unnið til „umhverfisverðlauna“: Auglýsing Norðuráls í íslensku dagblaði. Desember 2022. Losaralegt lagaumhverfi gefur grænþvottinn lausan tauminn Vanmat á eigin kolefnisspori er ein algengasta tegund grænþvotts, og fjölmörg íslensk fyrirtæki nota hana óspart. Það segir sig sjálft að bókhaldsaðferð sem gerir bensínstöð kleift að auglýsa sig sem „kolefnishlutlausa‟ er stórgölluð. Þess vegna er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að fyrirtæki séu að telja rétt fram. Þegar kemur að skattkerfinu búa fyrirtæki við nokkuð strangar reglur um hvernig skuli reikna skattstofna. Fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra sem víkja frá þessum reglum geta átt von á hörðum refsingum. Þegar kemur að kolefnisbókhaldi ríkir hins vegar algjör frumskógur vegna þess að refsiákvæðin eru engin. Fyrirtæki ráða því sjálf hvernig þau telja fram eigið kolefnisspor. Slíkt lagaumhverfi býður upp á þann grænþvott sem grasserar í atvinnulífinu. Ef fyrirtæki fengju að ráða því sjálf hvernig þau teldu fram til skatts yrði ríkissjóður því miður alltaf tómur þrátt fyrir fögur orð um samfélagslega ábyrgð. Það hefur því miður ekki verið vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að grípa í taumana, en tregða til að setja fyrirtækjum skorður er einmitt ein algengasta tegund afneitunar hjá valdhöfum (sjá kafla 7 í grein minni umafneitunarboðorðin 12). Þetta gæti þó breyst því Evrópusambandið hefur samþykkt nýja tilskipun sem er einmitt ætluð til að koma í veg fyrir ofangreindum bókhaldsbrellum, en samkvæmtCSRD-tilskipuninni (Corporate Sustainability Reporting Directive) munu öll fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn þurfa að gera grein fyrir losun á öllum þremur sviðum (umfang 1,2 og 3) og refsiákvæði munu fylgja þessum nýjum reglum. Það má hins vegar spyrja sig hvers vegna stjórnvöld sem stæra sig alltaf af „miklum metnaði‟ í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum eru ekki löngu búin að fara í slíkar lagabreytingar… Höfundur er nemi í frétta- og blaðamennsku við HI.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun