Ábending til stjórnar Starfsgreinasambandsins: Leysið hnútinn. Víkið óttanum frá SA Birgir Dýrfjörð skrifar 20. janúar 2023 17:02 Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar