Níu sigrar í röð hjá Boston og fimm hjá Philadelphia Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 09:32 Jaylen Brown fór fyrir Boston-liðinu í nótt í fjarveru Jason Tatum. Maddie Meyer/Getty Images Topplið Austurdeildarinnar, Boston Celtics og Philadelphia 76ers, eru enn á góðu skriði eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Boston vann sinn níunda leik í röð er liðið lagði Toronto Raptors 106-104 og Philadelphia hafði betur gegn Sacramento Kings 129-127. Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil. ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104. Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Grant Williams scored a career-high 25 PTS to lead the @celtics to the close-fought win in Toronto!Jaylen Brown: 27 PTS, 8 REB, 6 AST, 3 STL, 4 3PMMalcolm Brogdon: 23 PTS, 7 REBPascal Siakam: 29 PTS, 9 REB, 10 AST📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/BTss6O6pBO— NBA (@NBA) January 22, 2023 Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna. Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn. Úrslit næturinnar Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil. ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104. Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Grant Williams scored a career-high 25 PTS to lead the @celtics to the close-fought win in Toronto!Jaylen Brown: 27 PTS, 8 REB, 6 AST, 3 STL, 4 3PMMalcolm Brogdon: 23 PTS, 7 REBPascal Siakam: 29 PTS, 9 REB, 10 AST📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/BTss6O6pBO— NBA (@NBA) January 22, 2023 Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna. Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn. Úrslit næturinnar Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings
Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum