8 staðreyndir og 4 spurningar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. janúar 2023 14:00 Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða. Skoðum nú 8 staðreyndir um sjúkraliða: Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Sjúkraliðar eru 97% konur. Meðalaldur stéttarinnar er tæplega 50 ára. Um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða starfa við eitthvað annað en fagið. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Um þriðjungur þeirra töldu mjög líklegt eða talsverðar líkur að þeir myndu hætta í núverandi starfi næstu 12 mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða er um 450.000 kr. Meðalgrunnlaun sjúkraliða hjá ríkinu er um 519.000 kr. Svo er auðvitað tekinn skattur og eftir verða um 395.000 kr. útborgaðar. Nú skulum við skoða 4 spurningar til ykkar: Finnst ykkur 395.000 kr. vera sanngjörn útborguð laun fyrir sjúkraliðastarf? Til samanburðar eru lágmarkslaun í landinu um 370.000 kr. og atvinnuleysisbætur um 331.000 kr. Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að leiðrétta kynbundinn launamun eða hinn kynskipta vinnumarkað? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um mikilvægi heilbrigðisstétta? Nú eru 65 dagar þangað til kjarasamningur ríkisins við sjúkraliða rennur út. Nú er einmitt tækifæri fyrir stjórnvöld til að standa við stóru orðin. Höfundur er ráðgjafi Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Allir landsmenn þurfa á einhverjum tímapunkti að leita til heilbrigðiskerfisins. Oft gerist það á okkar erfiðustu tímum. Ein af þeirri starfsstétt sem sinnir okkur eru sjúkraliðar. Sjúkraliðar starfa jafnframt á hátæknisjúkrahúsi og heima hjá fólki. Inn á hjúkrunarheimilum og í heilsugæslunni. Sjúkraliðar vinna á nóttunni og á daginn, vinna á jólunum og á hinum bestu sólskinsdögum. Þau vinna allt árið um kring, allan sólarhringinn. Heilbrigðiskerfið myndi ekki virka án sjúkraliða. Skoðum nú 8 staðreyndir um sjúkraliða: Sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Sjúkraliðar eru 97% konur. Meðalaldur stéttarinnar er tæplega 50 ára. Um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða starfa við eitthvað annað en fagið. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Um þriðjungur þeirra töldu mjög líklegt eða talsverðar líkur að þeir myndu hætta í núverandi starfi næstu 12 mánuði. Byrjunarlaun sjúkraliða er um 450.000 kr. Meðalgrunnlaun sjúkraliða hjá ríkinu er um 519.000 kr. Svo er auðvitað tekinn skattur og eftir verða um 395.000 kr. útborgaðar. Nú skulum við skoða 4 spurningar til ykkar: Finnst ykkur 395.000 kr. vera sanngjörn útborguð laun fyrir sjúkraliðastarf? Til samanburðar eru lágmarkslaun í landinu um 370.000 kr. og atvinnuleysisbætur um 331.000 kr. Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að leiðrétta kynbundinn launamun eða hinn kynskipta vinnumarkað? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um að bæta mönnun í heilbrigðiskerfinu? Hvað hafa stjórnvöld lengi talað um mikilvægi heilbrigðisstétta? Nú eru 65 dagar þangað til kjarasamningur ríkisins við sjúkraliða rennur út. Nú er einmitt tækifæri fyrir stjórnvöld til að standa við stóru orðin. Höfundur er ráðgjafi Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar