Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar Helgi Áss Grétarsson skrifar 28. janúar 2023 08:00 „Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel. Svona er verið að reyna breyta orðræðu og starfsháttum í samfélaginu. Allt á að skoða út frá stöðu kynjanna. Breyta á tungumálinu, siðum okkar og hvað sé heimilt að hugsa, segja og tjá. Vart verður annað sagt en að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, hafi með verkum sínum ýtt undir þessa þróun. Aðgerðaráætlun um hatursorðræðu – þingsályktunartillaga Tillaga forsætisráðuneytisins til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu 2023–2026 var gerð aðgengileg inn á samráðsgátt stjórnvalda hinn 4. janúar síðastliðinn. Þessi tillögugerð er reist á mörgum liðum. Þrátt fyrir það liggur ekki fyrir hvað hatursorðræða merki. Sem dæmi er ekki samstaða um það á alþjóðlegum vettvangi hver sé merking þessa hugtaks. Það er því í þróun. Svo sem komið hefur fram í fjölmiðlum þá lýtur einn liður í tillögu forsætisráðherra að skylt verði fyrir tiltekna starfsmenn hins opinbera að sækja námskeið um hatursorðræðu. Svo sérstakur sem sá hluti tillögunnar er, verður hér staðnæmst við lið sem nefndur er „vitundarvakningarherferð“ en undir þeim lið er lagt til að komið verði á fót herferðum sem lýsa m.a. birtingarmyndum og afleiðingum hatursorðræðutjáningar. Um þennan síðastnefnda lið tillögunnar segir í greinargerð að „[ö]ll eiga rétt á að lifa í öruggu samfélagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir hatursorðræðu...“. Sem sagt, auka skal vitund almennings um hatursorðræðu, m.a. með „nýlenskuna“ að vopni. Umsögn Reykjavíkurborgar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar skilaði, f.h. borgarinnar, umsögn um áðurnefnda tillögu til þingsályktunar. Í umsögn Reykjavíkurborgar var m.a. vikið að þeim lið sem varðaði áðurnefnda „vitundarvakningarherferð“ og var átalið að í greinargerð um þetta atriði skorti „viðurkenningu á því að konur sem berjast gegn ríkjandi kynjakerfi verða ítrekað fyrir hatursorðræðu“. Þessi síðastnefnda staðhæfing í umsögninni var hvorki studd með dæmum né heimildum. Einnig var í umsögn Reykjavíkurborgar komið inn á það að skoða bæri „kynjuð áhrif á hatrið sem ýmsir hópar upplifa, svo sem hvernig aðilar innan minnihlutahópa geta upplifað hatursorðræðu með ólíkum hætti eftir kyni, en einnig hvernig fólk af ólíkum kynjum og þá oft á tíðum konur eru nýttar í hatursorðræðu og baráttu gegn réttindum og tilverurétti minnihlutahópa, sbr. TERF hreyfinguna sem berst í nafni kvenréttinda gegn trans konum“. Hin tilvitnuðu ummæli virðast m.a. gefa í skyn, án sannana, að einstaklingar taki ekki sjálfstæða afstöðu til málefna heldur séu nýttir í hatursorðræðu. Einnig að nálgast eigi hatursorðræðuhugtakið með svo flóknum hætti að nánast hver sem er geti hvenær sem er skilgreint orðræðu annarra sem hatursorðræðu í sinn garð. Svona nálgun á viðfangsefnið er hættuleg í lýðræðisríki þar sem mannréttindi njóta verndar, þ.m.t. tjáningarfrelsið. Hvert er hlutverk Reykjavíkurborgar? Stjórn Reykjavíkurborgar hefur lengi einkennst af því að verkefnum er sinnt sem á engan hátt tengjast grundvallarskyldum sveitarfélags. Í stað þess að leggja áherslu á að grunnþjónusta við borgarana sé sinnt með sem skilvirkustum hætti er of margt í starfseminni sem byggt er á óhagnýtri hugmyndafræði. Furðu vekur t.d. að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, leggi sig í framkróka um að skila umsögn um mál eins og því sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Lokaorð Spyrna þarf við fótum í þessu einskonar menningarstríði og er það ekki síst skylda þeirra sem eru í víglínu stjórnmálanna og varðveita vilja borgaraleg gildi. Frelsi einstaklingsins kemur ekki af sjálfu sér og fyllsta ástæða er til að hvetja hugrakkt fólk til að taka þátt og móta hvernig samfélagið þróast að þessu leyti. Einn góðan veðurdag gæti það orðið of seint. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Snjómokstur Jafnréttismál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
„Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel. Svona er verið að reyna breyta orðræðu og starfsháttum í samfélaginu. Allt á að skoða út frá stöðu kynjanna. Breyta á tungumálinu, siðum okkar og hvað sé heimilt að hugsa, segja og tjá. Vart verður annað sagt en að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, hafi með verkum sínum ýtt undir þessa þróun. Aðgerðaráætlun um hatursorðræðu – þingsályktunartillaga Tillaga forsætisráðuneytisins til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu 2023–2026 var gerð aðgengileg inn á samráðsgátt stjórnvalda hinn 4. janúar síðastliðinn. Þessi tillögugerð er reist á mörgum liðum. Þrátt fyrir það liggur ekki fyrir hvað hatursorðræða merki. Sem dæmi er ekki samstaða um það á alþjóðlegum vettvangi hver sé merking þessa hugtaks. Það er því í þróun. Svo sem komið hefur fram í fjölmiðlum þá lýtur einn liður í tillögu forsætisráðherra að skylt verði fyrir tiltekna starfsmenn hins opinbera að sækja námskeið um hatursorðræðu. Svo sérstakur sem sá hluti tillögunnar er, verður hér staðnæmst við lið sem nefndur er „vitundarvakningarherferð“ en undir þeim lið er lagt til að komið verði á fót herferðum sem lýsa m.a. birtingarmyndum og afleiðingum hatursorðræðutjáningar. Um þennan síðastnefnda lið tillögunnar segir í greinargerð að „[ö]ll eiga rétt á að lifa í öruggu samfélagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir hatursorðræðu...“. Sem sagt, auka skal vitund almennings um hatursorðræðu, m.a. með „nýlenskuna“ að vopni. Umsögn Reykjavíkurborgar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar skilaði, f.h. borgarinnar, umsögn um áðurnefnda tillögu til þingsályktunar. Í umsögn Reykjavíkurborgar var m.a. vikið að þeim lið sem varðaði áðurnefnda „vitundarvakningarherferð“ og var átalið að í greinargerð um þetta atriði skorti „viðurkenningu á því að konur sem berjast gegn ríkjandi kynjakerfi verða ítrekað fyrir hatursorðræðu“. Þessi síðastnefnda staðhæfing í umsögninni var hvorki studd með dæmum né heimildum. Einnig var í umsögn Reykjavíkurborgar komið inn á það að skoða bæri „kynjuð áhrif á hatrið sem ýmsir hópar upplifa, svo sem hvernig aðilar innan minnihlutahópa geta upplifað hatursorðræðu með ólíkum hætti eftir kyni, en einnig hvernig fólk af ólíkum kynjum og þá oft á tíðum konur eru nýttar í hatursorðræðu og baráttu gegn réttindum og tilverurétti minnihlutahópa, sbr. TERF hreyfinguna sem berst í nafni kvenréttinda gegn trans konum“. Hin tilvitnuðu ummæli virðast m.a. gefa í skyn, án sannana, að einstaklingar taki ekki sjálfstæða afstöðu til málefna heldur séu nýttir í hatursorðræðu. Einnig að nálgast eigi hatursorðræðuhugtakið með svo flóknum hætti að nánast hver sem er geti hvenær sem er skilgreint orðræðu annarra sem hatursorðræðu í sinn garð. Svona nálgun á viðfangsefnið er hættuleg í lýðræðisríki þar sem mannréttindi njóta verndar, þ.m.t. tjáningarfrelsið. Hvert er hlutverk Reykjavíkurborgar? Stjórn Reykjavíkurborgar hefur lengi einkennst af því að verkefnum er sinnt sem á engan hátt tengjast grundvallarskyldum sveitarfélags. Í stað þess að leggja áherslu á að grunnþjónusta við borgarana sé sinnt með sem skilvirkustum hætti er of margt í starfseminni sem byggt er á óhagnýtri hugmyndafræði. Furðu vekur t.d. að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, leggi sig í framkróka um að skila umsögn um mál eins og því sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Lokaorð Spyrna þarf við fótum í þessu einskonar menningarstríði og er það ekki síst skylda þeirra sem eru í víglínu stjórnmálanna og varðveita vilja borgaraleg gildi. Frelsi einstaklingsins kemur ekki af sjálfu sér og fyllsta ástæða er til að hvetja hugrakkt fólk til að taka þátt og móta hvernig samfélagið þróast að þessu leyti. Einn góðan veðurdag gæti það orðið of seint. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun