Er siðferði heilbrigðisstétta geðþóttarákvörðun hverju sinni? Málfríður Þórðardóttir, Gyða Ölvisdóttir og Ásta Kristín Andrésdóttir skrifa 30. janúar 2023 14:00 Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun