Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 31. janúar 2023 20:48 David DePape réðst á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í október. Getty/Michael Short Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. Fyrir stuttu birtist myndband frá lögreglunni í San Francisco af árásinni þar sem David DePape sést ráðast á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. DePape réðst á Pelosi með hamri með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. Í kjölfar birtingar myndbandsins hringdi DePape, í sjónvarpsstöðina KTVU í San Fransisco og sagðist vilja gefa út yfirlýsingu til bandarísku þjóðarinnar. Símtalið var undir fimm mínútum á lengd og fékk fréttamaður stöðvarinnar ekki tækifæri til þess að spyrja hann nánar út í yfirlýsinguna. KTVU greinir frá. Í yfirlýsingunni segir DePape fólk í valdastöðum vera að ráðast á frelsi einstaklingsins. Þá hafi hann útvegað sér nöfn og heimilisföng nokkurra úr þessum hópi, ætlað að fara í heimsókn til og tala um slæma hegðun þeirra. „Ég vil biðja alla afsökunar, ég klúðraði þessu. Það sem ég gerði var mjög slæmt, ég biðst afsökunar á að hafa ekki náð fleirum. Það er mér einum að kenna, engum öðrum, ég hefði átt að vera betur undirbúinn,“ sagði DePape. DePape hefur neitað sök fyrir rétti en hann hefur meðal annars verið kærður fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar. Hér að ofan má hlusta á búta úr símtali DePape við KTVU. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira
Fyrir stuttu birtist myndband frá lögreglunni í San Francisco af árásinni þar sem David DePape sést ráðast á Paul Pelosi, eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. DePape réðst á Pelosi með hamri með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði og slasaðist illa á hægri hönd. Síðustu mánuði hefur hann verið í endurhæfingu en talið er að hann muni ná sér að fullu. Í kjölfar birtingar myndbandsins hringdi DePape, í sjónvarpsstöðina KTVU í San Fransisco og sagðist vilja gefa út yfirlýsingu til bandarísku þjóðarinnar. Símtalið var undir fimm mínútum á lengd og fékk fréttamaður stöðvarinnar ekki tækifæri til þess að spyrja hann nánar út í yfirlýsinguna. KTVU greinir frá. Í yfirlýsingunni segir DePape fólk í valdastöðum vera að ráðast á frelsi einstaklingsins. Þá hafi hann útvegað sér nöfn og heimilisföng nokkurra úr þessum hópi, ætlað að fara í heimsókn til og tala um slæma hegðun þeirra. „Ég vil biðja alla afsökunar, ég klúðraði þessu. Það sem ég gerði var mjög slæmt, ég biðst afsökunar á að hafa ekki náð fleirum. Það er mér einum að kenna, engum öðrum, ég hefði átt að vera betur undirbúinn,“ sagði DePape. DePape hefur neitað sök fyrir rétti en hann hefur meðal annars verið kærður fyrir tilraun til manndráps vegna árásarinnar. Hér að ofan má hlusta á búta úr símtali DePape við KTVU.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. 15. desember 2022 07:52
Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01