„Reglugerð er aldrei sanngjörn gagnvart öllum aðilum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2023 14:00 Styrmir Snær Þrastarson og félagar í körfuboltalandsliðinu áttu frábært ár í fyrra en það hjálpaði ekki til gagnvart Afrekssjóði sem horfir til þátttöku á stórmótum. VÍSIR/VILHELM Körfuknattleikssamband Íslands fær 15 milljónum króna í sitt afreksstarf í ár en í fyrra, og Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ síðan árið 2017. Framkvæmdastjóri ÍSÍ viðurkennir að þörf sé á að endurskoða reglur um úthlutun úr Afrekssjóði. Afrekssjóður ÍSÍ, með blessun framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sér um að útdeila fé sem stjórnvöld leggja í afreksstarf í íþróttum ár hvert. Framlag ríkisins í sjóðinn hefur verið óbreytt síðustu ár, eða 392 milljónir króna á ári, en sjóðurinn er einnig fjármagnaður með lottótekjum og er 535 milljónum útdeilt til 32 sérsambanda í ár. Núgildandi reglugerð fyrir Afrekssjóð hefur gilt frá árinu 2017 og samkvæmt henni á stjórn sjóðsins við úthlutun að taka tillit til annarra styrkja sem hvert sérsamband fær. Vegna þeirra hundruð milljóna sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA árlega hefur KSÍ því ekkert fengið úr Afrekssjóði frá 2017, eftir að hafa árin á undan fengið 6-6,5% af heildarúthlutun sjóðsins, sérstaklega vegna verkefna A-landsliðs kvenna. Samkvæmt nýju reglugerðinni er öðrum sérsamböndum svo skipt í A-, B- og C-flokka og fá þær íþróttir sem eru í A-flokki allt að 75% þess fjár sem í boði er hverju sinni. Körfuboltinn féll í ár úr A í B-flokk, samkvæmt reglu um að í hópíþróttum þurfi samböndin að hafa átt landslið á stórmóti síðustu fjögur ár. Raunar hafði því falli verið frestað um ár, en tekjur KKÍ úr sjóðnum fóru úr 50,5 milljónum í 35,8, og koma að óbreyttu til með að lækka um tuttugu milljónir til viðbótar á næsta ári. „Við erum að reyna að endurskoða þessa hluti og viljum hafa alla með í því. Það er aldrei neitt kerfi fullkomið en við viljum auðvitað bæta það sem hægt er,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem einnig hefur verið starfsmaður Afrekssjóðs um árabil. Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, sagði við Vísi að sér þætti vanta afrekshugsun í stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ. Hvað segir Andri við því? Ætti ekki að styrkja frekar afreksstarfið hjá öflugasta sérsambandi landsins? Segir KSÍ geta gert sitt með fjármagni annars staðar frá „Afrekshugsun og ekki. Það er horft til þess við flokkun hverjir eiga líkur á að vinna til verðlauna og komast á stærstu mótin. Það er afrekshugsun í því. Ramminn er svo settur upp þannig til að bæta þetta starf,“ segir Andri en benda má á að kvennalandslið Íslands í fótbolta keppti á EM fjórða skiptið í röð síðasta sumar. Andri segir ekki tilgangslaust fyrir KSÍ að sækja um styrk úr Afrekssjóði, þar sem að stjórn Afrekssjóðs hverju sinni geti lagt sjálfstætt mat á umsóknir. Ljóst sé hins vegar að KSÍ njóti sérstöðu miðað við önnur sérsambönd á Íslandi. Það virðist því skipta meira máli en staða KSÍ í samkeppni við önnur knattspyrnusambönd. „Það er frábært að sjá þær tekjur sem KSÍ fær og þar hafa menn getað gert ótrúlegustu hluti. Þeir standa langt fyrir framan mörg önnur sambönd en það er eitthvað sem stjórn sjóðsins horfir til. Þarna er samband sem nær að gera sitt með fjármagni annars staðar frá, og er með svigrúm því KSÍ gerir mikið meira en að sinna landsliðunum og afreksstarfi. Þetta er eina sambandið þar sem ekkert kostar fyrir yngri iðkendur að vera í landsliðsstarfi, sem er bara frábært, og það er til hagsbóta fyrir alla íþróttahreyfinguna þegar það gengur svona vel hjá einu sambandi,“ segir Andri. Leikmenn í yngri landsliðum Íslands í fótbolta þurfa ekki að greiða kostnað vegna þátttöku, eins og þekkist hjá öðrum sérsamböndum, en verkefni þeirra eru mun færri en hjá þjóðum sem KSÍ ber sig saman við.vísir/Diego Kannski litu menn á EM sem sjálfsagðan hlut? Andri tekur undir að ef til vill sé reglugerð Afrekssjóðs ósanngjörn fyrir KSÍ og KKÍ. Í körfubolta og fótbolta eru til að mynda færri stórmót til að komast inn á en í handbolta, en ekki er tekið tillit til þess í reglugerðinni. „Reglugerð er aldrei alveg sanngjörn gagnvart öllum aðilum. Það er vandinn við úthlutun á fjármálum að við erum með mjög fjölbreytta íþróttahreyfingu, 34 sérsambönd. Þetta varð niðurstaðan þegar þessi reglugerð var sett 2017, eftir samtöl við sérsamböndin og sérfræðinga. Að afrekin yrðu að telja mikið. Þarna var körfuboltinn á EM og kannski litu menn á þetta sem sjálfsagðan hlut,“ segir Andri en karlalandslið Íslands í körfubolta var með á EM í fyrsta sinn árið 2015, og svo aftur 2017. Lykilatriði að sambönd í A-flokki geti keppt til verðlauna En er ekki um of mikið stökk á milli ára, of mikið tekjutap, að ræða fyrir til að mynda körfuboltasambandið í þessu tilviki: „Það má alveg horfa á það þannig en svona er þetta í flokkakerfi hjá öðrum þjóðum. Það er búin til leið til að skellurinn sé ekki of mikill á fyrsta ári [eftir fall niður um flokk]. Það er það sem Afrekssjóður gerði líka núna, með aukaúthlutun til KKÍ til að koma til móts við þessa lækkun. Það eru fordæmi fyrir slíku, líkt og þegar Kraftlyftingasambandið var fært milli flokka fyrir nokkrum árum síðan. Þetta er auðvitað ákveðinn skellur en það er líka reynt að koma til móts við sambandið,“ segir Andri. Reglurnar séu hins vegar býsna skýrar eins og þær séu: „Það er lykilatriði í flokkun sambanda í A-flokk að þau hafi möguleika á að keppa til verðlauna. Að tveir einstaklingar í einstaklingsgreinum komist inn á HM, EM eða Ólympíuleika, eða í hópíþróttum að lið komist inn á lokamót á síðustu árum. Þetta hefur verið lykilatriði frá því að þessi reglugerð tók gildi og það hefur alveg verið kynnt fyrir sambandsaðilum.“ Andri Stefánsson er framkvæmdastjóri ÍSÍ og Lárus Blöndal formaður. Hér eru þeir á hófi vegna kjörsins á Íþróttamanni ársins.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sér ekki fyrir endann á langri bið eftir breytingum Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við Vísi í gær að ÍSÍ hefði lofað því í apríl 2020 að farið yrði í endurskoðun á reglugerð Afrekssjóðs. Hann bíður enn og það kostar KKÍ svo mikið að Hannes óttast að körfuboltalandsliðin geti ekki tekið þátt í Evrópukeppnum á næstu árum. Andri segir vissulega tímabært að endurskoða reglugerðina en alls kostar óvíst virðist hvenær og hvernig henni verður breytt. „Við höfum haldið sömu viðmiðum síðustu ár og þetta er ramminn sem að Afrekssjóður hefur. Auðvitað hafa svo mótin breyst, sums staðar hefur liðum verið fjölgað á stórmótum og annars staðar eru þrengri skilyrði til að komast inn á mót. Þess vegna viljum við skoða alla þessa hluti núna, því hlutirnir hafa breyst frá 2017,“ segir Andri. Vésteinn Hafsteinsson var á dögunum ráðinn í nýtt starf afreksstjóra ÍSÍ og mun hann leiða starfshóp á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Samkvæmt fréttatilkynningu er starfshópnum ætlað að yfirfara og leggja til breytingar á umgjörð, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að stuðningur við afreksíþróttafólk hér á landi verði í fremstu röð. Það er hins vegar á ábyrgð framkvæmdastjórnar ÍSÍ að breyta reglugerð Afrekssjóðs. „Það var ekki gerð breyting á reglugerð Afrekssjóðs á síðasta ári því menn vildu taka stærri umræðu um þetta,“ segir Andri. „Við erum búin að ráða nokkra nýja starfsmenn inn til ÍSÍ sem koma inn með ný augu á hlutina. Við erum með stjórn Afrekssjóðs. Við munum einnig leita til hlutlausra sérfræðinga, og svo verðum við auðvitað með fundi með sambandsaðilum til að fara yfir þetta. Afreksstefna ÍSÍ verður til umræðu á íþróttaþingi í maí og hún er svolítið leiðandi varðandi það hvert við ætlum að stefna og hvað við leggjum áherslu á. Það er ekki stjórn ÍSÍ sem kýs um þær áherslur heldur íþróttahreyfingin í heild sinni. Hún setur því ákveðinn ramma sem við vinnum svo út frá,“ segir Andri. ÍSÍ Körfubolti Fótbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Afrekssjóður ÍSÍ, með blessun framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sér um að útdeila fé sem stjórnvöld leggja í afreksstarf í íþróttum ár hvert. Framlag ríkisins í sjóðinn hefur verið óbreytt síðustu ár, eða 392 milljónir króna á ári, en sjóðurinn er einnig fjármagnaður með lottótekjum og er 535 milljónum útdeilt til 32 sérsambanda í ár. Núgildandi reglugerð fyrir Afrekssjóð hefur gilt frá árinu 2017 og samkvæmt henni á stjórn sjóðsins við úthlutun að taka tillit til annarra styrkja sem hvert sérsamband fær. Vegna þeirra hundruð milljóna sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA árlega hefur KSÍ því ekkert fengið úr Afrekssjóði frá 2017, eftir að hafa árin á undan fengið 6-6,5% af heildarúthlutun sjóðsins, sérstaklega vegna verkefna A-landsliðs kvenna. Samkvæmt nýju reglugerðinni er öðrum sérsamböndum svo skipt í A-, B- og C-flokka og fá þær íþróttir sem eru í A-flokki allt að 75% þess fjár sem í boði er hverju sinni. Körfuboltinn féll í ár úr A í B-flokk, samkvæmt reglu um að í hópíþróttum þurfi samböndin að hafa átt landslið á stórmóti síðustu fjögur ár. Raunar hafði því falli verið frestað um ár, en tekjur KKÍ úr sjóðnum fóru úr 50,5 milljónum í 35,8, og koma að óbreyttu til með að lækka um tuttugu milljónir til viðbótar á næsta ári. „Við erum að reyna að endurskoða þessa hluti og viljum hafa alla með í því. Það er aldrei neitt kerfi fullkomið en við viljum auðvitað bæta það sem hægt er,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem einnig hefur verið starfsmaður Afrekssjóðs um árabil. Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, sagði við Vísi að sér þætti vanta afrekshugsun í stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ. Hvað segir Andri við því? Ætti ekki að styrkja frekar afreksstarfið hjá öflugasta sérsambandi landsins? Segir KSÍ geta gert sitt með fjármagni annars staðar frá „Afrekshugsun og ekki. Það er horft til þess við flokkun hverjir eiga líkur á að vinna til verðlauna og komast á stærstu mótin. Það er afrekshugsun í því. Ramminn er svo settur upp þannig til að bæta þetta starf,“ segir Andri en benda má á að kvennalandslið Íslands í fótbolta keppti á EM fjórða skiptið í röð síðasta sumar. Andri segir ekki tilgangslaust fyrir KSÍ að sækja um styrk úr Afrekssjóði, þar sem að stjórn Afrekssjóðs hverju sinni geti lagt sjálfstætt mat á umsóknir. Ljóst sé hins vegar að KSÍ njóti sérstöðu miðað við önnur sérsambönd á Íslandi. Það virðist því skipta meira máli en staða KSÍ í samkeppni við önnur knattspyrnusambönd. „Það er frábært að sjá þær tekjur sem KSÍ fær og þar hafa menn getað gert ótrúlegustu hluti. Þeir standa langt fyrir framan mörg önnur sambönd en það er eitthvað sem stjórn sjóðsins horfir til. Þarna er samband sem nær að gera sitt með fjármagni annars staðar frá, og er með svigrúm því KSÍ gerir mikið meira en að sinna landsliðunum og afreksstarfi. Þetta er eina sambandið þar sem ekkert kostar fyrir yngri iðkendur að vera í landsliðsstarfi, sem er bara frábært, og það er til hagsbóta fyrir alla íþróttahreyfinguna þegar það gengur svona vel hjá einu sambandi,“ segir Andri. Leikmenn í yngri landsliðum Íslands í fótbolta þurfa ekki að greiða kostnað vegna þátttöku, eins og þekkist hjá öðrum sérsamböndum, en verkefni þeirra eru mun færri en hjá þjóðum sem KSÍ ber sig saman við.vísir/Diego Kannski litu menn á EM sem sjálfsagðan hlut? Andri tekur undir að ef til vill sé reglugerð Afrekssjóðs ósanngjörn fyrir KSÍ og KKÍ. Í körfubolta og fótbolta eru til að mynda færri stórmót til að komast inn á en í handbolta, en ekki er tekið tillit til þess í reglugerðinni. „Reglugerð er aldrei alveg sanngjörn gagnvart öllum aðilum. Það er vandinn við úthlutun á fjármálum að við erum með mjög fjölbreytta íþróttahreyfingu, 34 sérsambönd. Þetta varð niðurstaðan þegar þessi reglugerð var sett 2017, eftir samtöl við sérsamböndin og sérfræðinga. Að afrekin yrðu að telja mikið. Þarna var körfuboltinn á EM og kannski litu menn á þetta sem sjálfsagðan hlut,“ segir Andri en karlalandslið Íslands í körfubolta var með á EM í fyrsta sinn árið 2015, og svo aftur 2017. Lykilatriði að sambönd í A-flokki geti keppt til verðlauna En er ekki um of mikið stökk á milli ára, of mikið tekjutap, að ræða fyrir til að mynda körfuboltasambandið í þessu tilviki: „Það má alveg horfa á það þannig en svona er þetta í flokkakerfi hjá öðrum þjóðum. Það er búin til leið til að skellurinn sé ekki of mikill á fyrsta ári [eftir fall niður um flokk]. Það er það sem Afrekssjóður gerði líka núna, með aukaúthlutun til KKÍ til að koma til móts við þessa lækkun. Það eru fordæmi fyrir slíku, líkt og þegar Kraftlyftingasambandið var fært milli flokka fyrir nokkrum árum síðan. Þetta er auðvitað ákveðinn skellur en það er líka reynt að koma til móts við sambandið,“ segir Andri. Reglurnar séu hins vegar býsna skýrar eins og þær séu: „Það er lykilatriði í flokkun sambanda í A-flokk að þau hafi möguleika á að keppa til verðlauna. Að tveir einstaklingar í einstaklingsgreinum komist inn á HM, EM eða Ólympíuleika, eða í hópíþróttum að lið komist inn á lokamót á síðustu árum. Þetta hefur verið lykilatriði frá því að þessi reglugerð tók gildi og það hefur alveg verið kynnt fyrir sambandsaðilum.“ Andri Stefánsson er framkvæmdastjóri ÍSÍ og Lárus Blöndal formaður. Hér eru þeir á hófi vegna kjörsins á Íþróttamanni ársins.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sér ekki fyrir endann á langri bið eftir breytingum Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við Vísi í gær að ÍSÍ hefði lofað því í apríl 2020 að farið yrði í endurskoðun á reglugerð Afrekssjóðs. Hann bíður enn og það kostar KKÍ svo mikið að Hannes óttast að körfuboltalandsliðin geti ekki tekið þátt í Evrópukeppnum á næstu árum. Andri segir vissulega tímabært að endurskoða reglugerðina en alls kostar óvíst virðist hvenær og hvernig henni verður breytt. „Við höfum haldið sömu viðmiðum síðustu ár og þetta er ramminn sem að Afrekssjóður hefur. Auðvitað hafa svo mótin breyst, sums staðar hefur liðum verið fjölgað á stórmótum og annars staðar eru þrengri skilyrði til að komast inn á mót. Þess vegna viljum við skoða alla þessa hluti núna, því hlutirnir hafa breyst frá 2017,“ segir Andri. Vésteinn Hafsteinsson var á dögunum ráðinn í nýtt starf afreksstjóra ÍSÍ og mun hann leiða starfshóp á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Samkvæmt fréttatilkynningu er starfshópnum ætlað að yfirfara og leggja til breytingar á umgjörð, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að stuðningur við afreksíþróttafólk hér á landi verði í fremstu röð. Það er hins vegar á ábyrgð framkvæmdastjórnar ÍSÍ að breyta reglugerð Afrekssjóðs. „Það var ekki gerð breyting á reglugerð Afrekssjóðs á síðasta ári því menn vildu taka stærri umræðu um þetta,“ segir Andri. „Við erum búin að ráða nokkra nýja starfsmenn inn til ÍSÍ sem koma inn með ný augu á hlutina. Við erum með stjórn Afrekssjóðs. Við munum einnig leita til hlutlausra sérfræðinga, og svo verðum við auðvitað með fundi með sambandsaðilum til að fara yfir þetta. Afreksstefna ÍSÍ verður til umræðu á íþróttaþingi í maí og hún er svolítið leiðandi varðandi það hvert við ætlum að stefna og hvað við leggjum áherslu á. Það er ekki stjórn ÍSÍ sem kýs um þær áherslur heldur íþróttahreyfingin í heild sinni. Hún setur því ákveðinn ramma sem við vinnum svo út frá,“ segir Andri.
ÍSÍ Körfubolti Fótbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira