Þakklæti Héðinn Unnsteinsson skrifar 3. febrúar 2023 11:01 Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin. Landsamtökin Geðhjálp standa vel. Okkur hefur auðnast að fá til liðs við okkur um 7400 mánaðarlega styrktarfélaga sem við erum afar þakklát fyrir. Styrktaraðila sem gera samtökunum kleift að vaxa og dafna og draga úr þörf fyrir opinberan stuðning. Nýlega stefnu Geðhjálpar höfum við nýtt sem kjölfestu í aðgerðum og samskiptum við íslenskt samfélag. Unnið markvisst út frá hlutverki samtakanna um að rækta geðheilsuÍslendinga innan þriggja flokka stefnunnar, stöðugrar framsækni, öflugrar geðræktar og tryggðra mannréttinda. Við höfum sem samtök styrkst og á sama tíma höfum við búið við þá gæfu að styrkja aðra. Ég tel ríkan vilja innan núverandi stjórnar að halda áfram að gera öðrum kleift að blómstra. Á aðalfundi samtakanna, 8. maí 2021 stofnuðu samtökin „Styrktarsjóð geðheilbrigðis“ (gedsjodur.is) með það fyrir augum að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Sjóðurinn er sjálfstæður með sér stjórn og fagráð og er ásetningur stjórnar samtakanna að halda áfram að styrkja sjóðinn þannig að úr honum verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, s.s. geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda. Um leið og ég þakka stjórn og starfsfólki Geðhjálpar kærlega fyrir samstarfið vil ég sértaklega þakka öllum þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem hafa stutt okkur í orði og verki. Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn. Með þakklæti, Héðinn Unnsteinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin. Landsamtökin Geðhjálp standa vel. Okkur hefur auðnast að fá til liðs við okkur um 7400 mánaðarlega styrktarfélaga sem við erum afar þakklát fyrir. Styrktaraðila sem gera samtökunum kleift að vaxa og dafna og draga úr þörf fyrir opinberan stuðning. Nýlega stefnu Geðhjálpar höfum við nýtt sem kjölfestu í aðgerðum og samskiptum við íslenskt samfélag. Unnið markvisst út frá hlutverki samtakanna um að rækta geðheilsuÍslendinga innan þriggja flokka stefnunnar, stöðugrar framsækni, öflugrar geðræktar og tryggðra mannréttinda. Við höfum sem samtök styrkst og á sama tíma höfum við búið við þá gæfu að styrkja aðra. Ég tel ríkan vilja innan núverandi stjórnar að halda áfram að gera öðrum kleift að blómstra. Á aðalfundi samtakanna, 8. maí 2021 stofnuðu samtökin „Styrktarsjóð geðheilbrigðis“ (gedsjodur.is) með það fyrir augum að styrkja sprota og framfarahugmyndir innan geðheilbrigðismála. Sjóðurinn er sjálfstæður með sér stjórn og fagráð og er ásetningur stjórnar samtakanna að halda áfram að styrkja sjóðinn þannig að úr honum verði sterkt „farartæki“ til framfara í geðheilbrigðismálum. Við höfum meðvitað viljað hafa áhrif á geðheilbrigðiskerfið út frá forsendum notenda og aðstandenda og um það höfum við verið opin til samstarfs í gegnum verkfæri almannaþjónustunnar, s.s. geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun. Einnig í gegnum umbætur í mannréttindamálum, endurskoðun viðhorfs til nauðungar og almennt út frá því viðhorfi að snúa við þeirri viðteknu viðleitni að geðheilbrigðisþjónustan mótist í auknu mæli á forsendum þjónustuveitenda en ekki þjónustunotenda. Um leið og ég þakka stjórn og starfsfólki Geðhjálpar kærlega fyrir samstarfið vil ég sértaklega þakka öllum þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem hafa stutt okkur í orði og verki. Þakka ykkur innilega fyrir að vera með okkur á þessari mikilvægu vegferð. Án ykkur eigum við erfitt með að hreyfa við málaflokknum. Það er von mín að landsmenn veiti Geðhjálp áfram þann styrk sem þeir hafa gert af samhygð undanfarin ár. Það er fyrir samstöðu ykkar sem við stöndum sterk og horfum bjartsýn fram á veginn. Með þakklæti, Héðinn Unnsteinsson.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun