Risaskipti í NBA: Durant fer vestur til Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2023 07:32 Kevin Durant vildi losna frá Brooklyn Nets og mun leika með Phoenix SUns. Getty Í annað sinn í vikunni hefur stórstjarna yfirgefið Brooklyn Nets því bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Kevin Durant sé genginn til liðs við Phoenix Suns. Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla. NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla.
NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira