Utanríkismálanefnd ekki rætt mál Gylfa sérstaklega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:38 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaforseti utanríkismálanefndar segir að nefndin hafi ekki rætt mál Gylfa Þór Sigurðssonar knattspyrnumanns sérstaklega. Vísir Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því. „Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
„Utanríkismálanefnd fékk síðasta haust kynningu á hlutverki og starfsemi borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar. Þar var meðal annars rætt hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin hefur ekki rætt einstaka mál íslenskra ríkisborgara erlendis, hvorki Gylfa né annarra.“ Þetta segir í svari Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrsta varaformanni utanríkismálanefndar Alþingis og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, við fyrirspurn fréttastofu. Njáll sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í október síðastliðnum að hann myndi örugglega ræða mál Gylfa á fundi nefndarinnar. Nokkrum dögum áður hafði Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa Þórs, sagt í viðtali á Vísi að væri orðin æst í að fá Gylfa heim. Hann hafði þá verið í farbanni í Bretlandi, grunaður um kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingi, í rúmt ár. Sigurður sagði jafnframt að þar sem ekkert væri að frétta af rannsókn lögreglu í máli Gylfa væri ekki hægt að líta öðruvísi á en að um mannréttindabrot væri að ræða. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ sagði Njáll í viðtalinu í Bítinu. Eins og segir í svari hans við fyrirspurn fréttastofu fékk nefndin kynningu á því hvernig brugðist er við þegar íslenskir ríkisborgarar eru handteknir erlendis. Nefndin geti þó ekkert meira gert. „Það er ráðuneytisins að svara því hver aðkoma þess er að málinu og hvort að eitthvað verði aðhafst í framhaldinu,“ segir í svari Njáls. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í vikunni er rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli Gylfa lokið og það komið á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar í Manchester. Fram kom í skriflegu svari saksóknaraembættisins við fyrirspurn fréttastofu að leggja þurfi mat á það hvort sönnungargögnin séu líkleg til að leiða til sakfellingar. Þá sé Gylfi grunaður um ítrekuð brot.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bretland England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47 Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 8. febrúar 2023 08:01
Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5. febrúar 2023 09:47
Alexandra Helga kaupir í Ármúla og Von fer í Síðumúla Alexandra Helga Ívarsdóttir hefur keypt verslunarhúsnæði í Ármúla 40 fyrir 260 milljónir króna. Þar er verslunin Von staðsett en hún verður flutt í Síðumúla á næstunni. 2. febrúar 2023 13:21