Sameinumst og skerum meinið burt! Sveinn Waage skrifar 10. febrúar 2023 15:30 Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið. „Imagine“ boðskapur John Lennon er vissulega útópía en þarf nánast dáið hjarta til að tengja ekki við fallegan textann á einhvern máta. Sem samfélag tengjum við sem heild við ótrúlega fjölbreytta hluti. Hvolpar, kettlingar og ungabörn (annarra) hreyfa við öllum. Nánast. Við viljum öll frið, öryggi og hamingju. Við erum öll á móti krabbameini og öðrum ömurlegum sjúkdómum. Ekkert af þessu þarf að útskýra sérstaklega. En er kannski möguleiki að sameinast um fleira sem við viljum og viljum ekki sem samfélag. Er möguleiki til dæmis að við sameinumst, hvar sem við erum í pólitík, trú og öðru, að ónýtur gjaldmiðill sé ekki boðlegur í nútíma samfélagi eins Ísland er. Ísland sem er svo sneisafullt af kostum og kjörum, þó svo betur megi gera á mörgum sviðum, jafnvel miklu betur. Viljum við ekki geta horft lengur en nokkrar vikur fram í tímann í viðskiptum, viljum við ekki vexti sem eru á pari við nágrannaþjóðir, viljum við ekki losna við þessa sturluðu verðtryggingu og kaupa mat og aðrar nauðsynjar sem eru ekki dýrastar í heiminum? Erum við ekki öll þar saman? Ónýtur gjaldmiðill á ekki að vera pólitískt rifrildi heldur þjóðar-mein sem við skerum burt eins og önnur mein. Að leggja krónunni er engin aðför að íslenskri þjóð, menningu eða öðru fallegur sem við viljum öll passa. Þessi blessaða króna er að kæfa okkur, tefja okkur, flækja okkur og KOSTA okkur svo mikið. Í alvöru, getum við skrönglast saman upp úr skotgröfunum, virkilega horft framan í krónuna, séð hvað hún er í raun og veru, þakkað henni fyrir samfylgdina og sagt bless … og um leið; „Áfram Ísland!“ „You may say I´m a dreamer, but I´m not the only one“ Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og Húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Íslenska krónan Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið. „Imagine“ boðskapur John Lennon er vissulega útópía en þarf nánast dáið hjarta til að tengja ekki við fallegan textann á einhvern máta. Sem samfélag tengjum við sem heild við ótrúlega fjölbreytta hluti. Hvolpar, kettlingar og ungabörn (annarra) hreyfa við öllum. Nánast. Við viljum öll frið, öryggi og hamingju. Við erum öll á móti krabbameini og öðrum ömurlegum sjúkdómum. Ekkert af þessu þarf að útskýra sérstaklega. En er kannski möguleiki að sameinast um fleira sem við viljum og viljum ekki sem samfélag. Er möguleiki til dæmis að við sameinumst, hvar sem við erum í pólitík, trú og öðru, að ónýtur gjaldmiðill sé ekki boðlegur í nútíma samfélagi eins Ísland er. Ísland sem er svo sneisafullt af kostum og kjörum, þó svo betur megi gera á mörgum sviðum, jafnvel miklu betur. Viljum við ekki geta horft lengur en nokkrar vikur fram í tímann í viðskiptum, viljum við ekki vexti sem eru á pari við nágrannaþjóðir, viljum við ekki losna við þessa sturluðu verðtryggingu og kaupa mat og aðrar nauðsynjar sem eru ekki dýrastar í heiminum? Erum við ekki öll þar saman? Ónýtur gjaldmiðill á ekki að vera pólitískt rifrildi heldur þjóðar-mein sem við skerum burt eins og önnur mein. Að leggja krónunni er engin aðför að íslenskri þjóð, menningu eða öðru fallegur sem við viljum öll passa. Þessi blessaða króna er að kæfa okkur, tefja okkur, flækja okkur og KOSTA okkur svo mikið. Í alvöru, getum við skrönglast saman upp úr skotgröfunum, virkilega horft framan í krónuna, séð hvað hún er í raun og veru, þakkað henni fyrir samfylgdina og sagt bless … og um leið; „Áfram Ísland!“ „You may say I´m a dreamer, but I´m not the only one“ Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og Húmor.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun