Nokkrar vangaveltur um tryggingar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 10. febrúar 2023 16:01 Enn og aftur sting ég niður penna og fjalla um hækkun trygginga. Það er ekki að ástæðulausu, því í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að hlutfall þeirra sem ekki ná endum saman fjárhagslega hafi ekki verið jafn hátt í sjö ár og sögðust átta af hundrað safna skuldum. Ég velti því enn og aftur fyrir mér „samfélagslegum skyldum“ tryggingarfélaga, banka og annarra aðila sem geta borið þyngri byrðar eða tekið höggið á tímum sem þessum. Líkt og ég kom að í upphafi hef ég áður fjallað um hækkun trygginga og þau svör sem ég fékk við fyrirspurn minni á sínum tíma. Þær greinar og þau svör má lesa hér. Ég hef nú sent fjármála- og efnahagsráðherra frekari fyrirspurnir er varða vátryggingamál hér á landi. Fyrirspurnirnar eru tvær. Annars vegar varðandi þróun tjóna í gegnum covid faraldurinn og hins vegar um þróun iðgjalda eftir að tryggingaskylda ökumannatækja á borð við snjósleða, fjórhjóla og torfærumótorhjóla var afnumin á sínum tíma. Vátryggingaskuld, hvað er það? En í hvað fara iðgjöldin? Vátryggingaskuld, (eða svokallaður bótasjóður, sem reyndar er hugtak sem ekki er notað lengur í lögum) er myndaður með greiðslu iðgjalda sem tjónaskuld vegna ógreiddra tjóna fyrri ára, það er til að tryggja greiðslugetu bóta í náinni framtíð. Það má vel spyrja sig hvort ekki eigi að nota hagnað af þessari tjónaskuld til lækkunar á iðgjöldum næsta árs eða hvort hann sé reiknaður inn í iðgjaldaþörfina þar sem þetta er arður af skuldinni, alltsvo bótasjóði. Ég velti því fyrir mér hvort arður af fjárfestingartekjum vátryggingaskuldar sé talinn vera hluti af vátryggingarekstrinum sjálfum. Sé svarið „nei“ við þeirri spurningu mætti spyrja sig af hverju arður af fjárfestingartekjum vátryggingaskuldar (bótasjóði) sé ekki talinn vera hluti af vátryggingarekstrinum þar sem hann er myndaður af iðgjöldum vátryggingataka? Sé niðurstaðan sú að þessu tvennu sé algjörlega haldið aðgreindu, það er vátryggingarekstrum og fjárfestingum félaganna, má halda áfram að spyrja sig hvort eðlilegt sé að halda þessu aðgreindu þar sem um er að ræða tekjur af áður greiddum iðgjöldum vátryggingataka. Já, ég ætla ekki að halda því fram að það sé auðvelt að átta sig á fjárfestingaumhverfi tryggingarfélaga, en það má og verður að spyrja spurninga. Hvar liggur ákvörðunin um lækkun iðgjalda? Væntanlega er það einungis og einvörðungu ákvörðun stjórna félaganna hvort hagnaður af fjárfestingastarfsemi sé notaður í þágu viðskiptavina eða ekki. Það sama á svo við um hagnað af vátryggingastarfsemi. Í frétt Fjármálaeftirlitsins sem bar heitið „Til glöggvunar varðandi vátryggingafélög og svokallaða „bótasjóði“” kom fram að það sé á ábyrgð stjórna vátryggingafélaganna „að tryggja orðspor félaganna haldist gott, en það gera þau best með því að huga bæði að hagsmunum viðskiptavina og fjárfesta. Þær þurfa að ákvarða með hvaða hætti vátryggingafélögin láta viðskiptavini sína njóta góðs af hagnaði sínum. Þetta á við hvort sem um er að ræða hagnað af vátryggingastarfsemi eða fjárfestingarstarfsemi“ Sé þetta raunin, þá geta stjórnir félaganna ef þær kjósa svo látið viðskiptavini njóta góðs af hagnaði sínum, hvort sem um er að ræða hagnað af vátryggingastarfsemi eða fjárfestingarstarfsemi. Með öðrum orðum þá geta stjórnir félaganna tekið ákvörðun um að standa með almenningi í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Tryggingar Alþingi Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur sting ég niður penna og fjalla um hækkun trygginga. Það er ekki að ástæðulausu, því í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að hlutfall þeirra sem ekki ná endum saman fjárhagslega hafi ekki verið jafn hátt í sjö ár og sögðust átta af hundrað safna skuldum. Ég velti því enn og aftur fyrir mér „samfélagslegum skyldum“ tryggingarfélaga, banka og annarra aðila sem geta borið þyngri byrðar eða tekið höggið á tímum sem þessum. Líkt og ég kom að í upphafi hef ég áður fjallað um hækkun trygginga og þau svör sem ég fékk við fyrirspurn minni á sínum tíma. Þær greinar og þau svör má lesa hér. Ég hef nú sent fjármála- og efnahagsráðherra frekari fyrirspurnir er varða vátryggingamál hér á landi. Fyrirspurnirnar eru tvær. Annars vegar varðandi þróun tjóna í gegnum covid faraldurinn og hins vegar um þróun iðgjalda eftir að tryggingaskylda ökumannatækja á borð við snjósleða, fjórhjóla og torfærumótorhjóla var afnumin á sínum tíma. Vátryggingaskuld, hvað er það? En í hvað fara iðgjöldin? Vátryggingaskuld, (eða svokallaður bótasjóður, sem reyndar er hugtak sem ekki er notað lengur í lögum) er myndaður með greiðslu iðgjalda sem tjónaskuld vegna ógreiddra tjóna fyrri ára, það er til að tryggja greiðslugetu bóta í náinni framtíð. Það má vel spyrja sig hvort ekki eigi að nota hagnað af þessari tjónaskuld til lækkunar á iðgjöldum næsta árs eða hvort hann sé reiknaður inn í iðgjaldaþörfina þar sem þetta er arður af skuldinni, alltsvo bótasjóði. Ég velti því fyrir mér hvort arður af fjárfestingartekjum vátryggingaskuldar sé talinn vera hluti af vátryggingarekstrinum sjálfum. Sé svarið „nei“ við þeirri spurningu mætti spyrja sig af hverju arður af fjárfestingartekjum vátryggingaskuldar (bótasjóði) sé ekki talinn vera hluti af vátryggingarekstrinum þar sem hann er myndaður af iðgjöldum vátryggingataka? Sé niðurstaðan sú að þessu tvennu sé algjörlega haldið aðgreindu, það er vátryggingarekstrum og fjárfestingum félaganna, má halda áfram að spyrja sig hvort eðlilegt sé að halda þessu aðgreindu þar sem um er að ræða tekjur af áður greiddum iðgjöldum vátryggingataka. Já, ég ætla ekki að halda því fram að það sé auðvelt að átta sig á fjárfestingaumhverfi tryggingarfélaga, en það má og verður að spyrja spurninga. Hvar liggur ákvörðunin um lækkun iðgjalda? Væntanlega er það einungis og einvörðungu ákvörðun stjórna félaganna hvort hagnaður af fjárfestingastarfsemi sé notaður í þágu viðskiptavina eða ekki. Það sama á svo við um hagnað af vátryggingastarfsemi. Í frétt Fjármálaeftirlitsins sem bar heitið „Til glöggvunar varðandi vátryggingafélög og svokallaða „bótasjóði“” kom fram að það sé á ábyrgð stjórna vátryggingafélaganna „að tryggja orðspor félaganna haldist gott, en það gera þau best með því að huga bæði að hagsmunum viðskiptavina og fjárfesta. Þær þurfa að ákvarða með hvaða hætti vátryggingafélögin láta viðskiptavini sína njóta góðs af hagnaði sínum. Þetta á við hvort sem um er að ræða hagnað af vátryggingastarfsemi eða fjárfestingarstarfsemi“ Sé þetta raunin, þá geta stjórnir félaganna ef þær kjósa svo látið viðskiptavini njóta góðs af hagnaði sínum, hvort sem um er að ræða hagnað af vátryggingastarfsemi eða fjárfestingarstarfsemi. Með öðrum orðum þá geta stjórnir félaganna tekið ákvörðun um að standa með almenningi í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun