Ég sé skýrar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:00 Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Það er vegna þess að nú á laugardagskvöldið fórum við mæðgur á danssýninguna Hringrás í Borgarleikhúsinu. Þar er um einleiks verk danshöfundar að ræða og mögnuð túlkun hennar á hringrás mannsins í þessum heimi. Allt frá hreyfingum fósturs í móðurkviði, sárar hríðar við fæðingu barns til bókstaflega flæðandi móðurmjólkur úr brjóstum nýbakaðrar móður. Hið ómálga barn sem dansar svo með móður sinni og þroskast og dafnar, en er háð henni á allan hátt til að eiga von um bjarta framtíð. Þar er það ást og umhyggja foreldra og þeirra bakland sem leggur grunninn að því sem koma skal. Maðurinn er í raun mun háðari foreldum sínum fyrstu árin en aðrar dýrategundir á okkar plánetu. Einstakt hvað listræn túlkun á jafn eðlilegum hlut og meðganga, fæðing og uppeldi getur opnað augu manns sem telur sig vera sérfræðing í fæðingarfræði og nokkuð þokkaleg móðir, amma og uppalandi getur gert. Listir lita tilveru okkar mun meira en við áttum okkur á. Getum við öll reynt að sjá aðeins skýrar ? Hvernig væri að ráðamenn okkar og þeir sem stjórna þessu landi færu að sjá starf sitt og köllun skýrar ? Nú þegar covid er ekki lengur að hefta okkur erum við skömmuð fyrir að hreyfa okkur og það er neyslu okkar að kenna að verðbólgan er á beinni línu upp á við. Bankarnir skila stjarnfærðilegum hagnaði, tölum sem almenningur skilur ekki á meðan þeir rukka fyrir hvert viðvik og jafnvel símtal. Peningar verða ekki til í bönkum er það ? Er ekki sá hagnaður kominn til vegna skulda almennings ? Íslenskt samfélag hefur breystst hratt undanfarin ár við erum nú með mun meiri stéttaskiptingu en var hér áður. Munur milli þeirra sem hafa of mikið og hinna sem berjast í bökkum hefur aldrei verið eins og nú. Hingað hefur flutt fólk erlendis frá, nýbúar sem hafa íslensku sem annað tungumál og vinna mikilvæg störf sem eru ekki alltaf vel metin og launin lág. Fólk sem getur ekki framfleytt sér á lægstu laununum því þau einfaldlega duga ekki til að borga leigu, lán, nauðsynjar og kaupa í matinn. Hvað þá að veita börnum sínum tómstundir , föt eða að fara á sýningar eins og við mæðgur fórum á laugardaginn. Hvernig má það vera að í upphafi árs 2023 þegar lægðir ganga yfir landið á færibandi og veður viðvaranir í öllum regnbogans litum dynja á okkur að við sjáum ekki skýrar. Ég bið þess að ráðamenn og viðsemjendur Eflingar fari að sjá aðeins skýrar og og gangi til samninga við þau án tafar. Það er aðdáunarvert að sjá orku formannsins og trú hennar á að réttlætinu verði fullnægt. Hún má vera eins og hún er og ganga fram af sinni eigin eflingu í trú á betri kjör fyrir þá sem minna mega sín í þessu samfélagi sem við öll tilheyrum. En á sama tíma er það sorglegt að sjá hvernig atvinnurekendur og ráðamenn sjái ekki skýrar ennþá en það gæti gerst þegar lægðunum slotar. Megi listin hjálpa fleirum að sjá skýrar á vormánuðum. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Það er vegna þess að nú á laugardagskvöldið fórum við mæðgur á danssýninguna Hringrás í Borgarleikhúsinu. Þar er um einleiks verk danshöfundar að ræða og mögnuð túlkun hennar á hringrás mannsins í þessum heimi. Allt frá hreyfingum fósturs í móðurkviði, sárar hríðar við fæðingu barns til bókstaflega flæðandi móðurmjólkur úr brjóstum nýbakaðrar móður. Hið ómálga barn sem dansar svo með móður sinni og þroskast og dafnar, en er háð henni á allan hátt til að eiga von um bjarta framtíð. Þar er það ást og umhyggja foreldra og þeirra bakland sem leggur grunninn að því sem koma skal. Maðurinn er í raun mun háðari foreldum sínum fyrstu árin en aðrar dýrategundir á okkar plánetu. Einstakt hvað listræn túlkun á jafn eðlilegum hlut og meðganga, fæðing og uppeldi getur opnað augu manns sem telur sig vera sérfræðing í fæðingarfræði og nokkuð þokkaleg móðir, amma og uppalandi getur gert. Listir lita tilveru okkar mun meira en við áttum okkur á. Getum við öll reynt að sjá aðeins skýrar ? Hvernig væri að ráðamenn okkar og þeir sem stjórna þessu landi færu að sjá starf sitt og köllun skýrar ? Nú þegar covid er ekki lengur að hefta okkur erum við skömmuð fyrir að hreyfa okkur og það er neyslu okkar að kenna að verðbólgan er á beinni línu upp á við. Bankarnir skila stjarnfærðilegum hagnaði, tölum sem almenningur skilur ekki á meðan þeir rukka fyrir hvert viðvik og jafnvel símtal. Peningar verða ekki til í bönkum er það ? Er ekki sá hagnaður kominn til vegna skulda almennings ? Íslenskt samfélag hefur breystst hratt undanfarin ár við erum nú með mun meiri stéttaskiptingu en var hér áður. Munur milli þeirra sem hafa of mikið og hinna sem berjast í bökkum hefur aldrei verið eins og nú. Hingað hefur flutt fólk erlendis frá, nýbúar sem hafa íslensku sem annað tungumál og vinna mikilvæg störf sem eru ekki alltaf vel metin og launin lág. Fólk sem getur ekki framfleytt sér á lægstu laununum því þau einfaldlega duga ekki til að borga leigu, lán, nauðsynjar og kaupa í matinn. Hvað þá að veita börnum sínum tómstundir , föt eða að fara á sýningar eins og við mæðgur fórum á laugardaginn. Hvernig má það vera að í upphafi árs 2023 þegar lægðir ganga yfir landið á færibandi og veður viðvaranir í öllum regnbogans litum dynja á okkur að við sjáum ekki skýrar. Ég bið þess að ráðamenn og viðsemjendur Eflingar fari að sjá aðeins skýrar og og gangi til samninga við þau án tafar. Það er aðdáunarvert að sjá orku formannsins og trú hennar á að réttlætinu verði fullnægt. Hún má vera eins og hún er og ganga fram af sinni eigin eflingu í trú á betri kjör fyrir þá sem minna mega sín í þessu samfélagi sem við öll tilheyrum. En á sama tíma er það sorglegt að sjá hvernig atvinnurekendur og ráðamenn sjái ekki skýrar ennþá en það gæti gerst þegar lægðunum slotar. Megi listin hjálpa fleirum að sjá skýrar á vormánuðum. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar