James hefur ekkert spilað með Los Angeles Lakers síðan hann bætti stigamet Kareem Abdul-Jabbar í síðustu viku.
LeBron James kom hins vegar á leikinn um Ofurskálinu í nótt og var þar með konu sinni Savannah í einni af lúxussvítu leikvangsins.
Kansas City Chiefs tryggði sér þar NFL-titilinn með 38-35 sigri á Philadelphia Eagles.
Þegar LeBron kom upp á stóra skjánum á leikvanginum þá setti hann upp ímyndaða kórónu og fékk misgóð viðbrögð við því látbragði sínu.
Hér fyrir neðan má sjá LeBron James á stóra skjánum.