Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Höttur 109-88 | Stólarnir aftur á sigurbraut Arnar Skúli Atlason skrifar 13. febrúar 2023 22:05 Sigtryggur Arnar Björnsson átti flottan leik í kvöld. Vísir/Diego Tindastóll vann mikilvægan sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 109-88 og Stólarnir eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Tindastóll tók á móti Hetti í Subway deild karla í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn í Tindastól í 7 sæti en gestirnir frá Egilsstöðum sátu í 10 sæti. Það var til mikils að keppa í kvöld því með sigri Hattar færu þeir upp fyrir Tindastól af stigum og inn í úrslitakeppnissæti. Leikurinn hófst með miklum krafti og liðin skiptust á körfum og það var mikið skorað í leikhlutanum. Allar sóknaraðgerðir hjá báðum liðum virkuðu mjög skipulagðar og mikið jafnræði var hjá Liðunum, en Tindastóll var skrefinu á undan út fjórðunginn og leiddu með 3 stigum þegar fyrsta leikhlutanum lauk, staðan 28-25. Annar leikhluti fór svipað af stað og fyrstileikhlutinn, liðin skiptust á körfum. En þá í stöðunni 33-31 fyrir Tindastól, tóku þeir sprett og á 2 mín tókst þeim að koma muninum upp í 11 stiga mun en þá tók Viðar hin litríki þjálfari Hattar leikhlé og þeir svöruðu með 9-0 áhlaupi og allt púður virtist úr Stólunum en þá tók Pavel leikhlé til að stöðvablæðinguna. Stólarnir komu betur stemmdir út úr leikhléinu og sáu Keyshawn Woods og Davis Geks um að loka fjórðungnum fyrir Stólana og sá síðarnefndi kláraði leikhlutann með þriggja stigakörfu og Tindastóll leiddi 56-45 í hálfleik. Það var Tindastóll sem opnaði þriðja leikhlutann en eins og hina leikhlutana þá skiptust liðin á því að skora en það var Tindastóll sem átti fyrsta höggið í leikhlutanum og það var höggið sem fór með leikinn. Stólarnir rifu sig frá Hetti og komu muninum upp í 22 stig og það var Arnar Björnsson sem dró vagninn fyrir Stólana og hann stjórnaði leiknum eins og herforingi. Stólarnir breyttu stöðunni í 73-51 og sá munur endist út leikinn án þess að Hattar menn náðu að svara eða ógna heimamönnum sem voru með öll völd á leiknum út leiktímann og leikurinn endaði 109-88 fyrir Tindastól. Stigahæstir í liðið Tindastóls: Sigtryggur Arnar 32 stig, Keyshawn Woods með 18 stig, Davis Geks 14 stig.Stigahæstir í liði Hattar: Bryan Alberts með 20 stig, Timothy Guers 15 stig, Adam Eiður 14 stig. Af hverju vann Tindastóll? Heilt yfir frábær leikur hjá Tindastól og spiluðu leikinn frábærlega út í gegn. Hittu á góðan skotleik og voru bara heilt yfir mjög flottir. 6 leikmenn Tindastóls skora 10 stig eða meira. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar var frábær í liði Stólana og alltaf þegar hann spilar vel eru Tindastóll frábærir, hann fékk samt hjálp frá sínum liðsfélögum sem spiluðu góða vörn og margir að leggja í púkkið. Hvað gekk illa? Hetti gekk illa að stoppa Stólana í þriðja leikhluta og þar var leikurinn tapaður fyrir strákana hans Viðars Hafsteins. Hvað gerist næst? Tindastóll taka á móti Grindavík á Sauðárkróki 19:15 á fimmtudaginn 16 febrúar, Höttur hins vegar fer í Garðabæinn að og heimsækir Stjörnuna á föstudeginum. Pavel: Hljómar eins og þjálfarinn sé algjör snillingur Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét „Ég ætla að forðast frasana, en við gerðum það sem við lögðum upp fyrir leikinn, það hljómar eins og þjálfarinn sé algjör snillingur sem leggur alltaf upp og gengur allt upp. Það er það sem mér hefur vantað hérna, að þeir framkvæmi hvað sem það er og geri það í 40 mín og líði vel með það og byrjaði að ganga smá illa hvað sem það er geta þeir haldið í ákveðna hlut og gera það aftur og aftur og mé fannst við gera það lengstum af í þessum leik og úrslitin eftir því“ Stólarnir komu vel stemmdir úr seinni hálfleik og spurður hvort þeir hefðu breytt einhverju á milli leikja „Nei það var bara ekki neitt, og fókusinn var í raun og veru að halda áfram og við vorum búnir að átta okkur á því sem var að virka og gera það. Stanslaust að minna menn á það og þeir tali sín á milli inná vellinum og það var frábært í dag og þessi öryggistilfining hjá strákunum sem ég er búinn að vera að leitast að og burt sé frá úrslitunum náttúrulega frábær sigur og allt það, þá fannst mér töluverð bæting í þeirri deild það var öryggi hjá strákunum“ Viðar: Þeir beygðu okkur þangað til við brotnuðum Viðar Örn Hafsteinsso, þjálfari Hattar.Vísir/Bára Dröfn „Fyrri hálfleikurinn var finn, lokuðum honum svolítið illa klikkum á fínu færi og við fáum þrist í andlitið. Þetta fer í 11 og við byrjum seinni allt í lagi en fáum 12 stig í andlitið og komast 20 yfir og þá brotnum við náum aldrei flugi eftir það en fram að því góðir og Stólarnir betri en við í dag, töluvert betri og voru flottir, þeir beygðu okkur þangað til við brotnuðum“ Aðspurður hvort þetta hefði áhrif á sjálfstraustið svaraði Viðar þessu. „Þetta var mikilvægur leikur, Við höfum tapað áður en við unnum seinast við erum með fína frammistöðu á löngum köflum bara áfram með þetta, við mættum góðu liði sem var on day og góðir og nýttu sér alla litlu hluti sem við gerðum mistök, þegar við vorum bara ekki á okkar besta varnarlega þá refsuðu þeir í hvert skipti. Það er ekkert við því að segja“ Subway-deild karla Tindastóll Höttur
Tindastóll vann mikilvægan sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 109-88 og Stólarnir eru komnir aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Tindastóll tók á móti Hetti í Subway deild karla í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn í Tindastól í 7 sæti en gestirnir frá Egilsstöðum sátu í 10 sæti. Það var til mikils að keppa í kvöld því með sigri Hattar færu þeir upp fyrir Tindastól af stigum og inn í úrslitakeppnissæti. Leikurinn hófst með miklum krafti og liðin skiptust á körfum og það var mikið skorað í leikhlutanum. Allar sóknaraðgerðir hjá báðum liðum virkuðu mjög skipulagðar og mikið jafnræði var hjá Liðunum, en Tindastóll var skrefinu á undan út fjórðunginn og leiddu með 3 stigum þegar fyrsta leikhlutanum lauk, staðan 28-25. Annar leikhluti fór svipað af stað og fyrstileikhlutinn, liðin skiptust á körfum. En þá í stöðunni 33-31 fyrir Tindastól, tóku þeir sprett og á 2 mín tókst þeim að koma muninum upp í 11 stiga mun en þá tók Viðar hin litríki þjálfari Hattar leikhlé og þeir svöruðu með 9-0 áhlaupi og allt púður virtist úr Stólunum en þá tók Pavel leikhlé til að stöðvablæðinguna. Stólarnir komu betur stemmdir út úr leikhléinu og sáu Keyshawn Woods og Davis Geks um að loka fjórðungnum fyrir Stólana og sá síðarnefndi kláraði leikhlutann með þriggja stigakörfu og Tindastóll leiddi 56-45 í hálfleik. Það var Tindastóll sem opnaði þriðja leikhlutann en eins og hina leikhlutana þá skiptust liðin á því að skora en það var Tindastóll sem átti fyrsta höggið í leikhlutanum og það var höggið sem fór með leikinn. Stólarnir rifu sig frá Hetti og komu muninum upp í 22 stig og það var Arnar Björnsson sem dró vagninn fyrir Stólana og hann stjórnaði leiknum eins og herforingi. Stólarnir breyttu stöðunni í 73-51 og sá munur endist út leikinn án þess að Hattar menn náðu að svara eða ógna heimamönnum sem voru með öll völd á leiknum út leiktímann og leikurinn endaði 109-88 fyrir Tindastól. Stigahæstir í liðið Tindastóls: Sigtryggur Arnar 32 stig, Keyshawn Woods með 18 stig, Davis Geks 14 stig.Stigahæstir í liði Hattar: Bryan Alberts með 20 stig, Timothy Guers 15 stig, Adam Eiður 14 stig. Af hverju vann Tindastóll? Heilt yfir frábær leikur hjá Tindastól og spiluðu leikinn frábærlega út í gegn. Hittu á góðan skotleik og voru bara heilt yfir mjög flottir. 6 leikmenn Tindastóls skora 10 stig eða meira. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar var frábær í liði Stólana og alltaf þegar hann spilar vel eru Tindastóll frábærir, hann fékk samt hjálp frá sínum liðsfélögum sem spiluðu góða vörn og margir að leggja í púkkið. Hvað gekk illa? Hetti gekk illa að stoppa Stólana í þriðja leikhluta og þar var leikurinn tapaður fyrir strákana hans Viðars Hafsteins. Hvað gerist næst? Tindastóll taka á móti Grindavík á Sauðárkróki 19:15 á fimmtudaginn 16 febrúar, Höttur hins vegar fer í Garðabæinn að og heimsækir Stjörnuna á föstudeginum. Pavel: Hljómar eins og þjálfarinn sé algjör snillingur Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét „Ég ætla að forðast frasana, en við gerðum það sem við lögðum upp fyrir leikinn, það hljómar eins og þjálfarinn sé algjör snillingur sem leggur alltaf upp og gengur allt upp. Það er það sem mér hefur vantað hérna, að þeir framkvæmi hvað sem það er og geri það í 40 mín og líði vel með það og byrjaði að ganga smá illa hvað sem það er geta þeir haldið í ákveðna hlut og gera það aftur og aftur og mé fannst við gera það lengstum af í þessum leik og úrslitin eftir því“ Stólarnir komu vel stemmdir úr seinni hálfleik og spurður hvort þeir hefðu breytt einhverju á milli leikja „Nei það var bara ekki neitt, og fókusinn var í raun og veru að halda áfram og við vorum búnir að átta okkur á því sem var að virka og gera það. Stanslaust að minna menn á það og þeir tali sín á milli inná vellinum og það var frábært í dag og þessi öryggistilfining hjá strákunum sem ég er búinn að vera að leitast að og burt sé frá úrslitunum náttúrulega frábær sigur og allt það, þá fannst mér töluverð bæting í þeirri deild það var öryggi hjá strákunum“ Viðar: Þeir beygðu okkur þangað til við brotnuðum Viðar Örn Hafsteinsso, þjálfari Hattar.Vísir/Bára Dröfn „Fyrri hálfleikurinn var finn, lokuðum honum svolítið illa klikkum á fínu færi og við fáum þrist í andlitið. Þetta fer í 11 og við byrjum seinni allt í lagi en fáum 12 stig í andlitið og komast 20 yfir og þá brotnum við náum aldrei flugi eftir það en fram að því góðir og Stólarnir betri en við í dag, töluvert betri og voru flottir, þeir beygðu okkur þangað til við brotnuðum“ Aðspurður hvort þetta hefði áhrif á sjálfstraustið svaraði Viðar þessu. „Þetta var mikilvægur leikur, Við höfum tapað áður en við unnum seinast við erum með fína frammistöðu á löngum köflum bara áfram með þetta, við mættum góðu liði sem var on day og góðir og nýttu sér alla litlu hluti sem við gerðum mistök, þegar við vorum bara ekki á okkar besta varnarlega þá refsuðu þeir í hvert skipti. Það er ekkert við því að segja“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti