Nokkrar spurningar til skattayfirvalda um skattlagningu og skráningu almannaheillasamtaka Jónas Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2023 13:30 Skattlagning almannaheillastarfs tók stakkaskiptum fyrir rúmu ári síðan með breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snerta almannaheillasamtök og styðjendur þeirra. Almannaheillasamtök fögnuðu þessum breytingum og á fimmta hundrað samtaka hafa skráð sig á almannaheillaskrá Skattins. Það gerðu þau þrátt fyrir að framkvæmd skattabreytinganna hafi verið umdeild og tilraunir almannaheillasamtaka til að fá sniðna af ýmsa vankanta hafi borið takmarkaðan árangur. Eitt af því sem Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa beint til Skattsins snertir einmitt skráningu á almannaheillaskrá. Mörg almannaheillasamtök hafa kvartað yfir því að hafa verið neitað um skráningu með vísan til sértekna sem félögin afla. Almennt er almannaheillasamtökum heimilt að afla vissra sértekna innan tekjuskattslaga; viðmiðanir skattayfirvalda virðast vera þrengri og ósveigjanlegri en tilefni er til. Því hefur verið beint til Skattsins að endurskoða þessar viðmiðanir, opna leið fleiri félaga á almannaheillaskrá og gera með því almenningi kleift að styrkja þessi félög gegn skattaafslætti, eins og alþingi ætlaðist til með skattalagabreytingunum. Önnur spurning Almannaheilla til skattayfirvalda snýst um skilgreiningu á gjöfum sem eru hæfar til skattaafsláttar. Minningargjafir eru t.d. ekki taldar með—þær eru sannarlega skilyrðislausar gjafir til félaga og gefandi fær ekkert í staðinn. Af hverju eru minningargjafir ekki teknar með? Þriðja spurningin snýst um fjármagnstekjuskatt, sem almannaheillasamtök eru undanþegin samkvæmt breyttum lögum. Hvers vegna þarf að leggja skattinn á og endurgreiða hann síðan ári seinna, með tilheyrandi flækjum og tekjuskerðingum? Samkvæmt lagabókstafnum má fella skattinn niður strax við staðgreiðslu—hvers vegna er það ekki haft þannig? Fjórða spurningin snertir skil á gögnun og miðlun upplýsinga um gjafir og styrki. Almannaheillasamtök þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að koma upplýsingum um almenna styðjendur sína inn í form Skattsins til þess að skattgreiðendur fái að njóta skattafsláttar—með vinnubrögðum sem margir telja fremur forn. Almannaheill hafa beint því Skattsins hvort ekki sé hægt að birta sérhannað excel eða xml-skjal á vef Skattsins sem auðvelt væri að flytja upplýsingar í, líkt og gert er vegna bankaupplýsinga í mörgum tilfellum. Að lokum hafa Almannaheill spurt hvort ekki megi fresta endurskráningu á almannaheillaskrá Skattsins, sem á að fara fram fyrir 15. febrúar n.k., á meðan þessir hnökrar eru á framkvæmd skattabreytinganna? Við þetta má bæta að leiðbeiningar Skattsins um þessar breyttu skattareglur eru að dómi almannaheillasamtaka ófullnægjandi—í sumum tilvikum beinlínis villandi. Við höfum ítrekað beðið um að þær verði lagfærðar. Almannaheill hafa, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, sent lengra erindi til Skattsins um þessar misfellur í framkvæmd mikilvægra lagabreytinga og birt á heimasíðu sinni. Hættan er sú að gildi lagabreytinganna fyrir ári síðan sé rýrt með ófullnægjandi framkvæmd og með því komið í veg fyrir þann árangur af þeim sem vonast var eftir. Þeir gallar sem bent hefur verið á snerta tugi þúsunda skattgreiðenda í landinu, og viðkvæma samfélagslega starfsemi sem þeim er annt um. Eftir því ættu þeir þingmenn sem beittu sér fyrir lagabreytingunum að taka. Engin viðbrögð hafa hins vegar borist frá skattayfirvöldum um margra mánaða skeið við þeim eðlilegu ábendingum sem felast í spurningum Almannaheilla. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Skattar og tollar Mest lesið Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skattlagning almannaheillastarfs tók stakkaskiptum fyrir rúmu ári síðan með breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snerta almannaheillasamtök og styðjendur þeirra. Almannaheillasamtök fögnuðu þessum breytingum og á fimmta hundrað samtaka hafa skráð sig á almannaheillaskrá Skattins. Það gerðu þau þrátt fyrir að framkvæmd skattabreytinganna hafi verið umdeild og tilraunir almannaheillasamtaka til að fá sniðna af ýmsa vankanta hafi borið takmarkaðan árangur. Eitt af því sem Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa beint til Skattsins snertir einmitt skráningu á almannaheillaskrá. Mörg almannaheillasamtök hafa kvartað yfir því að hafa verið neitað um skráningu með vísan til sértekna sem félögin afla. Almennt er almannaheillasamtökum heimilt að afla vissra sértekna innan tekjuskattslaga; viðmiðanir skattayfirvalda virðast vera þrengri og ósveigjanlegri en tilefni er til. Því hefur verið beint til Skattsins að endurskoða þessar viðmiðanir, opna leið fleiri félaga á almannaheillaskrá og gera með því almenningi kleift að styrkja þessi félög gegn skattaafslætti, eins og alþingi ætlaðist til með skattalagabreytingunum. Önnur spurning Almannaheilla til skattayfirvalda snýst um skilgreiningu á gjöfum sem eru hæfar til skattaafsláttar. Minningargjafir eru t.d. ekki taldar með—þær eru sannarlega skilyrðislausar gjafir til félaga og gefandi fær ekkert í staðinn. Af hverju eru minningargjafir ekki teknar með? Þriðja spurningin snýst um fjármagnstekjuskatt, sem almannaheillasamtök eru undanþegin samkvæmt breyttum lögum. Hvers vegna þarf að leggja skattinn á og endurgreiða hann síðan ári seinna, með tilheyrandi flækjum og tekjuskerðingum? Samkvæmt lagabókstafnum má fella skattinn niður strax við staðgreiðslu—hvers vegna er það ekki haft þannig? Fjórða spurningin snertir skil á gögnun og miðlun upplýsinga um gjafir og styrki. Almannaheillasamtök þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að koma upplýsingum um almenna styðjendur sína inn í form Skattsins til þess að skattgreiðendur fái að njóta skattafsláttar—með vinnubrögðum sem margir telja fremur forn. Almannaheill hafa beint því Skattsins hvort ekki sé hægt að birta sérhannað excel eða xml-skjal á vef Skattsins sem auðvelt væri að flytja upplýsingar í, líkt og gert er vegna bankaupplýsinga í mörgum tilfellum. Að lokum hafa Almannaheill spurt hvort ekki megi fresta endurskráningu á almannaheillaskrá Skattsins, sem á að fara fram fyrir 15. febrúar n.k., á meðan þessir hnökrar eru á framkvæmd skattabreytinganna? Við þetta má bæta að leiðbeiningar Skattsins um þessar breyttu skattareglur eru að dómi almannaheillasamtaka ófullnægjandi—í sumum tilvikum beinlínis villandi. Við höfum ítrekað beðið um að þær verði lagfærðar. Almannaheill hafa, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, sent lengra erindi til Skattsins um þessar misfellur í framkvæmd mikilvægra lagabreytinga og birt á heimasíðu sinni. Hættan er sú að gildi lagabreytinganna fyrir ári síðan sé rýrt með ófullnægjandi framkvæmd og með því komið í veg fyrir þann árangur af þeim sem vonast var eftir. Þeir gallar sem bent hefur verið á snerta tugi þúsunda skattgreiðenda í landinu, og viðkvæma samfélagslega starfsemi sem þeim er annt um. Eftir því ættu þeir þingmenn sem beittu sér fyrir lagabreytingunum að taka. Engin viðbrögð hafa hins vegar borist frá skattayfirvöldum um margra mánaða skeið við þeim eðlilegu ábendingum sem felast í spurningum Almannaheilla. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun