Vindorkuver heyra undir rammaáætlun - sem betur fer! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 11:31 Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun. Áætlunin er ekki gallalaus en hefur líka marga kosti og það er þess vegna sem það er farsælast að öll orkuver sem selja orku inn á landsnetið séu metin og raðað í rammaáætlun; líka vindorkuver og litlar virkjanir sem ekki eru til heimabrúks. Fagleg ákvarðanataka er forsenda farsællar niðurstöðu Allra mikilvægasti og langstærsti kostur rammaáætlunar er að grunnur hennar er fagleg ákvarðanataka og samanburður kosta sem veitir yfirsýn. Fjölmargir sérfræðingar koma að því að meta verðmæti náttúru- og menningarminja á þeim landsvæðum sem virkjanaaðilar telja vænleg fyrir orkuver, sem og áhrif á aðra nýtingu, samfélag og efnahag. Laus við hagsmunaárekstra Annar stór kostur er að verkefnisstjórn rammaáætlunar (og faghópar hennar) hefur ekki beina hagsmuni af því að ákveðið landsvæði sé virkjað. Eins og lögum er háttað í dag eru það eingöngu sveitarstjórnir sem taka ákvarðanir um orkunýtingu ef nýtingin fellur ekki undir rammaáætlun. Á því fyrirkomulagi eru fjölmargir gallar, t.d. fjárhagslegir hagsmunir sveitafélagsins þar sem einstök framkvæmd getur aukið tekjur sveitafélagsins verulega . Jafnframt er um gríðarlega flóknar ákvarðanir að ræða sem lítil sveitafélög hafa í mörgum tilfellum takmarkaða getu til að meta. Horfum á hlutina heildstætt Þriðji stóri kostur rammaáætlunar er heildaryfirsýn. Í ferlinu við mat á landsvæðum skoða verkefnisstjórn og faghópar marga virkjanakosti samtímis og meta hvaða áhrif ein áform hafa á allt landið samhliða öðrum áformum og þeim orkuverum sem fyrir eru. Því er rammaáætlun eina stjórntækið sem getur metið heildaráhrif af áformaðra vindorkuvera á t.d. víðerni landsins. Tugir vindorkuvera eru á teikniborðinu á Íslandi en enginn aðili nema verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur burði eða heimild til að meta heildstætt áhrif þeirra víðerni og önnur náttúruverðmæti. Það sama gildir um heildaráhrif vindorkuvera á raforkuöryggi. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða er auðvitað ekki gallalaus. Til dæmis hefur verið kvartað yfir því að ferlið sé tímafrekt. En faglegar og vel ígrundaðar ákvarðanir taka tíma og verða fá að gera það, enda mikið í húfi. Hins vegar hefur dregist fram úr hófi hjá Alþingi að afgreiða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tafirnar eru ekki hjá verkefnastjórn eða faghópum. Það er því ekki ferlið sjálft sem er óþarflega tímafrekt, heldur pólitíkin. Vindorkuver eru orkuver sem nýta land, breyta ásýnd þess og hafa veruleg áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Það er því engin spurning um að þau eiga að heyra undir lög um vernd og orkunýtingu landsvæða, en auk þess hefur rammaáætlunarferlið marga kosti sem nauðsynlegt er að nýta við ákvarðanatöku um vindorkuver. Látum ekki þennan nýja iðnað falla í sama stjórnleysi og fiskeldi. Vindorkuver heyra undir rammaáætlun, sem betur fer. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun. Áætlunin er ekki gallalaus en hefur líka marga kosti og það er þess vegna sem það er farsælast að öll orkuver sem selja orku inn á landsnetið séu metin og raðað í rammaáætlun; líka vindorkuver og litlar virkjanir sem ekki eru til heimabrúks. Fagleg ákvarðanataka er forsenda farsællar niðurstöðu Allra mikilvægasti og langstærsti kostur rammaáætlunar er að grunnur hennar er fagleg ákvarðanataka og samanburður kosta sem veitir yfirsýn. Fjölmargir sérfræðingar koma að því að meta verðmæti náttúru- og menningarminja á þeim landsvæðum sem virkjanaaðilar telja vænleg fyrir orkuver, sem og áhrif á aðra nýtingu, samfélag og efnahag. Laus við hagsmunaárekstra Annar stór kostur er að verkefnisstjórn rammaáætlunar (og faghópar hennar) hefur ekki beina hagsmuni af því að ákveðið landsvæði sé virkjað. Eins og lögum er háttað í dag eru það eingöngu sveitarstjórnir sem taka ákvarðanir um orkunýtingu ef nýtingin fellur ekki undir rammaáætlun. Á því fyrirkomulagi eru fjölmargir gallar, t.d. fjárhagslegir hagsmunir sveitafélagsins þar sem einstök framkvæmd getur aukið tekjur sveitafélagsins verulega . Jafnframt er um gríðarlega flóknar ákvarðanir að ræða sem lítil sveitafélög hafa í mörgum tilfellum takmarkaða getu til að meta. Horfum á hlutina heildstætt Þriðji stóri kostur rammaáætlunar er heildaryfirsýn. Í ferlinu við mat á landsvæðum skoða verkefnisstjórn og faghópar marga virkjanakosti samtímis og meta hvaða áhrif ein áform hafa á allt landið samhliða öðrum áformum og þeim orkuverum sem fyrir eru. Því er rammaáætlun eina stjórntækið sem getur metið heildaráhrif af áformaðra vindorkuvera á t.d. víðerni landsins. Tugir vindorkuvera eru á teikniborðinu á Íslandi en enginn aðili nema verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur burði eða heimild til að meta heildstætt áhrif þeirra víðerni og önnur náttúruverðmæti. Það sama gildir um heildaráhrif vindorkuvera á raforkuöryggi. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða er auðvitað ekki gallalaus. Til dæmis hefur verið kvartað yfir því að ferlið sé tímafrekt. En faglegar og vel ígrundaðar ákvarðanir taka tíma og verða fá að gera það, enda mikið í húfi. Hins vegar hefur dregist fram úr hófi hjá Alþingi að afgreiða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tafirnar eru ekki hjá verkefnastjórn eða faghópum. Það er því ekki ferlið sjálft sem er óþarflega tímafrekt, heldur pólitíkin. Vindorkuver eru orkuver sem nýta land, breyta ásýnd þess og hafa veruleg áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Það er því engin spurning um að þau eiga að heyra undir lög um vernd og orkunýtingu landsvæða, en auk þess hefur rammaáætlunarferlið marga kosti sem nauðsynlegt er að nýta við ákvarðanatöku um vindorkuver. Látum ekki þennan nýja iðnað falla í sama stjórnleysi og fiskeldi. Vindorkuver heyra undir rammaáætlun, sem betur fer. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar