„Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. vísir/Arnar Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“ Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“
Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira