Betri almenningssamgöngur núna! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 25. febrúar 2023 13:32 Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins fór fram í borgarstjórn dagsins. Samgöngusáttmálinn var samþykktur í september 2019 og markmið hans var að stuðla að „greiðum skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu“. Borgarlína er hluti af sáttmálanum. Sósíalistar voru með fyrirvara við sáttmálann á sínum tíma um að fallið yrði frá áætlunum um veggjöld og að lóðabrask yrði ekki heimilað á Keldnalandi. Í staðinn yrði lóðum úthlutað til húsbygginga, byggingarsamvinnufélaga og annarra sem hafa áhuga á að byggja sér húsnæði. Auk þess var lagt til að farið yrði af meiri hraða í uppbyggingu borgarlínu og strætó en jafnframt tryggt að almenningssamgöngur væru byggðar upp samkvæmt væntingum þeirra sem nota þær. Við sósíalistar erum enn sömu skoðunar á þeim fyrirvörum sem voru lagðir fram. Við sjáum að helmingur af áætluðu fjármagni hefur ekki verið tryggður, þ.e. veggjöldin. Við erum á móti veggjöldum bæði vegna þess að slíkt er skattheimta sem bitnar mest á þeim efnaminni, og einnig því að það eru til aðrar sanngjarnari leiðir til að fjármagna verkefnið. Okkur finnst eðlilegast að sameiginlegir sjóðir fjármagni uppbyggingu almenningssamganga, uppbygginu sem er gríðarlega mikilvæg. En þegar þeir sameiginlegu sjóðir eru ekki nógu sterkir til að standa undir slíkri uppbyggingu, þá er ljóst að endurskoða þarf skattastefnu en við vitum að hin ríku greiða ekki eins og annað launafólk í sjóði . Það ætti að vera hægt að skoða nýjar fjármögnunarleiðir. Almenningur hefur ítrekað sagst vera mótfallinn vegtollum í skoðanakönnunum en styður á sama tíma réttlátari skattinnheimtu, þar sem ríkt fólk greiðir meira til samfélagsins. Umferðar- og flýtigjöld eru gríðarlega umdeild og lítil samstaða er með þeirri leið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem fyrirætluð gjöld eru áætluð. Það er einnig gagnrýnivert hversu mikið framkvæmdir eru að tefjast. Samkvæmt upphaflegu markmiðunum átti sex framkvæmdum samgöngusáttmálans að vera lokið núna, og þremur öðrum í lok þessa árs. Við erum ekki komin svo langt. Á sama tíma er strætó, það kerfi sem farþegar eru að reiða sig á núna í molum. Tíðnin er alltof lítil, vanfjárfest er í vagnaflotanum og svo virðist sem borgin sé að gefast upp á beinu ráðningarsambandi við vagnstjóra (útvistun). Borgaryfirvöld tala um mikilvægi þess að bæta almenningssamgöngur en lítið er gert til að bæta stöðuna eins og hún er núna. Við sáum það í vetur þegar snjó var mokað inn í biðskýlin á sama tíma og fólk var skammað fyrir að keyra um á einkabíl. Orð og gjörðir eru ekki að fara saman. Við þurfum að gera strætó betri núna, ekki bara bíða eftir að framtíðin komi einn daginn og segja fólki að bíða þolinmótt þangað til. Það þarf fyrst að tryggja grunninn áður en farið er í að byggja upp þessi framtíðarverkefni. Annars hrynja þau niður eins og spilaborgir, og það eru ýmsar blikur á lofti að svo sé nú að verða. Betri samgöngur ohf er félag sem á að halda utan um framkvæmdirnar. Stjórn þess er að mestu leyti skipuð fólki sem er hliðhollt áherslum atvinnurekenda, þar með talið formaður Samtaka atvinnulífsins. Við sjáum á sama tíma ekki einn einasta fulltrúa frá samtökum á vegum farþega eða þeirra sem hafa reynslu af notkun almenningssamgangna og því að þurfa að reiða sig á þær. Ef fulltrúar atvinnurekenda fá setu í stjórninni, hvers vegna er ekki fulltrúi á vegum launafólks í stjórn? Sannarlega er það hagsmunamál launafólks að samgöngur séu tryggðar á réttlátan og sanngjarnan hátt og séu ekki of kostnaðarsamar. Ef ég dreg upp verstu sviðsmyndina. Hvernig bregst Reykjavíkurborg við ef aðrir aðilar standa ekki við sáttmálanum? Miðað við umræðurnar hér í dag þá virðist þetta standa á veikum fótum í augnablikinu og það er þrýstingur á að fyrirkomulagið verði endurskoðað. Sama hvað gerist, þá skiptir mestu máli að almenningssamgöngur verði byggðar upp út frá hagsmunum og þörfum þeirra sem nota þær. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar