Árás á þjóðríkið Ólafur Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 07:00 Við búum við hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Við horfum upp á ósjálfbæran innflutning fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju. Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær. Enginn hefur bent á hvar á að taka peninga til standa undir þessu? Ekki rennur það fé til að styðja við þá sem höllustum fæti standa eða til nauðsynlegra úrbóta í heilbrigðiskerfinu. Kostnaður við hælisleitendakerfið sýnist ríkisleyndarmál sem þolir ekki birtingu. Aðeins er birtur beinn kostnaður að einhverju marki en óbeinn kostnaður liggur milli hluta og fæst ekki upp gefinn. Skrúðmælgi er notuð til að fegra bágt ástand eins og með því að kalla íbúðir fyrir hælisleitendur búsetuúrræði. Nágrannaþjóðirnar hafa söðlað um og horfið frá þeirri stefnu opinna landamæra sem hér er fylgt. Breið samstaða ríkir um að taka á vandanum af raunsæi og skynsemi. Danmörk, sem við berum okkur gjarnan saman við, er lýsandi dæmi. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana lýsir fyrri stefnu sem mistökum og segir hælisleitendakerfi Evrópu hrunið. Spjótin beinast að þjóðríkinu Við erum ekki komin lengra en svo að hér virðist fólk komast upp með að ræða mál af draumlyndi og óskhyggju en mest í þágu eigin hagsmuna. Staðreyndir og rök virðast ekki hreyfa við fólki sem kallar eftir opnum landamærum. Málþóf pírata ber með sér að engin þekking sýnist fyrir hendi á kúvendingunni sem orðin er á stefnu nágrannalanda. Í Danmörku ber hátt stefnumörkun jafnaðarmanna sem lyfti þeim í fylgishæðir og leiða þeir nú ríkisstjórn annað kjörtímabilið í röð undir forystu Mette Fredriksen. Stefna Dana er reist á langri reynslu og miður vel heppnuðum árangri. Þjóðríki án öruggra landamæra rís ekki undir nafni. Tómt mál er að tala um fullveldi þjóðarinnar þegar stjórnvöld standa frammi fyrir opnum landamærum og hafa ekkert um það að segja hverjir koma hingað til að setjast hér að. Í þessu ljósi má jafna málþófi pírata og kröfu um galopin landamæri við árás á þjóðríki Íslendinga sem þeir leiddu með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar. Þessi árás er ekki bundin við málþófið heldur er viðvarandi. Þau og samstarfsflokkar þeirra vilja þjóðríkið feigt. Málþófið snerist að nafninu til um mannréttindi en áherslan var á góðmennsku og mannúð þeirra sjálfra eins og fleirum sýnist tamt að skreyta sig með. Opin landamæri sem þau kalla eftir hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar: Ein er sú að við verðum eins og hver önnur Belgía og tölum belgísku. Þáttur Samfylkingar og Viðreisnar Einstakir þingmenn Samfylkingar hafa haldið uppi háværum málflutningi í sama dúr og píratar og sýnast ekkert vilja kannast við danska systurflokkinn og virða vettergis baráttu hans í þágu danskra gilda. Þeir skirrast ekki við að bera brigður á hina dönsku stefnu og hafa ranglega sagt hana umdeilda í Danmörku. Hún er ekki umdeildari en svo að hún kom vart við sögu í þingkosningum á liðnu hausti. Yfirgnæfandi meirihluti danskra þingmanna styður stórherta stefnu eins og sést af atkvæðagreiðslum í danska þjóðþinginu. Viðreisn er ekki langt undan og víkur sér undan að axla ábyrgð gagnvart þeim aðstæðum sem við búum við. Ákafasti talsmaður flokksins í málaflokknum hlaut nýlega flokkslega upphefð í viðurkenningarskyni fyrir málflutning sem vart verður kenndur við þekkingu eða hófstillingu. Ábyrgð æðstu stjórnvalda Þegar þjóðríkið liggur undir árás þriggja flokka á Alþingi, ef bein atlaga og meðvirkni reiknast saman, blasir við að æðsta forysta ríkisstjórnarinnar getur ekki setið hjá. Æðstu forystumenn verða að axla þá ábyrgð sem fylgir því að hafa tekið að sér forystu fyrir ríkisstjórn. Greiða fyrir nauðsynlegum lagabreytingum umfram þær sem nú standa fyrir dyrum til að laga íslenska löggjöf að því sem gerist og gengur í nágrannalöndunum. Frumskilyrði er að fella brott löglausa ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um að meðhöndla efnahagsferðalanga, t.d. frá Venesúela, sem flóttamenn sem þeir eru ekki. Æðsta skylda stjórnvalda er að standa vörð um þjóðríkið og fullveldi þjóðarinnar. Undan þeirri skyldu fá forystumenn ekki vikist. Þeir standa frammi fyrir að rísa undir ábyrgð þegar alvarlegt hættuástand ríkir á landamærunum og harðri sókn er haldið uppi af hálfu aðila sem vilja íslenskt þjóðríki feigt. Tíminn til aðgerða er núna. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum við hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Við horfum upp á ósjálfbæran innflutning fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju. Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær. Enginn hefur bent á hvar á að taka peninga til standa undir þessu? Ekki rennur það fé til að styðja við þá sem höllustum fæti standa eða til nauðsynlegra úrbóta í heilbrigðiskerfinu. Kostnaður við hælisleitendakerfið sýnist ríkisleyndarmál sem þolir ekki birtingu. Aðeins er birtur beinn kostnaður að einhverju marki en óbeinn kostnaður liggur milli hluta og fæst ekki upp gefinn. Skrúðmælgi er notuð til að fegra bágt ástand eins og með því að kalla íbúðir fyrir hælisleitendur búsetuúrræði. Nágrannaþjóðirnar hafa söðlað um og horfið frá þeirri stefnu opinna landamæra sem hér er fylgt. Breið samstaða ríkir um að taka á vandanum af raunsæi og skynsemi. Danmörk, sem við berum okkur gjarnan saman við, er lýsandi dæmi. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana lýsir fyrri stefnu sem mistökum og segir hælisleitendakerfi Evrópu hrunið. Spjótin beinast að þjóðríkinu Við erum ekki komin lengra en svo að hér virðist fólk komast upp með að ræða mál af draumlyndi og óskhyggju en mest í þágu eigin hagsmuna. Staðreyndir og rök virðast ekki hreyfa við fólki sem kallar eftir opnum landamærum. Málþóf pírata ber með sér að engin þekking sýnist fyrir hendi á kúvendingunni sem orðin er á stefnu nágrannalanda. Í Danmörku ber hátt stefnumörkun jafnaðarmanna sem lyfti þeim í fylgishæðir og leiða þeir nú ríkisstjórn annað kjörtímabilið í röð undir forystu Mette Fredriksen. Stefna Dana er reist á langri reynslu og miður vel heppnuðum árangri. Þjóðríki án öruggra landamæra rís ekki undir nafni. Tómt mál er að tala um fullveldi þjóðarinnar þegar stjórnvöld standa frammi fyrir opnum landamærum og hafa ekkert um það að segja hverjir koma hingað til að setjast hér að. Í þessu ljósi má jafna málþófi pírata og kröfu um galopin landamæri við árás á þjóðríki Íslendinga sem þeir leiddu með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar. Þessi árás er ekki bundin við málþófið heldur er viðvarandi. Þau og samstarfsflokkar þeirra vilja þjóðríkið feigt. Málþófið snerist að nafninu til um mannréttindi en áherslan var á góðmennsku og mannúð þeirra sjálfra eins og fleirum sýnist tamt að skreyta sig með. Opin landamæri sem þau kalla eftir hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar: Ein er sú að við verðum eins og hver önnur Belgía og tölum belgísku. Þáttur Samfylkingar og Viðreisnar Einstakir þingmenn Samfylkingar hafa haldið uppi háværum málflutningi í sama dúr og píratar og sýnast ekkert vilja kannast við danska systurflokkinn og virða vettergis baráttu hans í þágu danskra gilda. Þeir skirrast ekki við að bera brigður á hina dönsku stefnu og hafa ranglega sagt hana umdeilda í Danmörku. Hún er ekki umdeildari en svo að hún kom vart við sögu í þingkosningum á liðnu hausti. Yfirgnæfandi meirihluti danskra þingmanna styður stórherta stefnu eins og sést af atkvæðagreiðslum í danska þjóðþinginu. Viðreisn er ekki langt undan og víkur sér undan að axla ábyrgð gagnvart þeim aðstæðum sem við búum við. Ákafasti talsmaður flokksins í málaflokknum hlaut nýlega flokkslega upphefð í viðurkenningarskyni fyrir málflutning sem vart verður kenndur við þekkingu eða hófstillingu. Ábyrgð æðstu stjórnvalda Þegar þjóðríkið liggur undir árás þriggja flokka á Alþingi, ef bein atlaga og meðvirkni reiknast saman, blasir við að æðsta forysta ríkisstjórnarinnar getur ekki setið hjá. Æðstu forystumenn verða að axla þá ábyrgð sem fylgir því að hafa tekið að sér forystu fyrir ríkisstjórn. Greiða fyrir nauðsynlegum lagabreytingum umfram þær sem nú standa fyrir dyrum til að laga íslenska löggjöf að því sem gerist og gengur í nágrannalöndunum. Frumskilyrði er að fella brott löglausa ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um að meðhöndla efnahagsferðalanga, t.d. frá Venesúela, sem flóttamenn sem þeir eru ekki. Æðsta skylda stjórnvalda er að standa vörð um þjóðríkið og fullveldi þjóðarinnar. Undan þeirri skyldu fá forystumenn ekki vikist. Þeir standa frammi fyrir að rísa undir ábyrgð þegar alvarlegt hættuástand ríkir á landamærunum og harðri sókn er haldið uppi af hálfu aðila sem vilja íslenskt þjóðríki feigt. Tíminn til aðgerða er núna. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar