Tekjur sveitarfélaga, ný hugsun til framtíðar Anton Guðmundsson skrifar 3. mars 2023 09:00 Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin. Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Suðurnesjabær Skattar og tollar Anton Guðmundsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin. Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar