Tekjur sveitarfélaga, ný hugsun til framtíðar Anton Guðmundsson skrifar 3. mars 2023 09:00 Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin. Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Suðurnesjabær Skattar og tollar Anton Guðmundsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Enn fremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga. Í mínum huga liggur fyrir að sveitarfélög þurfa á auknum tekjum að halda. Á ársþingi Sambands íslenskara sveitarfélaga sem haldið var á akureyri í September síðastliðnum var kynnt skýrsla um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga og hve mikil þörf sé fyrir auknum tekjum sveitarfélaga og var talan 20 milljarðar nefnd. Eini skattur sem fyrirtæki greiða beint til sveitarfélaga eru fasteignagjöld, þessu þarf að breyta að mínu mati, Tryggja þarf sterkari rekstrargrundvöll sveitarfélaga vegna þeirra auknu verkefna sem sveitarfélög eru að fást við, nefni ég málefni grunnskóla og málefni fatlaðs fólks sem dæmi sem eru alfarið komin yfir á sveitarfélögin. Sækja mætti talsverðar tekjur með því að innheimta útsvar af þeim sem eru í rekstri og lifa á fjármagnstekjum, þá á ég ekki við að auka skattheimtuna, heldur að fjármagnstekjuskattur myndi renna bæði til ríkis og sveitarfélaga, þá mætti skattleggja orkumannvirki og færa ýmis opinber gjöld af atvinnurekstri alfarið til sveitarfélaganna. Stærsti þátturinn í þessari tekjuöflun væri leiðrétting á greiðslum til verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga á undanförnum árum. Við þurfum að kasta við hverjum stein og taka umræðuna og síðan ákvarðanir um þessi mál, Við þurfum að skapa nýja sýn og nýja hugsun til framtíðar í þessum málum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar